Elín Ósk Einarsdóttir og Róbert Leó Guðjónsson giftu sig á laugardag, daginn eftir að heimabær þeirra var rýmdur sökum jarðskjálfta og eldgosahættu.
Þrír mánuðir eru síðan Elín Ósk Einarsdóttir og Róbert Leó Guðjónsson tóku ákvörðun um að ganga í hjónaband. Dagurinn var festur niður, laugardaginn 11. nóvember. Þau gátu hins vegar ekki séð fyrir að þennan laugardaginn yrði búið að rýma heimabæinn þeirra vegna náttúruhamfara.
Elín Ósk var samferða ljósmyndara Heimildarinnar í björgunarsveitarbíl á leið inn í Grindavík, þangað sem hún var að sækja helstu nauðsynjar og sjógalla eiginmannsins, sem er sjómaður hjá Gjögri, sem gerir út frá Grenivík en landar í Grindavík. Það var skrítin tilfinning að koma aftur inn í bæinn, nú þegar allt er einhvern veginn breytt.
„Á föstudag ætluðum við að undirbúa mat fyrir veisluna í Grindavík en út af skjálftunum færðum við okkur yfir til Keflavíkur og gerðum það þar. Við komum síðan heim rétt …
Athugasemdir