Stærsta útgerðarfélagið í Vestmannaeyjum, Ísfélagið, hefur um áratugaskeið verið fyrirferðar- og valdamikið í bænum og stutt Sjálfstæðisflokkinn með ráð og dáð. Eigendur Ísfélagsins, Guðbjörg Matthíasdóttir og maður hennar heitinn, Sigurður Einarsson, voru bæði starfandi í flokknum og bæjarfulltrúar fyrir hann. Deilur í Sjálfstæðisflokknum árið 2018 klufu flokkinn og til varð Heimaeyjarlistinn, með Írisi Róbertsdóttur í stafni, sem tók til sín völdin í bænum.
Sagan um þessa valdabaráttu í Eyjum er sögð í grein um Ísfélagið og Guðbjörgu Matthíasdóttur í Heimildinni. Þetta er sagan af því hvernig þetta fyrirtæki, og hitt stóra útgerðarfélagið í Eyjum sem heitir Vinnslustöðin, hafa í gegnum tíðina ráðið svo miklu í bænum þar sem völd í atvinnulífi og stjórnmálum hafa farið saman.
Þar er einnig greint frá því hvernig Ísfélagið hefur í gegnum tíðina beitt sér í Eyjum til að halda völdum sínum og áhrifum og …
Athugasemdir (2)