Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Afklæddir Palestínumenn barðir og niðurlægðir af Ísraelsher

Tug­ir manna voru hand­tekn­ir í að­gerð­um Ísra­els­hers, neydd­ir til að af­klæð­ast og krjúpa á jörð­inni. Ísra­els­her seg­ir hand­tekna vera með­limi Ham­as, en með­al hand­tek­inna eru blaða­mað­ur, lækn­ar og aldr­að­ir.

Afklæddir Palestínumenn barðir og niðurlægðir af Ísraelsher
Afkæddir palestínskir fangar Tugir palestínskra karlmanna voru handteknir í gær, barðir og neyddir til að afklæðast.

Myndir af klæðalitlum palestínskum mönnum krjúpandi á jörðinni, umkringdir ísraelskum hermönnum með byssur, hafa dreifst víða í dag og í gær um samfélagsmiðla. Myndirnar eru frá því í gær og sýna fjöldahandtökur karlmanna frá Palestínu af Ísraelsher.

Tugir hafa verið handteknir að sögn ísraelskra hernaðaryfirvalda í aðgerð sem átti sér stað á Norður-Gasa. Mennirnir voru handteknir í Jabalia-flóttamannabúðunum og á nærliggjandi svæðum. Ísraelsher hefur ekki gefið skýringar á aðgerðinni, né staðfest hvort að um meðlimi Hamas eða almenna borgara sé að ræða.

Palestínskir fangar umkringdir hermönnum Ísraelshers

Blaðamaður Al Jazeera, Dima Khatib, deilir myndbandi af handteknu mönnunum á samfélagsmiðlinum X og segir að meðal þeirra beri hún kennsl á blaðamaðinn Diaa Al Kahlout. Hann hafi ekki flúið til suðurs þar sem hann hafi þurft að sjá um aldraða móður sína og barn með fötlun, sem hafi ekki getað rýmt svæðið. Kahlout er blaðamaður fréttamiðilsins The New Arab, …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Enda fordæma Bandaríkjamenn ekki þessar aðfarir né annað sem Ísraelsmenn gera.
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Man ekki einhver eftir Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, sem bandaríski herinn notaði til að niðurlægja nakta fanga sína?
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Fyrrum fórnarlömb nasista umbreytst í sömu skrímslin. Þyngra en tárum taki að sjá þetta gerast, ísraelsmenn eru algjörlega heillum horfnir.
    0
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Ljótt er ef satt reynist
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta er bara seinni Helförin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár