„Við vorum beittir órétti af Karolinska-háskólanum og þess vegna leitum við til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir Oscar Simonsson, einn af sænsku læknunum sem ljóstraði upp um plastbarkamál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarinis í Svíþjóð á sínum tíma. Plastbarkamálið tengist Íslandi sterkum böndum.
Þrír af læknunum fjórum hafa leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu, og fengið mál sitt tekið upp þar, vegna þess að þeir telja að Karolinska-háskólinn hafi verið að hefna sín á þeim þegar skólinn komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu að þeir hafi verið þátttakendur, og þar með brotlegir vitorðsmenn, í rannsóknum Paolo Macchiarinis í Svíþjóð. Læknarnir vilja fá að verja sig gegn þessum ásökunum fyrir dómstól.
Athugasemdir (2)