Mál fimm starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða hafa ratað inn á borð til stéttarfélagsins VR og stéttarfélags leiðsögumanna, Leiðsagnar. Meðal umkvartana starfsmannanna er að þeir hafi ekki fengið greidd laun samkvæmt kjarasamningum og að þeim hafi verið meinað að ganga í stéttarfélag leiðsögumanna. Til skoðunar hefur verið að höfða mál fyrir félagsdómi gegn Tröllaferðum vegna meintra brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá hefur eitt mál fyrrverandi starfsmanns ratað fyrir dómstóla. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar.
„Þetta er mannaflsfrek grein og mikill freistnivandi til að spara launakostnað“
Tröllaferðir er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á alls kyns ferðir hér á landi, meðal annars lengri túra á fjöll og jökla sem og köfunarleiðangra. Félagið er í eigu einkahlutafélags sem Ingólfur Ragnar Axelsson á, en hann stofnaði það árið 2016. Fyrirtækið var með tæplega tveggja milljarða króna tekjur í fyrra og hagnaðist um nærri 112 milljónir króna það …
Athugasemdir (1)