Afklæddir Palestínumenn barðir og niðurlægðir af Ísraelsher

Tug­ir manna voru hand­tekn­ir í að­gerð­um Ísra­els­hers, neydd­ir til að af­klæð­ast og krjúpa á jörð­inni. Ísra­els­her seg­ir hand­tekna vera með­limi Ham­as, en með­al hand­tek­inna eru blaða­mað­ur, lækn­ar og aldr­að­ir.

Afklæddir Palestínumenn barðir og niðurlægðir af Ísraelsher
Afkæddir palestínskir fangar Tugir palestínskra karlmanna voru handteknir í gær, barðir og neyddir til að afklæðast.

Myndir af klæðalitlum palestínskum mönnum krjúpandi á jörðinni, umkringdir ísraelskum hermönnum með byssur, hafa dreifst víða í dag og í gær um samfélagsmiðla. Myndirnar eru frá því í gær og sýna fjöldahandtökur karlmanna frá Palestínu af Ísraelsher.

Tugir hafa verið handteknir að sögn ísraelskra hernaðaryfirvalda í aðgerð sem átti sér stað á Norður-Gasa. Mennirnir voru handteknir í Jabalia-flóttamannabúðunum og á nærliggjandi svæðum. Ísraelsher hefur ekki gefið skýringar á aðgerðinni, né staðfest hvort að um meðlimi Hamas eða almenna borgara sé að ræða.

Palestínskir fangar umkringdir hermönnum Ísraelshers

Blaðamaður Al Jazeera, Dima Khatib, deilir myndbandi af handteknu mönnunum á samfélagsmiðlinum X og segir að meðal þeirra beri hún kennsl á blaðamaðinn Diaa Al Kahlout. Hann hafi ekki flúið til suðurs þar sem hann hafi þurft að sjá um aldraða móður sína og barn með fötlun, sem hafi ekki getað rýmt svæðið. Kahlout er blaðamaður fréttamiðilsins The New Arab, …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Enda fordæma Bandaríkjamenn ekki þessar aðfarir né annað sem Ísraelsmenn gera.
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Man ekki einhver eftir Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, sem bandaríski herinn notaði til að niðurlægja nakta fanga sína?
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Fyrrum fórnarlömb nasista umbreytst í sömu skrímslin. Þyngra en tárum taki að sjá þetta gerast, ísraelsmenn eru algjörlega heillum horfnir.
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Ljótt er ef satt reynist
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta er bara seinni Helförin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár