Lífeyrissjóðir hafa á undanförnum árum orðið umsvifamiklir lánveitendur á fasteignamarkaði. Heimildin hafði samband við fjóra lífeyrissjóði og spurði hvaða úrræði sjóðirnir væru með áform um að bjóða Grindvíkingum upp á, í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er.
Í stuttu máli eru viðbrögð sjóðanna við þeim bráðavanda og óvissu sem fasteignaeigendur í Grindavík standa frammi fyrir þau sömu og viðskiptabankanna, sem hafa ákveðið að bjóða Grindvíkingum upp á frystingu lána, sem felur í sér að ekki er greitt af lánum, en vextir og verðbætur bætast við höfuðstól lánsins.
Í svari frá Gildi-lífeyrissjóði segir að úrræði sjóðsins fyrir lántakendur sem lendi í greiðsluvanda standi „lántakendum frá Grindavík að sjálfsögðu til boða“.
„Þannig geta lántakendur fryst afborganir tímabundið, en lántaki greiðir þá ekki af láni á meðan frysting varir. Vextir og verðbætur þess tímabils sem frysting stendur bætast þá við höfuðstól lánsins. …
Lánveitendur eru ekki að bjóða slíka frystingu, heldur aðeins greiðsluhlé, sem skapar þeim auknar tekjur gegn einhverri frestun innheimtu.
G
Frestur er á íllu bestur. Greiðslubyrði mun þyngjast í framtíðinni.
Til lengra tíma hlýtur svo að þurfa að huga að varanlegri lausnum fyrir blessað fólkið sem stendur frammi fyrir þessum hildarleik. Það ætti að byrja strax að nýta tímann á meðan lánin eru í frystingu til að undirbúa útfærslur á slíkum úrræðum.