Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífeyrissjóðir bjóða Grindvíkingum greiðsluhlé líkt og bankarnir

Nokkr­ir af þeim líf­eyr­is­sjóð­um sem eru um­svifa­mest­ir í út­lán­um á fast­eigna­mark­aði segja Heim­ild­inni að Grind­vík­ing­ar geti fryst hús­næð­is­lán sín hjá sjóð­un­um, í ljósi stöð­unn­ar í bæn­um.

Lífeyrissjóðir bjóða Grindvíkingum greiðsluhlé líkt og bankarnir
Grindavík Nokkrir af helstu lánveitendum meðal lífeyrissjóða hyggjast allir bjóða Grindvíkingum upp á greiðsluhlé.

Lífeyrissjóðir hafa á undanförnum árum orðið umsvifamiklir lánveitendur á fasteignamarkaði. Heimildin hafði samband við fjóra lífeyrissjóði og spurði hvaða úrræði sjóðirnir væru með áform um að bjóða Grindvíkingum upp á, í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er.

Í stuttu máli eru viðbrögð sjóðanna við þeim bráðavanda og óvissu sem fasteignaeigendur í Grindavík standa frammi fyrir þau sömu og viðskiptabankanna, sem hafa ákveðið að bjóða Grindvíkingum upp á frystingu lána, sem felur í sér að ekki er greitt af lánum, en vextir og verðbætur bætast við höfuðstól lánsins.

Í svari frá Gildi-lífeyrissjóði segir að úrræði sjóðsins fyrir lántakendur sem lendi í greiðsluvanda standi „lántakendum frá Grindavík að sjálfsögðu til boða“. 

„Þannig geta lántakendur fryst afborganir tímabundið, en lántaki greiðir þá ekki af láni á meðan frysting varir. Vextir og verðbætur þess tímabils sem frysting stendur bætast þá við höfuðstól lánsins. …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEE
    Greining endurskoðun ehf. skrifaði
    Ef lánin eru fryst, þá eru þau óbreytt meðan frysting varir, það er það falla hvorki á þau vextir né verðbætur og afborganir falla líka niður meðan frysting varir.
    Lánveitendur eru ekki að bjóða slíka frystingu, heldur aðeins greiðsluhlé, sem skapar þeim auknar tekjur gegn einhverri frestun innheimtu.
    G
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "en vextir og verðbætur bætast við höfuðstól lánsins"
    Frestur er á íllu bestur. Greiðslubyrði mun þyngjast í framtíðinni.
    0
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Sem fyrstu viðbrögð er þetta algjört lágmark og nauðsynlegt neyðarúrræði.

      Til lengra tíma hlýtur svo að þurfa að huga að varanlegri lausnum fyrir blessað fólkið sem stendur frammi fyrir þessum hildarleik. Það ætti að byrja strax að nýta tímann á meðan lánin eru í frystingu til að undirbúa útfærslur á slíkum úrræðum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár