Myndir af klæðalitlum palestínskum mönnum krjúpandi á jörðinni, umkringdir ísraelskum hermönnum með byssur, hafa dreifst víða í dag og í gær um samfélagsmiðla. Myndirnar eru frá því í gær og sýna fjöldahandtökur karlmanna frá Palestínu af Ísraelsher.
Tugir hafa verið handteknir að sögn ísraelskra hernaðaryfirvalda í aðgerð sem átti sér stað á Norður-Gasa. Mennirnir voru handteknir í Jabalia-flóttamannabúðunum og á nærliggjandi svæðum. Ísraelsher hefur ekki gefið skýringar á aðgerðinni, né staðfest hvort að um meðlimi Hamas eða almenna borgara sé að ræða.
Blaðamaður Al Jazeera, Dima Khatib, deilir myndbandi af handteknu mönnunum á samfélagsmiðlinum X og segir að meðal þeirra beri hún kennsl á blaðamaðinn Diaa Al Kahlout. Hann hafi ekki flúið til suðurs þar sem hann hafi þurft að sjá um aldraða móður sína og barn með fötlun, sem hafi ekki getað rýmt svæðið. Kahlout er blaðamaður fréttamiðilsins The New Arab, …
Athugasemdir (5)