„Það fyrsta sem ég ætla að gera er að læra íslensku. Ég hlakka mikið til þess,“ segir Asil Al Masri sem er sautján ára. Suleiman Al Masri stóri bróðir Asil segir að það hafi verið mikill léttir þegar þau hittust loksins í Belgíu á dögunum en Asil hafði þá verið á spítala í Egyptalandi í um tvö mánuði. „Núna ætla ég að gera allt til að hjálpa Asil litlu systur minni og saman munum við hjálpast að við að ná bata,“ segir Suleiman en Pressa ræddi við þau systkinin í gær, daginn áður en þau lögðu af stað til Íslands.
Systkinin misstu foreldra sína, systur sína, mág og fimm ára …
Athugasemdir (2)