Í kvöld verður liðin vika frá því að Grindvíkingum var sagt að pakka í töskur og rýma bæinn sinn, í kjölfar kraftmikillar skjálftahrinu og myndun kvikugangs undir byggðarlaginu. Mikil óvissa er um hvað tekur við, hvort eldgos komi til með að hefjast í nágrenni bæjarins og hvort og þá hvenær íbúar geta snúið aftur til baka.
Fjölmiðlar hafa nú fengið takmarkað leyfi til drónaflugs yfir bænum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem ljósmyndari Heimildarinnar tók í Grindavík í dag er landslagið þar breytt. Sprungurnar sem opnuðust í bænum fyrir viku hafa stækkað og gliðnað eftir því sem dagarnir líða.
Land hefur sigið um meira en einn metra á stóru svæði í vesturhluta bæjarins og samkvæmt GPS-mælingum Veðurstofunnar er sigdalurinn enn virkur og mælist sigið um 3-4 sentimetrar á milli daga. Mikið tjón, jafnvel altjón, hefur orðið á mörgum fasteignum í grennd við sprungurnar og við blasir að …
Athugasemdir