Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Íslendingar orðnir að kjúklingaþjóð

Fram­leitt magn af ali­fugla­kjöti fór um­fram magn af fram­leiddu kinda­kjöti í fyrra. Er þetta ann­að ár­ið í röð sem fram­leiðsla á kjöti af ali­fugl­um er um­fram fram­leiðslu á kinda­kjöti frá að mæl­ing­ar hóf­ust. Fram­leiðsla í kinda­kjöti ár­ið 2023 var í sögu­legu lág­marki.

Íslendingar orðnir að kjúklingaþjóð
Framleiðsla á alifuglakjöt fór fram úr framleiðslu á kindakjöti í fyrra, í annað sinn síðan mælingar hófust. Mynd: EPA

Ísland framleiðir nú reglulega meira magn af alífuglakjöti, aðallega kjúklingum, en lambakjöti. Framleiðsla alifuglakjöts fór í fyrsta sinn fram úr framleiðslu á lambakjöti á árinu 2022. Í fyrra hélt þessi þróun áfram. 

Samkvæmt gögnum á vef Hagstofunnar var samanlögð framleiðsla á alifuglakjöti 9.501 tonn árið 2022 og var það um 842 tonnum meira en ársframleiðsla á kindakjöti. Framleitt magn af kindakjöti var 8.659 tonn á sama ári.

Mælingar Hagstofunnar á kjötframleiðslu síðasta árs ná út nóvembermánuð. Frá janúar til nóvember 2023 var samanlögð framleiðsla á alifuglakjöti rúmlega 8.955 tonn, á meðan magn af kjöti af slátruðu sauðfé var 8.402 tonn. 

Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að kjötframleiðsla í nóvember 2023 hafi verið tíu prósent minni en í nóvember 2022. Framleiðsla á kjöti af nautgripum, alifuglum og svínum dróst saman um nokkur prósent milli mælinga. Mesti samdrátturinn er þó í sauðfjárslátrun. Í nóvember í fyrra var aðeins slátrað 135 gripum samanborið við 6.281 í nóvember 2022. 

Framleiðsla á kindakjöti hefur dregist mikið saman frá 2017 en þá stóð framleiðslan í 10.619 tonnum. Þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu hafa tekjur af sauðfjárrækt aukist milli ára. Samkvæmt skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, sem birt var í nóvember í fyrra, voru tekjur af sauðfjárrækt árið 2023 alls um 18,5 milljarðar króna. Árið 2018 voru tekjur greinarinnar um 12,2 milljarðar króna.

Kjúklingur er vinsælasta kjötið meðal íslenskra neytenda í fyrra, en lambakjöt situr í öðru sæti. Þá hefur sala á svínakjöti aukist mikið undanfarin ár. Árið 2021 var sala á svínakjöti í fyrsta meiri en sala á kindakjöti.

Milljarðar í styrki til sauðfjárræktar 

Þá voru opinberar greiðslur til sauðfjárbænda rúmlega 30 prósent af tekjum búgreinarinnar. Hins vegar ef frá eru talinn liður sem nefndur er aðrar tekjur, sem reiknaðar eru inn í heildartekjur sauðfjárbænda, eru opinberar greiðslur yfir helmingur tekna sauðfjárbænda. Á síðastliðnum fimm árum hefur 31 milljarður króna verið greiddur til sauðfjárbænda.  

Í frétt Heimildarinnar sem birt var skömmu fyrir áramót er fjallað um sérstaka ríkisstyrki til sauðfjárbænda, sem eiga að stuðla að auknum gæðum og sjálfbærni í sauðfjárframleiðslu. Til þess að fá slíkan stuðning þurfa sauðfjárbændur að uppfylla ákveðinn skilyrði sem lúta að aðbúnaði sauðfjár, fóðrun, heilsu skepnanna, sjálfbærni í landnýtingu og fleira þvíumlíkt. 

Árið 2022 voru þessar svokölluðu gæðastýringargreiðslur rúmlega þriðjungur  af heildarupphæð ríkisstuðnings til sauðfjárbænda. Á síðastliðnum þrem árum námu greiðslur af þessu tagi um 5,5 milljörðum króna. Hins vegar var engu eftirliti sinnt með sauðfjárbændum sem þáðu gæðastýringargreiðslur árið 2022. 

Þá hafa þingmenn, fræðimenn, starfsmenn opinbera stofnanna eins og Landgræðslan gagnrýnt gæðastýringarkerfið. Þá sérstaklega þann þátt sem snýr að landnýtingunni. Til mynda sagði Landgræðslan í umsögn til Alþingis að tækifæri til þess að draga úr nýtingu á illa förnu landi hafi ekki verið nýtt af mörgum sem tekið hafa við gæðastýringargreiðslunum undanfarin ár.

 Viðbótarstuðningsgreiðslur samþykktar í lok síðasta árs

Fyrir árslok 2023 voru tillögur um viðbótargreiðslur til bænda samþykktar í ríkisstjórn og á þingi í fjáraukalögum 2023. Samanlagt hljóðar viðbættur stuðningur upp á 2,1 milljarð króna. 

Þar af renna 600 milljón krónur í svokallaðan ungbændastuðning, sem skipt er á milli 181 bænda sem sóttu um nýliðunarstuðning á árunum 2017 til 2023. Þá fara 450 milljónir í viðbótafjárfestingarstuðning til bænda í sauðfjárrækt og nautgriparækt. Meirihlutinn af þessum stuðning rennur renna þó til 239 bænda sem stunda nautgriparækt, samtals 386 milljónir.

Þá fá sauðfjárbændur sem eiga 300 eða fleiri veturfóðraðar kindur greitt sérstakt framlag sem samtals nemur 450 milljónum króna. Snemma á þessu ári fá kúabændur sem stunda mjólkurframleiðslu um 500 milljón krónur í viðbótargreiðslur og kúabændur með holdakýr fá 100 milljón krónur.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Chicken farming for human consumption in Iceland is not economically viable and is against the consumer’s interests. It is kept going by means of punitive import duties. Chicken feed is imported with protective tariffs. Transport of feed over long distances causes pollution; transport of the final products to consumers causes pollution. Poultry and pig farmers were recently given extra subsidies to cover feed and fodder costs. The labour in these industries is foreign. It is not the farmers who base their living on this: no, it is the well-dressed speculators and Blue Hand party proteges. ALI and LÍFLAND are involved in this, with others not mentioned here. Eggs, pork and poultry production are not farming activities; they are FACTORY PRODUCTION, and the labour is supplied by foreign workers. Icelandic sheep farmers, dairy farmers and cattle producers base their livelihoods on actual farming, which involves a lot of work all year round. I lived in Britain for 20 years. The beef there is good; cattle are out of doors all year round. I could believe that they are indoors all year round in Iceland. Recently I bought a hamburger at Nautabú in the north of the country. The restaurant is connected with a petrol station; disgusting. The meat tasted of dung. How could it be otherwise when the animals are in byres all year round? The Angus beef that you get in Glasgow has a real hamburger flavour. Real farmers around Iceland should be supported, not the white-collar gang who drive around Reykjavík in their Mercedes Benzes. They should not benefit from PROTECTIVE DUTIES or any other ALMS FROM CONSUMERS’ POCKETS.



    Four eggs in Denmark cost the same as one in Iceland.
    0
  • KB
    Kristinn Björnsson skrifaði
    Íslendingar orðnir að kjúklingaþjóð, er fyrirsögnin, en endar sem ómálefnaleg gagnrýni á sauðfjárbændur er ekki hægt að gera betur en þetta.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Framleiðsla a Kjuklingum til Manneldis stendur ekki undir ser og er Neytendum Fjandsamleg. Nyðingstollar hallda þessari Ohagkvæmu Grein gangandi, Foður er flutt inn Með Vendar Tollum, Flutningur vitt og breitt um Landið MENGAR, flutningur til Neytenda Mengar, nylega fengu Fugla og Svinabændur auka Foðurstirk. Vinnu afl er Erlend. Þetta er Ekki Bændur sem byggja sitt Lifibrauð a þessu. Nei Spariklæddir Braskarar og Floksgæðingar Blau Handarinar eru þarna a ferð. ALI--- OG LIFLAND---- stada að þessu og Fleiri þott Þeir seu ekki nefndir her. Egga framleiðsla, Svinarækt og Kjuklingarækt er ekki BÆNDUR heldur VERKSMIÐJU FRAMLEIÐSLA, og Erlent Vinnuafl. Islenskir Bændur með Kindur og Mjolkur Kyr og Nautgripabændur Byggja sitt Lifibrauð a Buskap og Mikilli Vinnu Altt Arið. Það eru Mattarstolpar Islensks Landbunaðar. Svina Kjöt og Kjuklinga Kjöt og EGG a að flitja inn. Eg Bjo i Bretlandi i 20 ar þar er Nautakjöt Gott og Nautgripir uti altt arið. A Islandi eru þeir trulega a Bas altt arið, Nylega keypti eg Hamborgara fra Nautabui a Norðurlandi, Veitingastaðurinn Tengist Bensinstöðvum. Þvilikur Oþveri Fjosaskits Bragð var af Kjötinu, kvernig a öðru visi að vera Dyrin a Bas altt arið. Angus Nautakjöt i Glasgow hefur Ekta Hamborgara bragð. Nei Hlua Ber að Islenskum Bændum i Sveitum Landsins. Kvitflippa Kallar Braskarar i Reykjavik sem Aka um a BENS eiga ekki að fa TOLLVERND ne AÐRA ÖLMUSU UR VÖSUM NEYTANDA.

    BTW Egg ma fa i Danmörku 4 stikki , en 1 Stikki A Islandi fyrir sama verð.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
1
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
8
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár