Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans

Rektor Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi, And­ers Ham­sten, hef­ur sagt sér út af Macchi­ar­ini-mál­inu. Ein af ástæð­un­um fyr­ir breyttri sýn hans á Macchi­ar­ini-mál­ið eru gögn með upp­lýs­ing­um frá Ís­landi. Í heim­ild­ar­mynd sem sænska sjón­varp­ið sýndi ný­lega er birt mynd­band af rann­sókn á And­emariam Beyene á Land­spít­al­an­um sem tek­ið var upp fyr­ir heim­ild­ar­mynd El­ín­ar Hirst um stofn­frumu­rann­sókn­ir.

Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans
Þegar sagt var aðgerðin hefði heppnast Rektor Karolinska Institutet hefur nú sagt af sér út af Macchiarini-hneykslinu. Málið tengist Íslandi með ýmis konar hætti en myndband af rannsókn á fyrsta plastbarkaþeganum í heiminum, sem tekið var upp á Landspítalanum, er lykilgagn í málinu. Andemariam Beyene sést hér með Paolo Macchiarini og Tómasi Guðbjartssyni á málþingi í Háskóla Íslands frá sumrinu 2012 þegar talað var um að aðgerðin á Andemariam hefði verið vel heppnuð. Mynd: Skjáskot úr Experimenten á SVT

Rektor háskólans Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Anders Hamsten, hefur sagt af sér vegna Macchiarini-málsins svokallaða. Hann greinir frá þessu í grein í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter á morgun, laugardag, en greinin var birt á vefsvæði blaðsins klukkan tólf á miðnætti aðfaranótt laugardagsins.

Afhjúpandi myndband

Í greininni vísar Hamsten til gagna, upplýsinga frá Íslandi sem einni af helstu ástæðunum fyrir því að hann ákveður að segja af sér en þau gögn eru talin renna stoðum undir að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli í rannsóknum sínum á plastbörkum.

Hvaða upplýsingar þetta eru liggur ekki fyrir en hugsanlegt er að um sé að ræða myndband sem tekið var upp á Landspítalanum og eða önnur gögn sem tengjast þeirri rannsókn eða öðrum sem gerðar voru á Andemariam á Íslandi. Hugsanlegt er jafnvel að Landspítalinn hafi látið Karolinska Institutet í té einhverjar upplýsingar úr sjúkrasögu Andemariams Beyene sem þótt hafa mikilvægar en í svari frá Landspítalanum til Stundarinnar hefur komið fram að sjúkrahúsið aðstoði við rannsókn málsins: „Landspítali er nú þegar í samstarfi við rannsóknaraðila málsins erlendis.“

Myndbandið sem um ræðir var tekið upp á Landspítalanum þann 16. ágúst 2011 vegna heimildarmyndar sem núverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, gerði um stofnfrumur en hún vann við fjölmiðla um árabil áður en hún settist á þing. Á myndbandinu sést fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum, Andemariam Beyene, Erítreumaður sem búsettur var á Íslandi, í berkjuskoðun á Landspítalanum hjá læknunum Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni. Tveimur mánuðum áður hafði Andemariam Beyene gengist undir aðgerð hjá Paolo Macchiarini á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi en auk ítalans var Tómas Guðbjartsson einn af skurðlæknunum sem framkvæmdi aðgerðina þar sem plastbarki var græddur í hann. Heimildarmynd Elínar Hirst má horfa á hér á Youtube.

Myndbandið af berkjuspegluninni sem notað var að hluta til í heimildarmynd Elínar var sýnt í heimildarmynd í þremur hlutum sem sænski blaðamaðurinn Bosse Lindqist hjá sænska ríkisssjónvarpinu sýndi í Svíþjóð nú fyrir skömmu. Tekið skal fram að miklu meira er sýnt af barkaspegluninni í heimildarmynd Bosse Lindqvist en í heimildarmynd Elínar Hirst enda fjallaði heimildarmynd hennar bara að hluta til um plastbarkaaðgerðina á Andemariam Beyene. Þessi sænska heimildarmynd hefur leitt af sér þá umræðu um Paolo Macchiarini og rannsóknaraðferðir hans og aðgerðir sem aftur hefur leitt til afsagnar rektorsins. Hér er hægt er að horfa á heimildarmyndina á milli landa á vefsvæði sænska ríkissjónvarpsins.

Segir af sér
Segir af sér Anders Hamstein hefur sagt af sér sem rektor Karoinska Institutet og vísar meðal annars til upplýsinga frá Íslandi sem hluta ástæðunnar.

„Á miðvikudaginn fengum við aðra mynd af tíma fyrsta sjúklingsins á Íslandi“

Önnur mynd vegna gagna frá Íslandi „á miðvikudaginn“

Orðrétt segir Hamstein í greininni: „Síðustu daga hefur það orðið ljóst að þær forsendur sem lágu til grundvallar þegar málið var rannsakað voru ófullnægjandi. Á miðvikudaginn fengum við aðra mynd af tíma fyrsta sjúklingsins á Íslandi eftir aðgerðina en hans tilfelli liggur til grundvallar í nokkrum vísindagreinum Macchiarinis. Karolinska Institutet hefur einnig fengið upplýsingar um að alvarlegar gallar séu í grein sem lýsir tilraunum með gervibarka sem gerðar voru á rottum. Þessar upplýsingar eru alveg nýjar fyrir KI [Karolinska Institutet], en það er margt sem bendir til að breyta þurfi niðurstöðu KI frá því síðasta sumar í að ónákvæmni í rannsóknum hafi átt sér stað, sem á hversdagssænsku þýðir augljóst fúsk í rannsóknum.“ Hann segir hafa „metið Paolo Macchiarini með nánast fullkomlega röngum hætti“ og að Karolinska Institutet hefði átt að klippa á tengsl sín við ítalska skurðlækninn fyrir löngu.

Upplýsingarnar leiddu til annarrar niðurstöðu

Þegar umrædd niðurstaða KI um að að Paolo Macchiarinis hefði ekki gerst sekur um misferli lá fyrir í fyrra sagði Tómas Guðbjartsson að niðurstaða skólans væri „áfellisdómur“ yfir rannsókn sem óháði rannsakandinn Bengt Gerdin gerði á rannsóknaraðferðum Macchiarinis og vísindagreinum hans en Gerdin sagði Macchiarini hafa gerst sekan um misferli í rannsóknum sínum. Tómas gagnrýndi meðal annars að ekkert samráð hefði verið haft við hann og íslenska aðila við rannsókn málsins. Tómas hafði sent gögn til Karolinska Institut í fyrra áður en háskólinn komst að sinni niðurstöðu. Þau gögn lágu meðal annars til grundvallar þegar háskólinn komst að annarri niðurstöðu í lok ágúst í fyrra en Gerdin og hélt því fram að Macchiarini hefði ekki gerst sekur um misferli í rannsóknum.

Nú hafa upplýsingar, gögn frá Íslandi hins vegar leitt til þess að rektor Karolinska telur Macchiarini sannarlega hafa gerst sekan um vísindalegt misferli. Þessi niðurstaða gefur tilefni til að ætla að vitneskja Hamstens um rannsóknir Macchiarinis sé það góð að líklegt megi telja að niðurstaðrar annarrar óháðrar rannsóknar á Macchiarini-málinu sem háskólinn lætur gera verði að misferli hafi átt sér stað. Niðurstaðan úr þeirri rannsókn verður kynnt í sumar í fyrsta lagi.

Gögn, upplýsingar um Andemariam Beyene hafa því átt þátt í því annars vegar að leiða til þess í fyrra Macchiarini var ekki talin hafa gerst sekur um vísindalegt misferli en nú leiða gögn frá Íslandi um Andemariam Beyene til þess að rektor Karolinska Institutet kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé sannarlega sekur um misferli. 

„Ekki eins og eðlilegur barki“

Macchiarini og Tómas töluðu með ólíkum hætti um plastbarkann

Í heimildarmynd sænska ríkissjónvarpsins ber blaðamaðurinn Bosse Lindqvist myndbandið af rannsókninni á hálsi Andemariams Beyene saman við orðalag Paolo Macchiarinis í grein um aðgerðina á honum sem birt var í læknatímaritinu Lancet í nóvember 2011. Þar kom fram að öndunarvegur Andemariams hefði verið „næstum því eðlilegur“ fimm mánuðum frá aðgerðinni. Myndbandið frá Íslandi eftir tvo mánuði sýnir hins vegar að öndunarvegurinn var langt frá því að vera „næstum því eðlilegur“ en í heimildarmynd Elínar Hirst segir Tómas Guðbjartsson um stöðuna á hálsi Andemariams að barkinn sé „ekki eins og eðlilegur barki“. Markmiðið var að nota stofnfrumur til að gera barkann að því sem næst eðlilegum barka eins og Tómas útskýrði í myndinni í viðtali við Elínu: „En þegar maður tekur töngina og kroppar í vegginn þá sérðu að það fer að blæða og þegar þú skoðar það í smásjá þá sérðu að það eru þarna öndunarfærafrumur sem eru að þekja gervilíffæri úr plasti.“ Með orðum sínum var Tómas að vísa til berkjurannsóknarinnar sem hann og Óskar Einarsson gerðu í ágúst 2011.  

Tómas notaði því annað orðalag til að lýsa plastbarkanum en Paolo Macchiarini gerði síðar í Lancet-greininni þegar hann lýsti mati sínu á stöðu barkans eftir fimm mánuði. Tómas og Óskar voru hins vegar meðhöfundar greinarinnar sem Macchiarini er aðalhöfundurinn að þar sem barkanum var lýst sem „næstum því eðlilegum“ eftir fimm mánuði. Sem meðhöfundar bera þeir ábyrgð á því sem kemur fram í greininni og er þetta sérstaklega tekið fram í greininni. Ekki liggur hvort og þá hvenær þeir Óskar og Tómas lásu greinina sem birt var í Lancet. 

Nú liggur fyrir að sú stofnfrumuaðferð sem notuð var á Andemariam virkar ekki og hafa að minnsta kosti fimm aðrar manneskjur dáið sem fengu græddan í sig plastbarka með sömu aðferð. Í grein sinni vísar Hamsten einnig til rannsókna á rottum sem ástæðu fyrir afsögn sinni. Þarna er Hamsten að vísa til þess að fyrst ári eftir aðgerðina á Andemariam var plastbarkaaðgerðin prófuð á rottum. Aðferðin virkaði heldur ekki á rottur en Macchiarini skrifaði samt í vísindagrein að rannsóknirnar hefðu sýnt að líkami rottunnar hefði tekið við barkanum líkt og eðlilegu líffæri. Einn af læknunum sem gerði þessa rannsókn á rottunni bað um að nafn hans yrði ekki á greininni um rotturannsóknina þar sem hann vissi að niðurstöður hennar voru falsaðar. 

Miklvægt myndband
Miklvægt myndband Myndbandið af berkjuspegluninni sem tekið var upp vegna heimildarmyndar Elínar Hirst um stofnfrumurannsóknir er miklvægt og afhjúpandi gagn í Macchiarini-málinu.

Niðurstöður úr annarri berkjuspeglun liggja ekki fyrir

Óskar og Tómas gerðu aðra berkjuspeglun á Andemariam í október 2011, rúmum mánuði áður en greinin með þessari lýsingu Paolo Macchiarinis var birt. Niðurstöðurnar úr þessari berkjuspeglun hafa ekki verið gerðar opinberar en því liggur ekki fyrir hvað þeir Óskar og Tómas sáu í rannsókninni þá. Í heimildarmyndinni hja sænska ríkissjónvarpinu kemur hins vegar fram að eftir átta mánuði var sett stoðnet í háls Andemariams Beyene til að hjálpa honum að anda. Paolo Macchiarini vissi um stoðnetið þar sem hann var viðstaddur þegar það var sett í Andemariam en sagði ekki frá því í grein sem hann skrifaði um aðgerðina á Andemariam eftir að þetta var gert og þetta kom heldur ekki fram í umræðu í tengslum við málþing í Háskóla Íslands um sumarið 2012 þar sem barkaaðgerðinni á Andemariam var lýst sem vel heppnaðri. Um svipað leyti og málþingið var haldið lá líka fyrir að stofnfrumumeðferðin virkaði ekki við ígræðslu plastbarka í rottur. 

Landspítalinn hefur hafnað beiðni Stundarinnar um að blaðið fái aðgang að niðurstöðunum úr þeirri berkjuspeglun sem gerð var í október 2011 en hún gæti varpað enn frekara ljósi á hvernig staðan á plastbarkanum var í raun þá og hversu nálægt sannleikanum lýsing Macchiarinis á plastbarkanum í Lancet-greininni var. Þá liggur ekki fyrir hver vitneskja Tómasar var um stöðuna á plastbarka Andemariams; hvenær hann vissi að stofnfrumuþáttur aðgerðinnar hefði mistekist, að plastbarkinn yrði ekki hluti af líkama Andemariams Beyne líkt og markmiðið var og hvenær meðferð Erítreumannsins byrjaði í raun að vera líknandi meðferð . Tómas hefur ekki svarað beiðni Stundarinnar um viðtal. Óskar Einarsson vildi ekki ræða málið við Stundina í vikunni.

Taldi aðgerðina hafa tekist vel

Í viðtali við Fréttablaðið í fyrra sagði Tómas að það væri ennþá hans mat að aðgerðin á Andemariam hefði heppnast vel: „Ég er bara alls ekki sammála því. Ég held að þessi aðgerð hafi tekist vel. Það komu upp vandkvæði og það var viðbúið, því svona aðgerð hafði aldrei verið gerð áður í heiminum. Fólk gleymir því að þegar þessi ákvörðun um aðgerð var tekin þá voru lífshorfur hans mældar í einhverjum vikum. Hann náði þó þremur árum. Síðasta árið var dálítið erfitt. En hann átti mjög gott fyrsta ár, gat klárað sitt háskólanám, Hann gat hugsað um sína fjölskyldu, starfað hjá Isor. Þetta finnst mér hafa gleymst í þessari harkalegu umræðu sem hefur verið núna í sumar.“

Eitt af því deilt er á í heimilarmynd Bosse Lindqvist er það mat að Andemariam Beyene hafi aðeins átt vikur eða mánuði eftir og því hafi aðgerðin var nauðsynleg og réttlætanleg. Um þetta atriði verður örugglega fjallað í rannsókn Karolinska Institutet á Macchiarini-málinu. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár