Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík er staddur við frystihúsið til þess að bjarga verðmætum þaðan. Aðspurður hvernig allt líti út hjá þeim segir hann: „Heyrðu, það er bara ótrúlega gott.“
Hann geti ekki skorið úr um það strax hvort skemmdir hafi orðið á húsinu, en það hefur allavega ekkert farið um koll, „ekkert oltið og burðirnir eru í lagi“.
Tímasetning rýmingar hefði ekki komið betur út fyrir vinnsluna, fyrst það þurfti að koma til hennar á annað borð. „Við vorum búin að klára daginn. Þetta var eins góður tími vikunnar og hægt var. Fólk var farið heim og við vorum langt komin með að þrífa. Við vorum reyndar með fisk í kælum fyrir næsta dag og saltfisk sem þolir ekki meira en þriggja daga geymslu, en erum búin að ná að hreinsa það allt upp núna. Við erum með þennan frysti sem er að klárast,“ segir hann, staddur …
Athugasemdir