Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna

Stjörnu­sjón­auk­inn knái ger­ir upp­götv­un sem ENG­INN hefði í al­vör­unni getað lát­ið sér detta í hug

Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna
Óríon-þokan. Myndina tók James Webb-sjónaukinn fyrir skemmstu.

Þegar innrauði stjörnusjónaukinn James Webb hóf að senda nýjar myndir til Jarðar um mitt síðasta ár bjuggust vísindamenn við miklu. Og þeir áttu alveg von á að ýmislegt af því sem James ræki augun í kæmi þeim á óvart.

En þó þeir hefðu sest niður fyrirfram og skrifað upp langan lista af allskonar furðum sem sjónaukinn myndi gera þeim kleift að sjá, þá má þó fullyrða að þeim hefði aldrei getað dottið í það sem sést á myndum sem James Webb tók nýverið af Óríon-stjörnuþokunni, sem svo er kölluð.

Óríón er mikið geimský af gas og allskonar efnum sem er í 1.344 ljósára fjarlægð — það má sjá hana á næturhimninum undir Fjósakonunum svokölluðu sem við nefnum svo.

Þar hefur lengi verið vitað að nýjar sólstjörnur væru að mynast í gríð og erg og líklega heilmikið fjör í þeim sólkerfum sem þegar eru orðin til.

Enda fundust ýmis merki um það. Lítið á myndina hér neðst.

En hið óvænta, já, hið alveg ótrúlega er að fundist hafa um það bil 80 plánetur á stærð við gasrisann okkar Júpíter, plánetur sem ekki eiga sér neina sól, heldur spana um myrkan geiminn án nokkurrar sólarbirtu.

Í sjálfu sér er það ekki stórmerkilegt. Vísindamenn hefur lengi grunað til séu plánetur sem eigra svona einar um. Sólarlausar. Og þeir höfðu fundið merki um nokkrar. Kenningin er sú að einhverjar hamfarir í nýju sólkerfi hafi verið svo ofboðslegar að sumar plánetur hafi kastast út úr því og séu upp frá því dæmdar til einmanalegrar tilveru án þess sól rísi þar nokkurn tíma.

En svo ég komi mér nú loks að efninu:

Það sem reyndist merkilegt við sólarlausu Júpíterana í gasþoku Óríons er að þeir eru tveir og tveir saman.

Þessir áttatíu Júpíterar sveima ljóslausir um geiminn í 40 tvíeykjum og jafnvel hinir færustu vísindamenn geta ekki látið sér detta í hug neina skýringu á svo „snyrtilegri“ uppröðun.

Jú — þeir gætu hafa kastast út úr sólkerfi fyrir löngu, eins og ég sagði.

Jafnvel tveir í stöku tilfellum.

Júpíter og Satúrnus í okkar sólkerfi. Það er vitanlega ekki svo stutt á milli þeirra í raun og veru og heldur ekki svo stutt á Júmbóanna.

En ekki 40 pör svo snyrtilega uppröðuð!

Engin lögmál sem vísindamenn þekkja nú gætu búið til svo mörg og „snyrtileg“ pör.

Sumir sitja nú við og reikna hvort vera kunni að þessir Júpíterar hafi orðið til í efnisþoku sem varð aldrei nógu þung til að mynda sól.

En við því má færa sömu mótbárurnar.

Jújú, hugsanlega gæti það gerst (reyndar skilja menn bara alls ekki hvernig það gæti gerst en látum svo vera).

En varla tveir úr sömu efnisþokunni.

Nei, það gengur ekki.

Og ekki 40 saman í næsta nágrenni!

Þarna er eitthvað á seyði sem við skiljum alls ekki. En James Webb mun fylgjast grannt með Júpíterapörunum á næstunni.

Eða öllu heldur Jumbós.

 Jupiter Mass Binary Objects eins og umsjónarmenn James Webb eru farnir að kalla þessi plánetupör.

Og athugið eitt.

Það er mjög ólíklegt að líf þrífist á plánetu sem á sér öngva sól. En það er samt ekki útilokað. Hiti í iðrum gasrisa gæti mögulega kveikt einhvers konar líf, þótt vart yrði það svipað því sem við þekkjum.

Nýjar stjörnur sem eru að verða til í Óríon-þokunni.Myndin er frá NASA.

 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
4
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár