Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir verðbólguna ekki drifna áfram af hagnaði fyrirtækja

Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að verð­bólg­an í land­inu sé ekki hagn­að­ar­drif­in. Í nýj­asta þætti Pressu, ræddi Að­al­steinn Kjart­ans­son við Sig­ríði og Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, rit­stjóra Vís­bend­ing­ar og doktor í fjár­mál­um, um kjara­samn­inga og áhrif­in sem há verð­bólg­una og vaxt­arstig hef­ur á kjara­við­ræð­urn­ar.

Segir verðbólguna ekki drifna áfram af hagnaði fyrirtækja
Sammála um sumt Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóra Vísbendingar, ræddu kjaraviðræður og orsakir verðbólgunar í nýjasta þætti Pressu. Mynd: Golli

Í Pressu ræddu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar og doktor í fjármálum. nýhafnar kjaraviðræður og hvernig þær þurfi taka mið af hárri verðbólgu í landinu.

Í gær birtu SA og breiðfylking stærstu stéttarfélaga landsins sameiginlega yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um að markmiðið væri að ná langtíma kjarasamningi, sem þurfi að taki mið af því að draga úr verðbólgunni. 

Spurð hvort hún teldi slík markmið raunhæf sagði Sigríður svo vera. Mikill samhljómur væri milli allra um hvaða mikilvægu verkefni væru fram undan og hver helstu markmiðin eru í kjaraviðræðunum. „Sem er að gera langtíma kjarasamninga sem geta stuðlað að fyrirsjáanleika og efnahagslegum stöðugleika.“ 

„Það sem er ánægjulegt er að við erum öll samstíga og ég ætla taka hatt minn ofan fyrir samstöðunni sem forystufólk stéttarfélaganna hefur náð að mynda,“ sagði Sigríður og vísaði þar til breiðfylkingarinnar sem samanstendur af landssamböndum og stéttarfélögum landsins sem fara með samningsumboð 93 prósent félagsmanna ASÍ. 

Nýmæli í kjaraviðræðum 

Hún sagði að það hafa verið nýmæli að hægt hafi verið að komast að sameiginlegum fleti við útgáfu yfirlýsingarinnar. Í yfirlýsingunni var skorað á fyrirtæki, ríki og sveitarfélög til þess að halda aftur að verðhækkunum og gjaldskrárhækkunum til þess að styðja við sameiginleg markmið SA og stéttarfélaganna. 

Undir þetta tók Ásgeir og sagði efni yfirlýsingarinnar vera „góður, nýr tónn og mikilvægur,“ en benti á að vandinn væri mikill. 

Á Íslandi sé verðbólga hæst á meðal þeirra landa sem við berum okkur gjarnan saman við. Ólíkt öðrum löndum þar sem verðbólga hefur dregist saman stöðugt, hefur gengið erfiðlega að ná verðbólgunni niður, þrátt fyrir háa stýrivexti Seðlabankans. „Augljóslega hefur eitthvað ekki gengið nógu vel hér og það þarf að gera eitthvað öðruvísi en verið hefur gert.“    

Áhrifaþættir verðbólgunar

Í kjölfarið barst talið yfir í hugsanlega áhrifavalda að verðbólgunni og sagði Ásgeir það vera „mikilvægt að viðurkenna að verðbólgan kemur ekki bara út frá launahækkunum.“

Síðustu kjarasamningar hafi leitt í gegn hóflega launahækkun. Þó svo í kjölfarið hafi farið af stað launaskrið sagði Ásgeir það vera „alþjóðlega viðurkennt, þó svo það er ekki mikið í umræðunni hér, að hluti, og jafnvel frekar stór hluti, af verðbólgunni kemur til vegna hagnaðaraukninga fyrirtækjanna.“ 

Spurð um viðbrögð sín við þeim punktum sem Ásgeir kom inn á, sérstaklega í ljósi þess að á þessu ári hafi fyrirtæki í landinu skilað methagnaði, sagðist Sigríður ekki getað tekið undir það að verðbólga síðustu ára hafa verið keyrð áfram vegna aukins hagnaðar fyrirtækja í landinu. „Það er svo langt frá því að við getum horft á umhverfið, rekstur og afkomu fyrirtækja í dag og sagt að verðbólgan sé hagnaðardrifinn. Bara alls ekki.“ 

Í máli sínu vitnaði í Sigríður í grein sem birtist í nýjustu úttgáfu Peningamála frá Seðlabanka Íslands. „Þar sem þeir voru einmitt að skoða og sýna fram á að álagning fyrirtækja hefur ekki verið það sem veldur verðbólgunni,“ sagði Sigríður. Ásgeir benti á að í umræddri grein sem birtist síðasta hefti Peningamála hafi þó verið viðurkennt að hlutdeild hagnaðar hjá fyrirtækjum væri mælanleg. 

Sammála um mikilvægi þess að allir taki ábyrgð

Þá hvatti hann alla aðila til þess að skoða verðbólguna sem flókið fyrirbæri sem er mótuð af mismunandi þáttum. Til að mynda af hærri fjármagnskostnaði sem fyrirtækin hljóta að viðurkenna.

Sigríður sagðist taka undir að fjölmargir þættir myndi verðbólgu og áréttaði að hún hafi ekki haldið því fram að það væri stéttarfélögunum að kenna að það væri verðbólga í landinu. Samtök atvinnulífsins komi líka að viðræðunum og beri þess vegna jafn mikla ábyrgð á verðbólgunni og verkalýðsfélögin.

Sjá má fimmta þrátt Pressu í heild sinni hér: 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Væri ekki ráð að samningsaðilar byrjuðu á því að koma sér saman um þær undirliggjandi tölur (staðreyndir) sem réttmætt er að nota, hvaða tímabil er eðlilegt að miða við í samanburði og hver séu söguleg áhrif þeirra og áhrif á væntanlegan samning.
    0
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Furðulegt hjá Sigríði að halda því fram að álagning fyrirtækja sé eini áhrifavaldur fyrirtækja á verðbólgu. Og Ásgeir B lætur þessu ómótmælt - hefur ekki verið almennilega vaknaður. Fyrirtæki geta dælt hagnaðinum út í hagkerfið, fjárfest í fasteignum, margvíslegum rekstri, tengdum og ótengdum, einhent sér í fjárfestingu í t.d. ferðaþjónustu eða fiskeldi og þannig valdið ómældri þenslu og keyrt upp verðbólguna. Um hvað þóttust þau eiginlega vera að ræða spyr ég?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár