Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs segir þagnarskyldu ríkja á aðstoðarmanninum

Að­stoð­ar­mað­ur Will­ums Þórs Þórs­son­ar réði sig til einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­is­ins Klíník­ur­inn­ar nú í nóv­em­ber. Ráðu­neyt­ið seg­ir að að­stoð­ar­mað­ur­inn, Guð­rún Ása Björns­dótt­ir, sé bund­in þagn­ar­skyldu um störf sín í ráðu­neyt­inu jafn­vel þó hún sé hætt þar.

Heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs segir þagnarskyldu ríkja á aðstoðarmanninum
Ráðuneytið segir þagnarskyldu hvíla á aðstoðarmönnum Heilbrigðisráðuneyti Willlums Þórs Þórssonar segir þagnarskyldu hvíla á aðstoðarmönnum ráðherra eftir að þeir láta af störfum. Aðstoðarmaður Willums Þórs, Guðrún Ása Bjarnadóttir lét nýlega af störfum hjá honum og fór yfir til Klíníkurinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar segir að þagnarskylda hvíli á aðstoðarmönnum ráðherra eftir að þeir láta af störfum. Heimildin spurði heilbrigðisráðuneytið fimm spurninga um starfslok og vistaskipti aðstoðarmanns Willums Þórs, Guðrúnar Ásu Björnsdóttur, nú í nóvember. Guðrún Ása réði sig til einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar. Ráðuneytið svaraði hins vegar ekki spurningum Heimildarinnar nema að hluta til. 

Í lok svars ráðuneytisins segir um þagnarskylduna sem hvílir á henni: „Þá er rétt að vekja athygli á því að í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 64/2020, um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, og í 42. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, er kveðið á um þagnarskyldu starfsmanna, þ.m.t. aðstoðarmanna ráðherra, sem helst þótt látið sé af starfi.“

Ein af spurningunum sem ráðuneytið svaraði til dæmis ekki er hvort það sjái einhverja vankanta eða ágalla á því að aðstoðarmaður ráðherra ráði sig svo snögglega til einkarekins heilbrigðisfyrirtækis og raun ber vitni í tilfelli Guðrúnar Ásu. 

„Aðstoðarmenn ráðherra eru eðli málsins samkvæmt ráðnir pólitískt og sinna pólitískum störfum í umboði ráðherrans og búa þess vegna yfir upplýsingum og kontöktum sem ekki er víst að aðrir byggju yfir.“
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis

Sat fundi með stjórnendum Landspítalans

Guðrún Ása mun hefja störf sem framkvæmdastjóri hjá Klíníkinni í byrjun næsta árs, innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét af störfum hjá ráðherra. Miðað við svar ráðuneytisins má hún ekki nýta neinar upplýsingar sem hún komst yfir í ráðuneytinu í starfi sínu hjá Klíníkinni. 

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefur sagt að fyrir henni líti vistaskipin einkennilega út. „Mér finnst þetta orka tvímælis. Aðstoðarmenn ráðherra eru eðli málsins samkvæmt ráðnir pólitískt og sinna pólitískum störfum í umboði ráðherrans og búa þess vegna yfir upplýsingum og kontöktum sem ekki er víst að aðrir byggju yfir. Mín skoðun er að huga þurfi betur að þessu: Þannig að aðstoðarmenn ráðherra geti ekki farið beint í eitthvert slíkt starf í sama málaflokki.“

Heimildin hefur meðal annars upplýsingar um að Guðrún Ása hafi setið fundi með yfirlækni bæklunarskurðdeildar Landspítalans, Hirti Friðriki Hjartarsyni, í krafti starfs síns sem aðstoðarmaður. Klíníkin gerði fyrr á árinu um samning um að gera liðskiptaaðgerðir með þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í fyrsta skipti og hefur verið gefið út að annar samningur verði gerður við Klíníkina fyrir næsta ár. 

Vistaskipti á krítískum tíma

Um þessar mundir ráðgerir heilbrigðisráðuneytið að útvista enn frekari aðgerðaformum til einkaaðila eins og Klíníkurinnar með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Viskiptaskipti Guðrúnar Ásu eiga sér því stað á krítískum tíma þar sem upplýsingar um ríkisrekstur í heilbrigðiskerfinu sem liggja fyrir í ráðuneytinu geta verið mikilvægar fyrir einkaaðila eins Klíníkinni sem vilja gera fleiri aðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins. 

Ekkert í gildandi bannar vistaskiptin

Engin ákvæði í gildandi lögum um hagsmunaárekstra æðstu starfsmanna stjórnarráðsins banna slík vistaskipti aðstoðarmanna ráðherra yfir til einkarekinna fyrirtækja sem starfa á málefnasviði ráðherrans sem þeir störfuðu undir. Í tilfelli ráðherra sjálfs, ráðuneytisstjóra og skristofustjóra í ráðuneytum þá þurfa þeir að bíða í sex mánuði eftir að þeir láta af störfum í ráðuneytum áður en þeir ráða sig til einkaaðila á sama sviði. Á meðan eiga þeir rétt á biðlaunum.

Ákveðið var að aðskilja aðstoðarmenn ráðherra frá þessum hópi í lögum sem sett voru á Alþingi á síðasta kjörtímabili.Þess vegna getur Guðrún Ása ráðið sig í starfið hjá Klíníkinni án þess að þurfa að bíða í sex mánuði líkt og gildir um ráðherra sem og ráðuneytis- og skrifstofustjóra. 

 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Klíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkratryggingar Íslands svara ekki hvort opnuð hafi verið eftirlitsmál gegn Klíníkinni
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svara ekki hvort opn­uð hafi ver­ið eft­ir­lits­mál gegn Klíník­inni

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um sem Heim­ild­in sendi henni fyr­ir tveim­ur mán­uð­um síð­an. Eng­in svör hafa borist um af hverju spurn­ing­un­um hef­ur ekki ver­ið svar­að. Með­al spurn­inga er hvort Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafi opn­að eft­ir­lits­mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni líkt og Heim­ild­ir herma.
Willum opnar á meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu: „Þannig aukum við skilvirkni“
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Will­um opn­ar á meiri einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu: „Þannig auk­um við skil­virkni“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra svar­ar spurn­ing­um um einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu með kostn­að­ar­þátt­töku rík­is­ins. Einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in hef­ur í aukn­um mæli feng­ið til sín að­gerð­ir sem áð­ur voru bara fram­kvæmd­ar á rík­is­rekn­um sjúkra­hús­um. Skrið­ur hef­ur kom­ist á þessa einka­rekstr­ar­væð­ingu eft­ir að Will­um Þór tók við embætti heil­brigð­is­ráð­herra.
Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Mán­að­ar­löng þögn ráðu­neyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar og Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa lát­ið ógert að svara spurn­ing­um um einka­væð­ingu lið­skipta­að­gerða í einn mán­uð. Nú stend­ur fyr­ir dyr­um að fram­lengja samn­ing­inn um lið­skipta­að­gerð­irn­ar fyr­ir lok þessa árs og fá sér­staka fjár­veit­ingu til þess.
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu: Fram­lengja um­deild­an samn­ing við Klíník­ina á grund­velli að­gerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.
Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og tengsl rikisstjórnarinnar og Klíníkurinnar
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu og tengsl rikis­stjórn­ar­inn­ar og Klíník­ur­inn­ar

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra tala með sam­bæri­leg­um hætti um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar fyr­ir heil­brigðis­kerf­ið. Á sama tíma ligg­ur fyr­ir að fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, Sig­urð­ur Ingi­berg­ur Björns­son, er að taka við rekstri dótt­ur­fé­lags hjá Klíník­inni sem mun sér­hæfa sig í ný­sköp­un í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár