Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Almannavarnir: Kvikugangur er á leið til yfirborðs

„Mjög skýr merki koma nú fram á mæl­um Veð­ur­stofu um mynd­un kviku­gangs til yf­ir­borðs,“ seg­ir í nýrri til­kynn­ingu al­manna­varna. Fjölda­hjálpa­stöðv­ar hafa ver­ið opn­að­ar og varð­skip á leið­inni í Grinda­vík­ur­höfn.

Almannavarnir: Kvikugangur er á leið til yfirborðs
Líkleg uppkoma eldgoss Almannavarnir telja líklegast að eldgos komi upp við Sundhnúkagíga og að hraun renni þá til suðausturs eða vesturs. Mynd: Heimildin / JIS / Loftmyndir ehf.

Skjálftavirkni um þremur kílómetrum norður af Grindavík tengist því nú að kvikugangur er að ryðja sér leið til yfirborðsins, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands og yfirlýsingum almannavarna. Varðskip er á leiðinni til Grindavíkur að beiðni almannavarna og fjöldahjálpastöðvar hafa verið opnaðar.

„Mjög skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Áfram eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og því mun hraun ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld,“ sagði í yfirlýsingu almannavarna klukkan níu í kvöld.

Þar kom fram að hraun myndi að líkindum renna til suðausturs eða vesturs.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, sem hefur undanfarið gagnrýnt skort á forvarnaraðgerðum vegna líklegs eldgoss, segir nú að hann búist við eldgosi eftir fjórar til sex klukkustundir, eða nótt, í síðasta lagi um hádegi á morgun. 

Hann er ósammála mati almannavarna á því hvar gosið muni koma upp á yfirborðið. Það muni að líkindum ekki koma upp við Sundhnúkagíga, sem standa við Grindavíkurveg, heldur vestar, við Illahraunsgíga, nálægt Bláa lóninu, eða enn vestar við Eldvörp, sem væri betri staðsetning. 

Grindavíkurvegur rofinnSkjálftavirknin leiddi til sprungu á veginum norður úr Grindavík, sem nú er lokaður. Enn er fært til vesturs og austurs úr bænum.

Harðir skjálftar hafa riðið yfir Reykjanesið seinni partinn í dag og í kvöld. Hrunið hefur úr hillum í verslun Nettó í Grindavík og voru viðskiptavinir beðnir að yfirgefa hana. Grindavíkurvegur, leiðin frá bænum til norðurs, rofnaði vegna sprungu skammt frá bænum. Margir hafa kosið að yfirgefa bæinn en almannavarnir segja ekki ástæðu til að fara enn. 

„Þetta gæti verið upphafið að því ferli sem við höfum verið að bíða eftir, að kvika brjóti sér leið til yfirborðs en það eru samt engar vísbendingar um að það sé að gerast enn. Þannig að það er ekkert eldgos að byrja, alla vegana ekki á næstunni og engar rýmingar eða neitt slíkt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að gosið gæti innan nokkurra klukkustunda, en líklegra að það gerist eftir einhverja daga. 

Þrátt fyrir orð Víðis Reynissonar hafa margir íbúar yfirgefið bæinn í dag og kalla sumir eftir því að almannavarnir boði til rýmingar í skilaboðum til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Upptök skjálftanna eru aðeins um þremur kílómetrum norðaustur af Grindavík, nærri Sundhnjúkagígum, aðeins um tveimur kílómetrum austan við Bláa lónið. Samkvæmt mati Veðurstofunnar myndi hraun, sem kæmu upp úr sprungu á þessum stað, ekki renna til Grindavíkur, heldur til vesturs og suðausturs. 

Samkvæmt yfirlýsingu Veðurstofunnar eru skjálftarnir að mælast grynnst á 3 til 3,5 kílómetra dýpri, en þyrftu að mælast enn nær yfirborðinu til þess að líklegt væri að gos kæmi upp.

„Þau merki sem sjást núna við Sundhnjúkagíga eru sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftvirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er þá erum við líklega að horfa til nokkura daga áður frekar en klukkustunda áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur,“ segir á vef Veðurstofunnar klukkan 19 í kvöld. 

Skjálftar dagsinsKlukkan 19 í dag beið Veðurstofan þess að skjálftavirkni myndi grynnka enn meira, áður en metið yrði sem svo að eldgos væri strax yfirvofandi.
Í GrindavíkValdís Ósk Sigríðardóttir fékk að kynnast náttúruöflunum. Það gengur mikið á í þessu myndskeiði frá henni.Víkurfréttir
Eldhúsinnrétting hrundiMyndskeiðið með eldhúsinu: Friðrik Þór var að koma að eldhúsinu sínu í Grindavík í þessu ástandi. Hann lýsir síðustu klukkustundum sem svakalegum.Víkurfréttir
Ástandið í GrindavíkSólný Pálsdóttir sendi Víkurfréttum þetta myndskeið frá Grindavík. Hún verður í viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta síðar í dag.Víkurfréttir
Eldhús í GrindavíkRósa Jónsdóttir býr í Grindavík og sýnir myndbandið ástandið í eldhúsi hennar fyrir skemmstu.Víkurfréttir

Íbúar á Suðurnesjum hafa rætt saman á Facebook og sett ummæli undir færslu á síðu fréttavefsins Víkurfrétta. 

„Loksins,“ sagði íbúi í Grindavík, þegar almannavarnir lýstu hættustigi skömmu fyrir kvöldmat.

Íbúar í Grindavík, Njarðvík og Keflavík lýsa allir óþægindum.

„Þetta er hrein skelfing,“ segir Guðbrandur Einarsson þingmaður, búsettur í Keflavík. Guðný Benediktsdóttir í Innri Njarðvík segir: „Hræðsla lýsir tilfinningunum núna hvað best.“ Ryan Oliver Mikulcik: „Þetta er byrjað að vera frekar ógnvekjandi. Er í Innri Njarðvík. Húsið allt á iði.“

Ragnhildur Ingibjörg Ólafsdottir í Innri Njarðvík segir: „Er að reyna vera róleg fyrir börnin en viðurkenni þetta hræðir mig.“

„Er í Njarðvík, líður ömurlega,“ segir önnur. 

Í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að líklegast sé um að ræða öflugustu skjálftahrinuna á Reykjanesi á undanförnum árum. „Enn færist í aukanna og ljóst að miklar hamfarir eru í gangi,“ segir á Facebook-síðu hópsins. „Er þetta að líkindum öflugasta og þéttasta hrinan sem gengið hefur yfir á Reykjanesskaga á síðustu árum.“

Bláa lóniðUm tveimur kílómetrum austur af Bláa lóninu er helsta skjálftavirkni dagsins. Úr mögulegri gossprungu rynni til vesturs og suðausturs, en ekki að Grindavík. Í bakgrunni er fjallið Þorbjörn við Grindavík.
Rýmingaráætlun fyrir GrindavíkEf til rýmingar kemur í Grindavík verður þessari áætlun fylgt. Rýmingarleiðin til norðurs er þó lokuð núna vegna stórrar sprungu á Grindavíkurvegi.

Skömmu fyrir klukkan átta í kvöld tilkynnti almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að fjöldahjálpastöðvar yrðu opnaðar og að varðskipið Þór myndi sigla til Grindavíkur, væntanlegt í nótt. „Fjöldahjálparstöðvar verða opnaðar á næsta klukkutímanum (þetta er skrifað 19:50) í Íþróttahúsinu í Grindavík, Vallarskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Í Grindavík er stöðin aðeins til söfnunar og upplýsinga og ef fólk þarf aðstoð við að fara annað,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár