Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans

Rektor Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi, And­ers Ham­sten, hef­ur sagt sér út af Macchi­ar­ini-mál­inu. Ein af ástæð­un­um fyr­ir breyttri sýn hans á Macchi­ar­ini-mál­ið eru gögn með upp­lýs­ing­um frá Ís­landi. Í heim­ild­ar­mynd sem sænska sjón­varp­ið sýndi ný­lega er birt mynd­band af rann­sókn á And­emariam Beyene á Land­spít­al­an­um sem tek­ið var upp fyr­ir heim­ild­ar­mynd El­ín­ar Hirst um stofn­frumu­rann­sókn­ir.

Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans
Þegar sagt var aðgerðin hefði heppnast Rektor Karolinska Institutet hefur nú sagt af sér út af Macchiarini-hneykslinu. Málið tengist Íslandi með ýmis konar hætti en myndband af rannsókn á fyrsta plastbarkaþeganum í heiminum, sem tekið var upp á Landspítalanum, er lykilgagn í málinu. Andemariam Beyene sést hér með Paolo Macchiarini og Tómasi Guðbjartssyni á málþingi í Háskóla Íslands frá sumrinu 2012 þegar talað var um að aðgerðin á Andemariam hefði verið vel heppnuð. Mynd: Skjáskot úr Experimenten á SVT

Rektor háskólans Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Anders Hamsten, hefur sagt af sér vegna Macchiarini-málsins svokallaða. Hann greinir frá þessu í grein í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter á morgun, laugardag, en greinin var birt á vefsvæði blaðsins klukkan tólf á miðnætti aðfaranótt laugardagsins.

Afhjúpandi myndband

Í greininni vísar Hamsten til gagna, upplýsinga frá Íslandi sem einni af helstu ástæðunum fyrir því að hann ákveður að segja af sér en þau gögn eru talin renna stoðum undir að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli í rannsóknum sínum á plastbörkum.

Hvaða upplýsingar þetta eru liggur ekki fyrir en hugsanlegt er að um sé að ræða myndband sem tekið var upp á Landspítalanum og eða önnur gögn sem tengjast þeirri rannsókn eða öðrum sem gerðar voru á Andemariam á Íslandi. Hugsanlegt er jafnvel að Landspítalinn hafi látið Karolinska Institutet í té einhverjar upplýsingar úr sjúkrasögu Andemariams Beyene sem þótt hafa mikilvægar en í svari frá Landspítalanum til Stundarinnar hefur komið fram að sjúkrahúsið aðstoði við rannsókn málsins: „Landspítali er nú þegar í samstarfi við rannsóknaraðila málsins erlendis.“

Myndbandið sem um ræðir var tekið upp á Landspítalanum þann 16. ágúst 2011 vegna heimildarmyndar sem núverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, gerði um stofnfrumur en hún vann við fjölmiðla um árabil áður en hún settist á þing. Á myndbandinu sést fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum, Andemariam Beyene, Erítreumaður sem búsettur var á Íslandi, í berkjuskoðun á Landspítalanum hjá læknunum Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni. Tveimur mánuðum áður hafði Andemariam Beyene gengist undir aðgerð hjá Paolo Macchiarini á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi en auk ítalans var Tómas Guðbjartsson einn af skurðlæknunum sem framkvæmdi aðgerðina þar sem plastbarki var græddur í hann. Heimildarmynd Elínar Hirst má horfa á hér á Youtube.

Myndbandið af berkjuspegluninni sem notað var að hluta til í heimildarmynd Elínar var sýnt í heimildarmynd í þremur hlutum sem sænski blaðamaðurinn Bosse Lindqist hjá sænska ríkisssjónvarpinu sýndi í Svíþjóð nú fyrir skömmu. Tekið skal fram að miklu meira er sýnt af barkaspegluninni í heimildarmynd Bosse Lindqvist en í heimildarmynd Elínar Hirst enda fjallaði heimildarmynd hennar bara að hluta til um plastbarkaaðgerðina á Andemariam Beyene. Þessi sænska heimildarmynd hefur leitt af sér þá umræðu um Paolo Macchiarini og rannsóknaraðferðir hans og aðgerðir sem aftur hefur leitt til afsagnar rektorsins. Hér er hægt er að horfa á heimildarmyndina á milli landa á vefsvæði sænska ríkissjónvarpsins.

Segir af sér
Segir af sér Anders Hamstein hefur sagt af sér sem rektor Karoinska Institutet og vísar meðal annars til upplýsinga frá Íslandi sem hluta ástæðunnar.

„Á miðvikudaginn fengum við aðra mynd af tíma fyrsta sjúklingsins á Íslandi“

Önnur mynd vegna gagna frá Íslandi „á miðvikudaginn“

Orðrétt segir Hamstein í greininni: „Síðustu daga hefur það orðið ljóst að þær forsendur sem lágu til grundvallar þegar málið var rannsakað voru ófullnægjandi. Á miðvikudaginn fengum við aðra mynd af tíma fyrsta sjúklingsins á Íslandi eftir aðgerðina en hans tilfelli liggur til grundvallar í nokkrum vísindagreinum Macchiarinis. Karolinska Institutet hefur einnig fengið upplýsingar um að alvarlegar gallar séu í grein sem lýsir tilraunum með gervibarka sem gerðar voru á rottum. Þessar upplýsingar eru alveg nýjar fyrir KI [Karolinska Institutet], en það er margt sem bendir til að breyta þurfi niðurstöðu KI frá því síðasta sumar í að ónákvæmni í rannsóknum hafi átt sér stað, sem á hversdagssænsku þýðir augljóst fúsk í rannsóknum.“ Hann segir hafa „metið Paolo Macchiarini með nánast fullkomlega röngum hætti“ og að Karolinska Institutet hefði átt að klippa á tengsl sín við ítalska skurðlækninn fyrir löngu.

Upplýsingarnar leiddu til annarrar niðurstöðu

Þegar umrædd niðurstaða KI um að að Paolo Macchiarinis hefði ekki gerst sekur um misferli lá fyrir í fyrra sagði Tómas Guðbjartsson að niðurstaða skólans væri „áfellisdómur“ yfir rannsókn sem óháði rannsakandinn Bengt Gerdin gerði á rannsóknaraðferðum Macchiarinis og vísindagreinum hans en Gerdin sagði Macchiarini hafa gerst sekan um misferli í rannsóknum sínum. Tómas gagnrýndi meðal annars að ekkert samráð hefði verið haft við hann og íslenska aðila við rannsókn málsins. Tómas hafði sent gögn til Karolinska Institut í fyrra áður en háskólinn komst að sinni niðurstöðu. Þau gögn lágu meðal annars til grundvallar þegar háskólinn komst að annarri niðurstöðu í lok ágúst í fyrra en Gerdin og hélt því fram að Macchiarini hefði ekki gerst sekur um misferli í rannsóknum.

Nú hafa upplýsingar, gögn frá Íslandi hins vegar leitt til þess að rektor Karolinska telur Macchiarini sannarlega hafa gerst sekan um vísindalegt misferli. Þessi niðurstaða gefur tilefni til að ætla að vitneskja Hamstens um rannsóknir Macchiarinis sé það góð að líklegt megi telja að niðurstaðrar annarrar óháðrar rannsóknar á Macchiarini-málinu sem háskólinn lætur gera verði að misferli hafi átt sér stað. Niðurstaðan úr þeirri rannsókn verður kynnt í sumar í fyrsta lagi.

Gögn, upplýsingar um Andemariam Beyene hafa því átt þátt í því annars vegar að leiða til þess í fyrra Macchiarini var ekki talin hafa gerst sekur um vísindalegt misferli en nú leiða gögn frá Íslandi um Andemariam Beyene til þess að rektor Karolinska Institutet kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé sannarlega sekur um misferli. 

„Ekki eins og eðlilegur barki“

Macchiarini og Tómas töluðu með ólíkum hætti um plastbarkann

Í heimildarmynd sænska ríkissjónvarpsins ber blaðamaðurinn Bosse Lindqvist myndbandið af rannsókninni á hálsi Andemariams Beyene saman við orðalag Paolo Macchiarinis í grein um aðgerðina á honum sem birt var í læknatímaritinu Lancet í nóvember 2011. Þar kom fram að öndunarvegur Andemariams hefði verið „næstum því eðlilegur“ fimm mánuðum frá aðgerðinni. Myndbandið frá Íslandi eftir tvo mánuði sýnir hins vegar að öndunarvegurinn var langt frá því að vera „næstum því eðlilegur“ en í heimildarmynd Elínar Hirst segir Tómas Guðbjartsson um stöðuna á hálsi Andemariams að barkinn sé „ekki eins og eðlilegur barki“. Markmiðið var að nota stofnfrumur til að gera barkann að því sem næst eðlilegum barka eins og Tómas útskýrði í myndinni í viðtali við Elínu: „En þegar maður tekur töngina og kroppar í vegginn þá sérðu að það fer að blæða og þegar þú skoðar það í smásjá þá sérðu að það eru þarna öndunarfærafrumur sem eru að þekja gervilíffæri úr plasti.“ Með orðum sínum var Tómas að vísa til berkjurannsóknarinnar sem hann og Óskar Einarsson gerðu í ágúst 2011.  

Tómas notaði því annað orðalag til að lýsa plastbarkanum en Paolo Macchiarini gerði síðar í Lancet-greininni þegar hann lýsti mati sínu á stöðu barkans eftir fimm mánuði. Tómas og Óskar voru hins vegar meðhöfundar greinarinnar sem Macchiarini er aðalhöfundurinn að þar sem barkanum var lýst sem „næstum því eðlilegum“ eftir fimm mánuði. Sem meðhöfundar bera þeir ábyrgð á því sem kemur fram í greininni og er þetta sérstaklega tekið fram í greininni. Ekki liggur hvort og þá hvenær þeir Óskar og Tómas lásu greinina sem birt var í Lancet. 

Nú liggur fyrir að sú stofnfrumuaðferð sem notuð var á Andemariam virkar ekki og hafa að minnsta kosti fimm aðrar manneskjur dáið sem fengu græddan í sig plastbarka með sömu aðferð. Í grein sinni vísar Hamsten einnig til rannsókna á rottum sem ástæðu fyrir afsögn sinni. Þarna er Hamsten að vísa til þess að fyrst ári eftir aðgerðina á Andemariam var plastbarkaaðgerðin prófuð á rottum. Aðferðin virkaði heldur ekki á rottur en Macchiarini skrifaði samt í vísindagrein að rannsóknirnar hefðu sýnt að líkami rottunnar hefði tekið við barkanum líkt og eðlilegu líffæri. Einn af læknunum sem gerði þessa rannsókn á rottunni bað um að nafn hans yrði ekki á greininni um rotturannsóknina þar sem hann vissi að niðurstöður hennar voru falsaðar. 

Miklvægt myndband
Miklvægt myndband Myndbandið af berkjuspegluninni sem tekið var upp vegna heimildarmyndar Elínar Hirst um stofnfrumurannsóknir er miklvægt og afhjúpandi gagn í Macchiarini-málinu.

Niðurstöður úr annarri berkjuspeglun liggja ekki fyrir

Óskar og Tómas gerðu aðra berkjuspeglun á Andemariam í október 2011, rúmum mánuði áður en greinin með þessari lýsingu Paolo Macchiarinis var birt. Niðurstöðurnar úr þessari berkjuspeglun hafa ekki verið gerðar opinberar en því liggur ekki fyrir hvað þeir Óskar og Tómas sáu í rannsókninni þá. Í heimildarmyndinni hja sænska ríkissjónvarpinu kemur hins vegar fram að eftir átta mánuði var sett stoðnet í háls Andemariams Beyene til að hjálpa honum að anda. Paolo Macchiarini vissi um stoðnetið þar sem hann var viðstaddur þegar það var sett í Andemariam en sagði ekki frá því í grein sem hann skrifaði um aðgerðina á Andemariam eftir að þetta var gert og þetta kom heldur ekki fram í umræðu í tengslum við málþing í Háskóla Íslands um sumarið 2012 þar sem barkaaðgerðinni á Andemariam var lýst sem vel heppnaðri. Um svipað leyti og málþingið var haldið lá líka fyrir að stofnfrumumeðferðin virkaði ekki við ígræðslu plastbarka í rottur. 

Landspítalinn hefur hafnað beiðni Stundarinnar um að blaðið fái aðgang að niðurstöðunum úr þeirri berkjuspeglun sem gerð var í október 2011 en hún gæti varpað enn frekara ljósi á hvernig staðan á plastbarkanum var í raun þá og hversu nálægt sannleikanum lýsing Macchiarinis á plastbarkanum í Lancet-greininni var. Þá liggur ekki fyrir hver vitneskja Tómasar var um stöðuna á plastbarka Andemariams; hvenær hann vissi að stofnfrumuþáttur aðgerðinnar hefði mistekist, að plastbarkinn yrði ekki hluti af líkama Andemariams Beyne líkt og markmiðið var og hvenær meðferð Erítreumannsins byrjaði í raun að vera líknandi meðferð . Tómas hefur ekki svarað beiðni Stundarinnar um viðtal. Óskar Einarsson vildi ekki ræða málið við Stundina í vikunni.

Taldi aðgerðina hafa tekist vel

Í viðtali við Fréttablaðið í fyrra sagði Tómas að það væri ennþá hans mat að aðgerðin á Andemariam hefði heppnast vel: „Ég er bara alls ekki sammála því. Ég held að þessi aðgerð hafi tekist vel. Það komu upp vandkvæði og það var viðbúið, því svona aðgerð hafði aldrei verið gerð áður í heiminum. Fólk gleymir því að þegar þessi ákvörðun um aðgerð var tekin þá voru lífshorfur hans mældar í einhverjum vikum. Hann náði þó þremur árum. Síðasta árið var dálítið erfitt. En hann átti mjög gott fyrsta ár, gat klárað sitt háskólanám, Hann gat hugsað um sína fjölskyldu, starfað hjá Isor. Þetta finnst mér hafa gleymst í þessari harkalegu umræðu sem hefur verið núna í sumar.“

Eitt af því deilt er á í heimilarmynd Bosse Lindqvist er það mat að Andemariam Beyene hafi aðeins átt vikur eða mánuði eftir og því hafi aðgerðin var nauðsynleg og réttlætanleg. Um þetta atriði verður örugglega fjallað í rannsókn Karolinska Institutet á Macchiarini-málinu. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár