Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Pressa í hádeginu: „Aldrei nokkurn tíma séð svona hrikalegar aðstæður“

Morten Rostrup, norsk­ur lækn­ir sem starf­að hef­ur á flest­um átaka­svæð­um í heim­in­um á veg­um Lækna án landa­mæra síð­ustu tæpu þrjá­tíu ár, seg­ist aldrei hafa séð ann­an eins hryll­ing og á Gaza. „Þessu verð­ur að ljúka. Núna,“ seg­ir Morten um loft­árás­ir Ísra­els­hers.

<span>Pressa í hádeginu:</span> „Aldrei nokkurn tíma séð svona hrikalegar aðstæður“
Við getum ekki horft upp á þetta lengur Morten Rostrup hefur starfað sem læknir á flestum átakasvæðum í heiminum frá því árið 1996 en segir að hvergi hafi ástandið verið jafn skelfilegt og á Gaza síðustu vikur. Tvær milljónir séu fastar á átakasvæði undir stöðugum árásum og geta ekki flúið ,,Við getum ekki horft uppá þetta lengur. Þetta er hræðilegt. Þessu verður að ljúka. Núna." Mynd: úr einkasafni

Morten Rostrup var staddur í Osló þegar Pressa náði tali af honum en hann hefur verið í reglulegum samskiptum við samstarfsfólk sitt sem starfar á Gaza síðustu tvo mánuði.

Morten segir að á miðvikudag hafi hann fengið upplýsingar um að öllum vegum sem liggja að Al-Aqsa sjúkrahúsinu, sem er á miðri Gazaströndinni, hafi verið lokað. Því hafi ekki verið hægt að koma þangað lyfjum, vatni, mat eða eldsneyti sem knýr rafmagnið þar. „Við erum í hættu á að klára eldsneytið algerlega. Fólk í öndunarvélum mun deyja,“ segir Morten Rostrup.

Særð palestínsk börn bíða eftir læknisaðstoðMyndin var tekin 5. desember á Nasser spítalanum í Khan Yunis á Gaza.

Hætta á útbreiðslu sjúkdóma

Hann segir að um helmingur sjúklinga, sem koma á heilsugæslustöðvar þar sem starfsfólk Lækna án landamæra starfar, séu börn yngri en fimm ára, „Við erum með marga sjúklinga á barnsaldri með brunasár, alvarleg brunasár.“

Þá séu sjúkdómar þegar farnir að breiðast út enda séu þrengslin yfirgengileg, fólk geti ekkert flúið, sé innilokað. „Það er mikil hætta á útbreiðslu sjúkdóma því að smit dreifast hratt,“ segir Morten og bætir við að ónæmiskerfi fólks á svæðinu sé afar veikburða „sem er afleiðing þessa grimma hernaðar í tvo mánuði“.

Morten segist hafa unnið á flestum stríðssvæðum í heiminum síðan árið 1996.

„Ég hef unnið í Írak, ég hef unnið í Sýrlandi, ég hef unnið í Afganistan, ég hef unnið í Líbíu.“ Aldrei hafi hann þó séð jafnskelfilegt ástand og ríki á Gaza. „Ég hef aldrei séð svona ástand þar sem tvær milljónir manna eru innilokuð á stríðssvæði þar sem eru látlausar sprengjuárásir.“

„Hvar er þrýstingurinn á Ísrael að stöðva þessar ómannúðlegu sprengjuárásir á saklausa borgara?“

Á flestum átakasvæðum, segir Morten, hafi fólk að minnsta kosti þann möguleika að flýja. „Þannig að ég verð að segja að á mínum 27 ára ferli, starfandi á stríðssvæðum, hef ég aldrei séð svona hrikalegar aðstæður. Og þetta er í gangi dag eftir dag og heimurinn fylgist með. Horfir á sjónvarpið og sér þetta, og hvar er þrýstingurinn á Ísrael að stöðva þessar ómannúðlegu sprengjuárásir á saklausa borgara?“

Á dagskrá Pressu

Viðtalið við Morten Rostrup verður sýnt í heild sinni í dag, föstudag, í þættinum Pressu, sem er á dagskrá í hádeginu alla föstudaga. Í kjölfar þess verða Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, í pallborðsumræðu í beinni útsendingu til að ræða málefni Palestínu.

Í síðari hluta Pressu verður svo viðtal við Guðlaug Þór Þórðarsson umhverfisráðherra, sem talar frá Sameinuðu arabísuku furstadæmunum, þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir, og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, segir frá hver raunveruleg þróun hlýnandi veðurfars hefur verið. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar sem kom af loftslagsráðstefnunni í nótt, Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfisnefndar Alþingis, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, ræða svo loftslagsmálin í beinni útsendingu.

Útsendingu Pressu seinkar í dag til 13.00 vegna tæknilegra ástæðna.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Slá samstarf ekki út af borðinu
Fréttir

Slá sam­starf ekki út af borð­inu

Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti hjá Mið­flokkn­um og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segj­ast ekki reiðu­bún­ir að slá hugs­an­legt sam­starf á milli flokk­anna tveggja af borð­inu. Snorri og Jó­hann Páll mættu í Pressu ásamt Lenyu Rún Taha Karim, odd­vita Pírata í Reykja­vík, til þess að ræða áhersl­ur sín­ar og stefn­ur í að­drag­anda kosn­inga. Lenya Rún taldi ólík­legt að Pírat­ar gætu mynd­að stjórn með Mið­flokkn­um.
Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“
FréttirPressa

Sympa­tísk­ari gagn­vart Sig­mundi eft­ir því sem „hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár