Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja sex blóðmerar hafa dáið

Fyr­ir­tæk­ið Ísteka seg­ir ekki hægt að tengja dauðs­föll blóð­mera síð­asta sum­ars með „bein­um hætti“ við blóð­töku. Hins veg­ar er ekki hægt að úti­loka tengsl þarna á milli enda fékkst ekki skýr­ing á dánar­or­sök­um þeirra allra.

Segja sex blóðmerar hafa dáið
Blóðmerar Yfir 4.000 hryssur voru nýttar til blóðsöfnunar í ár. Hryssurnar eru fylfullar og oft einnig með stálpuð folöld. Mynd: Shutterstock

Tvær blóðmerar slösuðust við blóðtöku á vegum fyrirtækisins Ísteka síðasta sumar. Níu hryssur veiktust í tengslum við blóðtökuna. Tilkynnt var um dauðsföll sex mera og heldur Ísteka því fram í samantekt um blóðtökutímabil ársins að ekki sé hægt að tengja þau með „beinum hætti“ til blóðtöku. Hins vegar segir jafnframt í samantektinni að þrjár meranna hafi verið krufnar. Niðurstaða einnar þeirra hafi verið að hryssan hefði drepist úr hrossasótt og blóðtakan því ekki dauðasök. Í hinum tveimur tilvikunum hafi ekki fengist skýring á dánarorsök. Ekki er því hægt að fullyrða að dauða þeirra megi ekki rekja til blóðtökunnar.

Í ár bárust Ísteka tilkynningar um 144 frávik, líkt og atburðir og aðstæður sem upp koma og geta haft áhrif á líðan hryssa eru kölluð. Langflest tilvikin lutu að hryssum sem sýndu streitueinkenni við blóðtöku. Fyrirtækið segir að meirihluti meranna hafi róast strax eða á meðan dvöl í blóðtökubás stóð. Átján hryssur sýndu endurtekið streitueinkenni við blóðtöku.

Mikilvægur valkostur eða hormón eymdar?

Ísteka safnaði blóði úr 4.088 hryssum í sumar. Um 6 prósent þeirra eru í eigu fyrirtækisins sjálfs. Hryssurnar eru fylfullar er blóðið er tekið enda tilgangurinn að vinna úr því meðgönguhormón (eCG/PMSG). Þetta hormón er notað í frjósemislyf sem aftur eru gefið öðrum búfénaði. Hormónið er að sögn Ísteka „mikilvægur valkostur fyrir bændur um allan heim sem vilja nýta náttúruna með sem hagkvæmustum hætti, sér og öðrum til velmegunar“.

Hins vegar hefur verið á það bent að frjósemislyfin, sem ætlað er að samstilla frjósemi búfénaðar til manneldis, aðallega gylta, hafi þær óæskilegu aukaverkanir að of margir grísir, oft smáir og veiklaðir, fæðast gyltunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri heimildarmynd þýskra og svissneskra dýraverndunarsamtaka, þeirra sömu og afhjúpuðu gróft ofbeldi gegn íslenskum blóðmerum í heimildarmynd sem kom út árið 2021. Ísteka kallar samtökin reyndar „öfgasamtök“ í samantekt sinni um starfsemi síðasta sumars.

Í nýju heimildarmynd samtakanna er ofbeldi gegn hryssum enn á ný staðfest á að minnsta kosti einum bæ. Myndbandsupptökur sýna karlmann sparka ítrekað til og í hryssur og sýna þeim almennt mikla hörku. Matvælastofnun hefur gert frumrannsókn á myndefninu og vísaði málinu nýverið til lögreglunnar á Suðurlandi.

Ofbeiting valds

Ísteka fjallar ekki um nýjustu heimildarmynd dýraverndunarsamtakanna í samantekt sinni. Hins vegar tiltekur fyrirtækið eina tilkynningu á „ofbeitingu valds“ er varðaði ungan vinnumann sem í kjölfarið hafi fengið tiltal, líkt og það er orðað. „Hrossum var ekki hætta búin af frávikinu en Ísteka lítur það þó alvarlegum augum og brýnir fyrir öllum að höfuðáhersla sé ávallt lögð á virðingu og nærgætni í umgengni við hryssurnar.“

Blóðmerahald er stundað á níutíu bæjum á Íslandi. Samkvæmt reglugerð sem var í gildi á blóðtökutímabilinu en var felld úr gildi í byrjun nóvember má taka blóð allt að átta sinnum úr hverri hryssu. Að því er fram kemur í samantekt Ísteka var blóð að meðaltali dregið úr fylfullum merum í 6,1 skipti í ár. Er þetta sagður betri árangur en í fyrra. Blóð var tekið 7 eða 8 sinnum úr rúmlega helmingi meranna.  Þá var blóð „fyrir mistök“ dregið úr tveimur merum í níu skipti. Ísteka fullyrðir að merunum hafi ekki orðið meint af.

Vilja fleiri bændur til samstarfs

Í samantekt Ísteka kemur fram að skilaverð blóðs úr meðalhryssu hafi verið um 112 þúsund krónur án virðisaukaskatts og hafi því hækkað úr 95 þúsund krónum í fyrra.

„Hrossabúskapur til framleiðslu afurða; blóðs til lyfjaframleiðslu og folalda, sem að uppistöðu til fara í kjötframleiðslu, er eðlislíkur öðrum búskap að flestu leyti,“ segir Ísteka í lokaorðum samantektar sinnar. „Frávik, slys og afföll verða vissulega í þessari starfsemi eins og annarri en þau eru fá miðað við það sem þekkist úr öðrum rekstri. Það ber því þessu búskaparformi vel söguna, búskap sem getur hentað mun fleirum en nú þegar stunda hann.“

Fyrirtækið hvetur þar með fleira fólk til að halda blóðmerar. Hins vegar eru blikur á lofti um framtíð þessa iðnaðar. Líkt og fyrr segir var reglugerð matvælaráðherra, sem ætlað var að setja skýran ramma utan um starfsemina, felld úr gildi í nóvember síðastliðnum. Var það gert eftir áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Nú hefur blóðmerahald verið fellt undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Það þýðir að mati þýsku og svissnesku dýraverndunarsamtakanna að Matvælastofnun, sem veitir starfsleyfi til starfseminnar, þurfi að kanna hvort að hægt sé að nota önnur efni eða aðrar leiðir en meðgönguhormón úr fylfullum hryssum til að auka og samstilla frjósemi búfénaðar. Samtökin telja hiklaust að svo sé, á markaði séu fjölmörg lyf sem hafi sambærileg áhrif og að auki sé hægt að ná tilætluðum áhrifum með náttúrulegum leiðum. Það hafa m.a. svissneskir svínabændur margir hverjir gert eftir að notkun á hormónalyfinu var bönnuð þar í landi.

Fer til umfjöllunar fagráðs

Heimildin spurði Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra MAST, hvað þessi breyting á regluumhverfi blóðmeraiðnaðarins gæti þýtt. Hún segir að nú þurfi Ísteka að sækja bæði um starfsleyfi og leyfi til tilrauna. „Eins og með aðrar umsóknir til tilrauna þá er það á höndum Matvælastofnunar að meta umsóknina og eftir atvikum að veita framangreind leyfi eftir að fagráð um velferð dýra hefur fjallað um hana og veitt umsögn,“ segir hún. MAST hafi áður gefið út leyfi til blóðtöku á hryssum til lyfjaframleiðslu á grundvelli þágildandi reglugerðar um dýratilraunir, síðast árið 2016, og gilti það leyfi út árið 2019.

„Umsókn fyrirtækisins verður hins vegar bara metin út frá núgildandi reglugerð og ekkert hægt að segja til um hvernig sú umfjöllun endar,“ segir Hrönn. „Ef leyfi verður veitt til Ísteka, þá munu ákvæði um velferð hryssna við blóðtöku sem áður voru í reglugerð [matvælaráðherra] halda gildi sínu sem verklagsreglur Matvælastofnunar, enda er engin sambærileg ákvæði að finna í reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Ef leyfið verður veitt munu bændur verða skilgreindir sem birgjar samkvæmt reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni og þurfa að sækja um starfsleyfi sem slíkir. Matvælastofnun metur umsóknir og veitir starfsleyfi eftir atvikum til birgja.“

Eftirlitsmenn á vegum Matvælastofnunar heimsóttu hvern einasta blóðbæ síðasta sumar. Skýrsla stofnunarinnar um starfsemi ársins 2023 er ekki væntanleg fyrr en á næsta ári.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.
Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
ViðtalBlóðmerahald

Ísteka: Reynslu­leysi dýra­lækna lík­leg­asta skýr­ing­in

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár