Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs segir þagnarskyldu ríkja á aðstoðarmanninum

Að­stoð­ar­mað­ur Will­ums Þórs Þórs­son­ar réði sig til einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­is­ins Klíník­ur­inn­ar nú í nóv­em­ber. Ráðu­neyt­ið seg­ir að að­stoð­ar­mað­ur­inn, Guð­rún Ása Björns­dótt­ir, sé bund­in þagn­ar­skyldu um störf sín í ráðu­neyt­inu jafn­vel þó hún sé hætt þar.

Heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs segir þagnarskyldu ríkja á aðstoðarmanninum
Ráðuneytið segir þagnarskyldu hvíla á aðstoðarmönnum Heilbrigðisráðuneyti Willlums Þórs Þórssonar segir þagnarskyldu hvíla á aðstoðarmönnum ráðherra eftir að þeir láta af störfum. Aðstoðarmaður Willums Þórs, Guðrún Ása Bjarnadóttir lét nýlega af störfum hjá honum og fór yfir til Klíníkurinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar segir að þagnarskylda hvíli á aðstoðarmönnum ráðherra eftir að þeir láta af störfum. Heimildin spurði heilbrigðisráðuneytið fimm spurninga um starfslok og vistaskipti aðstoðarmanns Willums Þórs, Guðrúnar Ásu Björnsdóttur, nú í nóvember. Guðrún Ása réði sig til einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar. Ráðuneytið svaraði hins vegar ekki spurningum Heimildarinnar nema að hluta til. 

Í lok svars ráðuneytisins segir um þagnarskylduna sem hvílir á henni: „Þá er rétt að vekja athygli á því að í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 64/2020, um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, og í 42. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, er kveðið á um þagnarskyldu starfsmanna, þ.m.t. aðstoðarmanna ráðherra, sem helst þótt látið sé af starfi.“

Ein af spurningunum sem ráðuneytið svaraði til dæmis ekki er hvort það sjái einhverja vankanta eða ágalla á því að aðstoðarmaður ráðherra ráði sig svo snögglega til einkarekins heilbrigðisfyrirtækis og raun ber vitni í tilfelli Guðrúnar Ásu. 

„Aðstoðarmenn ráðherra eru eðli málsins samkvæmt ráðnir pólitískt og sinna pólitískum störfum í umboði ráðherrans og búa þess vegna yfir upplýsingum og kontöktum sem ekki er víst að aðrir byggju yfir.“
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

Sat fundi með stjórnendum Landspítalans

Guðrún Ása mun hefja störf sem framkvæmdastjóri hjá Klíníkinni í byrjun næsta árs, innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét af störfum hjá ráðherra. Miðað við svar ráðuneytisins má hún ekki nýta neinar upplýsingar sem hún komst yfir í ráðuneytinu í starfi sínu hjá Klíníkinni. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefur sagt að fyrir henni líti vistaskipin einkennilega út. „Mér finnst þetta orka tvímælis. Aðstoðarmenn ráðherra eru eðli málsins samkvæmt ráðnir pólitískt og sinna pólitískum störfum í umboði ráðherrans og búa þess vegna yfir upplýsingum og kontöktum sem ekki er víst að aðrir byggju yfir. Mín skoðun er að huga þurfi betur að þessu: Þannig að aðstoðarmenn ráðherra geti ekki farið beint í eitthvert slíkt starf í sama málaflokki.“

Heimildin hefur meðal annars upplýsingar um að Guðrún Ása hafi setið fundi með yfirlækni bæklunarskurðdeildar Landspítalans, Hirti Friðriki Hjartarsyni, í krafti starfs síns sem aðstoðarmaður. Klíníkin gerði fyrr á árinu um samning um að gera liðskiptaaðgerðir með þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í fyrsta skipti og hefur verið gefið út að annar samningur verði gerður við Klíníkina fyrir næsta ár. 

Vistaskipti á krítískum tíma

Um þessar mundir ráðgerir heilbrigðisráðuneytið að útvista enn frekari aðgerðaformum til einkaaðila eins og Klíníkurinnar með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Viskiptaskipti Guðrúnar Ásu eiga sér því stað á krítískum tíma þar sem upplýsingar um ríkisrekstur í heilbrigðiskerfinu sem liggja fyrir í ráðuneytinu geta verið mikilvægar fyrir einkaaðila eins Klíníkinni sem vilja gera fleiri aðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins. 

Ekkert í gildandi bannar vistaskiptin

Engin ákvæði í gildandi lögum um hagsmunaárekstra æðstu starfsmanna stjórnarráðsins banna slík vistaskipti aðstoðarmanna ráðherra yfir til einkarekinna fyrirtækja sem starfa á málefnasviði ráðherrans sem þeir störfuðu undir. Í tilfelli ráðherra sjálfs, ráðuneytisstjóra og skristofustjóra í ráðuneytum þá þurfa þeir að bíða í sex mánuði eftir að þeir láta af störfum í ráðuneytum áður en þeir ráða sig til einkaaðila á sama sviði. Á meðan eiga þeir rétt á biðlaunum.

Ákveðið var að aðskilja aðstoðarmenn ráðherra frá þessum hópi í lögum sem sett voru á Alþingi á síðasta kjörtímabili.Þess vegna getur Guðrún Ása ráðið sig í starfið hjá Klíníkinni án þess að þurfa að bíða í sex mánuði líkt og gildir um ráðherra sem og ráðuneytis- og skrifstofustjóra. 

 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Klíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkratryggingar Íslands svara ekki hvort opnuð hafi verið eftirlitsmál gegn Klíníkinni
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svara ekki hvort opn­uð hafi ver­ið eft­ir­lits­mál gegn Klíník­inni

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um sem Heim­ild­in sendi henni fyr­ir tveim­ur mán­uð­um síð­an. Eng­in svör hafa borist um af hverju spurn­ing­un­um hef­ur ekki ver­ið svar­að. Með­al spurn­inga er hvort Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafi opn­að eft­ir­lits­mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni líkt og Heim­ild­ir herma.
Willum opnar á meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu: „Þannig aukum við skilvirkni“
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Will­um opn­ar á meiri einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu: „Þannig auk­um við skil­virkni“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra svar­ar spurn­ing­um um einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu með kostn­að­ar­þátt­töku rík­is­ins. Einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in hef­ur í aukn­um mæli feng­ið til sín að­gerð­ir sem áð­ur voru bara fram­kvæmd­ar á rík­is­rekn­um sjúkra­hús­um. Skrið­ur hef­ur kom­ist á þessa einka­rekstr­ar­væð­ingu eft­ir að Will­um Þór tók við embætti heil­brigð­is­ráð­herra.
Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Mán­að­ar­löng þögn ráðu­neyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar og Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa lát­ið ógert að svara spurn­ing­um um einka­væð­ingu lið­skipta­að­gerða í einn mán­uð. Nú stend­ur fyr­ir dyr­um að fram­lengja samn­ing­inn um lið­skipta­að­gerð­irn­ar fyr­ir lok þessa árs og fá sér­staka fjár­veit­ingu til þess.
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu: Fram­lengja um­deild­an samn­ing við Klíník­ina á grund­velli að­gerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.
Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og tengsl rikisstjórnarinnar og Klíníkurinnar
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu og tengsl rikis­stjórn­ar­inn­ar og Klíník­ur­inn­ar

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra tala með sam­bæri­leg­um hætti um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar fyr­ir heil­brigðis­kerf­ið. Á sama tíma ligg­ur fyr­ir að fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, Sig­urð­ur Ingi­berg­ur Björns­son, er að taka við rekstri dótt­ur­fé­lags hjá Klíník­inni sem mun sér­hæfa sig í ný­sköp­un í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
6
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár