Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Á sviði Una söng lagið Áfram stelpur frammi fyrir mannfjöldanum á þriðjudag. Fjöldinn tók undir með henni. Mynd: Golli

„Stelpur, horfið ögn til baka á allt sem hefur konur þjakað, stelpur, horfið bálreiðar um öxl,“ söng Una Torfadóttir frammi fyrir hátt í 100.000 konum, kvár og körlum á Arnarhóli á þriðjudag. Mannfjöldinn tók undir með henni og varð þarna sennilega til einn stærsti fjöldasöngur Íslandssögunnar. 

„Ég þurfti að hafa mig alla við að fara ekki að skæla,“ segir Una í samtali við Heimildina. „Það var ótrúlegur kraftur í fjöldanum og ótrúlegt að heyra þennan stóra hóp syngja með.“

Hún var ekki lengi að samþykkja að taka að sér að flytja lagið Áfram stelpur á baráttufundi vegna kvennaverkfalls á Arnarhóli, enda var þetta ekki hennar fyrsta femíníska framkoma. 

„Ég var starfandi femínískur aktívisti þegar ég var unglingur. Ég tók þátt í Skrekk með Hagaskóla árið 2015, þar samdi ég femínískt slammljóð sem heitir Elsku stelpur og við unnum þá keppni og það vakti töluverða athygli á sínum tíma,“ segir Una. …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Flutningur Unu á ÁFRAM STELPUR á Arnarhóli í kvennaverkfallinu var algjör þrusa. Líka fyrir mig sem sat heima í stofu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár