„Ég er fyrst og fremst að kalla eftir því að hún sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem ætlar að standa fyrir góðu siðferði, axli ábyrgð á því að Samherji greiði skaðabætur til íbúa Namibíu sem hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna framferðis fyrirtækisins, sem hvorki hún né íslensk stjórnvöld hafa gert til þessa, heldur þvert á móti,“ segir leiðtogi namibísku stjórnarandstöðunnar, McHenry Venaani, í samtali við Heimildina.
Í útvarpsviðtali í Namibíu í byrjun vikunnar greindi hann frá því að hann hygðist senda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, bréf og koma á framfæri óánægju með framgöngu íslenskra stjórnvalda í Samherjamálinu svokallaða.
Segir Samherja hafa hagnast á kostnað almennings
Hans upplifun og margra landa sé að stjórnvöld hér á landi hafi í engu axlað ábyrgð á verkum íslenska fyrirtækisins í Namibíu. Samherji hafi hagnast óheyrilega á kostnað almennings í landinu og ekki sýnt nein merki þess að ætla að bæta þann skaða. Framganga fyrirtækisins …
Katrín Jak-forsætis getur beitt sér fyrir fullfjármagnaðri rannsókn og mannskap til að leiða málið til lykta.
Illu heilli brugðust saksóknara-embættin í upphafi málsins, með því að fara ekki fram með kröfu um eignafrystingu og lokun bankareikninga, afleiðinguna sjáum við núna í sölu á eignum Samherja-holding t.d. til Síldarvinnslunnar (sem er í raun eign Samherja á Íslandi) á Icefrees sölufyrirtæki Samherja-samsteypunnar m.ö.o. það er fyrirsjáanlegt að Samherji-holding verður eignalaust þegar dómur fellur í Samherja/Namibíu-svindlmálinu og því ekki hægt að sækja skaðabætur til fyrirtækisins. Ps. Það er gríðarlega alvarlegt að eftirlaunasjóðirnir okkar (Gildi) með öllum greiddum atkvæðum stjórnarmanna hafi fjárfest fyrir 10-milljarða í Síldarvinnslunni fyrir ca. 1-ári síðan.