Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fordæmdi skort á aðgerðum stjórnvalda í málaflokki fátækra í Pressu fyrr í dag. Sagði hún þar að hún fengi aulahroll yfir málflutningi Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra, sem einnig sat fyrir svörum um málaflokkinn í þættinum.
Í nýjasta þætti Pressu ræddi Margrét Marteinsdóttir við þær Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Hlutverkaseturs, Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu og Ingu Sæland. Umræðuefnið var fátækt á Íslandi, einkum fátækt barna.
Samkvæmt nýjum skýrslum frá Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins og Unicef er fátækt barna að aukast á Íslandi. Í þeirri síðarnefndu kemur fram að eitt af hverjum átta börnum býr við fátækt. Skýrsla Vörðu leiðir í ljós að staða einhleypra fatlaðra mæðra er einstaklega slæm. Hjá þeim hópi eru níu af hverjum tíu sem geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum.
Inga Sæland sagði niðurstöður skýrslnanna ekki koma …
Athugasemdir (1)