Þessi grein er beint framhald af tveimur síðustu Flækjusögum. Í þeirri fyrri var sagt frá hroðaverkum Rauða hersins í þorpinu Nemmersdorf í október 1944 en þau urðu Goebbels, áróðursmálaráðherra þýskra nasista, tilefni til hræðsluáróðurs um hverju þýsk alþýða mætti eiga von á ef Þjóðverjar töpuðu stríðinu. Í seinni greininni var sagt frá upphafi sjálfsmorðsfaraldursins í bænum Demmin um mánaðamótin apríl-maí 1945. Báðar greinarnar eru nú komnar á netið á vef Heimildarinnar. Kannski ætti að lesa þær á undan þessari.
Síðasta þýska hersveitin hafði flúið í vestur frá Demmin snemma að morgni á ægifögrum vordegi 30. apríl. Brýrnar yfir ána Peene og tvær þverár hennar sem umkringdu nærri Demmin voru síðan sprengdar í loft upp svo þegar Rauði herinn kom brunandi í bæinn um hádegisbilið varð hann að nema staðar í bænum, sem líklega hafði alls ekki …
Athugasemdir