Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umsvif Ríkisútvarpsins verða minnkuð á auglýsingamarkaði

Út­varps­stjóri og menn­ing­ar-og við­skipta­ráð­herra hafa und­ir­rit­að nýj­an þjón­ustu­samn­ing við Rík­is­út­varp­ið sem gild­ir 2024-2027. Í hon­um er kveð­ið á um að um­svif RÚV verði minnk­uð á sam­keppn­is- og aug­lýs­inga­mark­aði á tíma­bil­inu.

Umsvif Ríkisútvarpsins verða minnkuð á auglýsingamarkaði
RÚV Stofnunin hefur sætt gagnrýni fyrir talsverð umsvif á auglýsingamarkaði.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafa undirritað nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið til fjögurra ára. Hefur hann þegar tekið gildi. Í samningnum er kveðið á um að á gildistíma hans, árin 2024-2027, verði unnið að því að minnka umsvif RÚV á samkeppnismarkaði. Þetta verði til dæmis gert með því að takmarka birtingu auglýsinga eða breyta eðli og umfangi auglýsingasölu. 

Gert er ráð fyrir því að breytingarnar muni valda mögulegu tekjutapi hjá Ríkisútvarpinu vegna minni umsvifa á samkeppnismarkaði. Verði slíkt tekjutap mun ráðuneytið koma til móts við RÚV svo það geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. 

Ríkisútvarpið er fjölmiðill sem starfar í almannaþágu samkvæmt lögum nr. 23/2013. Sinnir hann lýðræðislegu hlutverki með fréttaþjónustu og menningarlegu hlutverki með rækt við íslenska tungu og fjölbreyttu efni um listir. Áhersla er lögð á fjölbreytt framboð efnis …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSÞ
    Sveinn Snævar Þorsteinsson skrifaði
    Það er auglýsenda að ákveða hvar þeir auglýsa og þeir fá mesta áhorfið á RÚV.
    Það þýðir ekki að stofna útvarpstöðvar og fara svo að væla.
    Ætli íslendingar eigi ekki heimsmet í fjölda fjölmiðla miðað við mannfjölda ?
    -1
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Mér finnst að rúv ætti að auglýsa að vild og það væri þá hægt að nota peninginn til að styrkja einkarekna fjölmiðla.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár