Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að skapa eigin útgáfu af höfundi

Þýð­ing­in er vel að merkja hnökra­laus og flýt­ur vel, en það er vissu­lega ein­hver merki­lega ein­fald­ur orða­gald­ur sem eft­ir sem áð­ur er erfitt að þýða á milli, þótt stund­um tak­ist það prýði­lega.

Að skapa eigin útgáfu af höfundi
Lydia Davis Höfundur Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur
Bók

Mér líð­ur ágæt­lega en mér gæti lið­ið bet­ur

Höfundur Lydia Davis/ Þýðandi: Berglind Erna Tryggvadóttir
Benedikt bókaútgáfa
220 blaðsíður
Niðurstaða:

Stundum rekast á fagurfræði og smekkur tveggja aðdáenda sama höfundar – og það gerðist líklega hér, á milli þýðanda og gagnrýnanda sem hefði valið allt aðrar sögur Lydiu.

Gefðu umsögn

Safnrit þýddra verka eru merkilegt fyrirbæri, því í vissum skilningi verður þýðandinn höfundur, birtir manni þá útgáfu höfundarins sem hann skapar, sem honum hugnast best, hvort sem það er með því að velja eigin uppáhaldssögur, það sem þýðanda finnst lýsa skáldinu best eða með að velja sögur sem skapa einhverja heild, eiga einhverjar forvitnilegar innbyrðis samræður.

Fyrir tæpum áratug var ég í smásagnakúrsi þar sem pakistanskur prófessor lét okkur lesa helling af smásögum eftir Lydiu Davis, og ég heillaðist gjörsamlega, hún var nýi uppáhalds smásagnahöfundurinn minn (rétt á undan Tennessee Williams, sem alltof fáir vita að er engu síðri smásagnahöfundur en leikskáld).

Það er þó takmarkandi að kalla Davis smásagnahöfund, hún skrifar einfaldlega alls kyns texta og sumir geta flokkast sem smásögur, enn fleiri sem örsögur eða jafnvel ljóð eða spakmæli. En það sem skiptir meira máli en merkimiðinn er þessi margræðni og flókni galdur Lydiu, sem virkar samt svo lúmskt einfaldur.

Hún finnur ótrúlega dýpt í minnstu smáatriðum, er lúmskt fyndin, segir það sem fólk hugsar en segir sjaldnast upphátt. Orðkyngin er stundum slík að maður les örstutta sögu aftur og hugsar: Hvað gerðist eiginlega? Því galdurinn er þarna, í þessum örfáu orðum, samt kemur maður ekki auga á hann. Hún spilar á einhverja göldrótta persónulega strengi á nánast óskiljanlegan hátt.

„þótt hér séu nokkrar göldróttar sögur voru samt furðu fáar sem virkilega gripu mig“

Ókunnugir virðast hennar helsta uppsretta, hún sér sögu í öllum, en það gætu líka verið hennar eigin sögur. Stundum fær maður á tilfinninguna að sögurnar séu persónulegar, stundum grunar mann að hún sé að skálda um sér fullkomlega ókunnugt fólk sem hún sér tilsýndar – og öllu þessu blandar hún saman og finnur einhvern sannan kjarna í öllu þessu. Stundum eru þetta bara yndislegir litlir brandarar, eins og þessi:

Varðandi heimilisþrif

Undir öllum þessum óhreinindum er gólfið í raun mjög hreint.“

Þetta var heil saga – sumar eru svona stuttar. Aðrar lengri, uppáhaldið mitt í þessu safni er „Það sem þú lærir um barnið“, 16 síður sem er brotakennt örsagnasafn texta um móður að kynnast nýrri lífveru, samsafn hversdagslegra en djúpviturra athugana um nýjan einstakling og tengsl þeirra mæðgna.

En þótt hér séu nokkrar göldróttar sögur voru samt furðu fáar sem virkilega gripu mig, miklu fleiri sem voru eins og titilssagan, áhugaverðar og fengu mann stundum til að brosa í kampinn, sögur sem fjalla oftast um pínlegar og erfiðar aðstæður – en stundum gerist ekkert meira en það. Hún Lydia mín er ekkert óskeikul. Það er eins og fókusinn í valinu hafi verið á slíkar sögur, en heildarsafn Davis er um þúsund síður (heildarsafn frá 2009 til viðbótar við nýja bók sem kom fimm árum síðar) og því ekki nema brot af þeim sem kemst fyrir hér.

Þýðingin er vel að merkja hnökralaus og flýtur vel, en það er vissulega einhver merkilega einfaldur orðagaldur sem eftir sem áður er erfitt að þýða á milli, þótt stundum takist það prýðilega. En eftir að hafa leitað aftur í frumútgáfuna sýnist mér ástæðan fyrst og fremst sú að ég hefði valið allt aðrar sögur eftir Lydiu í mitt safn.

Hér er þó sumt magnað, áðurnefnd barnasaga, saga um hvernig eigendur látins hunds endurskapa hann úr hárunum sem þeir finna, um gleðilegustu stundina sem einhver annar á og um gjafirnar sem sóað er á mann sjálfan: „Ég er viss um að mjög dýru víni sé oft sóað í fólk sem kann ekki að meta það, fólk eins og mig.“

Og það er til marks um fjölbreytileikann og breiddina að tveir lesendur skuli heillast af allt öðrum sögum í þessum stóra sagnaheimi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár