Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pressa í hádeginu: „Aldrei nokkurn tíma séð svona hrikalegar aðstæður“

Morten Rostrup, norsk­ur lækn­ir sem starf­að hef­ur á flest­um átaka­svæð­um í heim­in­um á veg­um Lækna án landa­mæra síð­ustu tæpu þrjá­tíu ár, seg­ist aldrei hafa séð ann­an eins hryll­ing og á Gaza. „Þessu verð­ur að ljúka. Núna,“ seg­ir Morten um loft­árás­ir Ísra­els­hers.

<span>Pressa í hádeginu:</span> „Aldrei nokkurn tíma séð svona hrikalegar aðstæður“
Við getum ekki horft upp á þetta lengur Morten Rostrup hefur starfað sem læknir á flestum átakasvæðum í heiminum frá því árið 1996 en segir að hvergi hafi ástandið verið jafn skelfilegt og á Gaza síðustu vikur. Tvær milljónir séu fastar á átakasvæði undir stöðugum árásum og geta ekki flúið ,,Við getum ekki horft uppá þetta lengur. Þetta er hræðilegt. Þessu verður að ljúka. Núna." Mynd: úr einkasafni

Morten Rostrup var staddur í Osló þegar Pressa náði tali af honum en hann hefur verið í reglulegum samskiptum við samstarfsfólk sitt sem starfar á Gaza síðustu tvo mánuði.

Morten segir að á miðvikudag hafi hann fengið upplýsingar um að öllum vegum sem liggja að Al-Aqsa sjúkrahúsinu, sem er á miðri Gazaströndinni, hafi verið lokað. Því hafi ekki verið hægt að koma þangað lyfjum, vatni, mat eða eldsneyti sem knýr rafmagnið þar. „Við erum í hættu á að klára eldsneytið algerlega. Fólk í öndunarvélum mun deyja,“ segir Morten Rostrup.

Særð palestínsk börn bíða eftir læknisaðstoðMyndin var tekin 5. desember á Nasser spítalanum í Khan Yunis á Gaza.

Hætta á útbreiðslu sjúkdóma

Hann segir að um helmingur sjúklinga, sem koma á heilsugæslustöðvar þar sem starfsfólk Lækna án landamæra starfar, séu börn yngri en fimm ára, „Við erum með marga sjúklinga á barnsaldri með brunasár, alvarleg brunasár.“

Þá séu sjúkdómar þegar farnir að breiðast út enda séu þrengslin yfirgengileg, fólk geti ekkert flúið, sé innilokað. „Það er mikil hætta á útbreiðslu sjúkdóma því að smit dreifast hratt,“ segir Morten og bætir við að ónæmiskerfi fólks á svæðinu sé afar veikburða „sem er afleiðing þessa grimma hernaðar í tvo mánuði“.

Morten segist hafa unnið á flestum stríðssvæðum í heiminum síðan árið 1996.

„Ég hef unnið í Írak, ég hef unnið í Sýrlandi, ég hef unnið í Afganistan, ég hef unnið í Líbíu.“ Aldrei hafi hann þó séð jafnskelfilegt ástand og ríki á Gaza. „Ég hef aldrei séð svona ástand þar sem tvær milljónir manna eru innilokuð á stríðssvæði þar sem eru látlausar sprengjuárásir.“

„Hvar er þrýstingurinn á Ísrael að stöðva þessar ómannúðlegu sprengjuárásir á saklausa borgara?“

Á flestum átakasvæðum, segir Morten, hafi fólk að minnsta kosti þann möguleika að flýja. „Þannig að ég verð að segja að á mínum 27 ára ferli, starfandi á stríðssvæðum, hef ég aldrei séð svona hrikalegar aðstæður. Og þetta er í gangi dag eftir dag og heimurinn fylgist með. Horfir á sjónvarpið og sér þetta, og hvar er þrýstingurinn á Ísrael að stöðva þessar ómannúðlegu sprengjuárásir á saklausa borgara?“

Á dagskrá Pressu

Viðtalið við Morten Rostrup verður sýnt í heild sinni í dag, föstudag, í þættinum Pressu, sem er á dagskrá í hádeginu alla föstudaga. Í kjölfar þess verða Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, í pallborðsumræðu í beinni útsendingu til að ræða málefni Palestínu.

Í síðari hluta Pressu verður svo viðtal við Guðlaug Þór Þórðarsson umhverfisráðherra, sem talar frá Sameinuðu arabísuku furstadæmunum, þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir, og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, segir frá hver raunveruleg þróun hlýnandi veðurfars hefur verið. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar sem kom af loftslagsráðstefnunni í nótt, Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfisnefndar Alþingis, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, ræða svo loftslagsmálin í beinni útsendingu.

Útsendingu Pressu seinkar í dag til 13.00 vegna tæknilegra ástæðna.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár