Almenningshlutafélagið Síldarvinnslan, sem Samherji er stærsti hluthafinn í með nærri þriðjungshlut, hefur keypt helming hlutafjár í sölufélagi Samherja, Ice Fresh Seafood. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í Síldarvinnslunni á móti Samherja. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Síldarvinnslunni.
Í viðskiptunum kaupir Síldarvinnslan hlutabréf af Samherja fyrir 10,7 milljónir evra, eða rúmlega 1500 milljónir íslenskra króna, auk þess sem nýtt hlutafé er gefið út fyrir 21,5 milljónir evra, tæplega 3,2 milljarða íslenskra króna. Fjárfesting Síldarvinnslunnar er því upp á 4,7 milljarða króna.
„Með vísan til ákvæða laga og starfsreglna stjórnar þá vék Þorsteinn Már sæti innan stjórnar Síldarvinnslunnar hf. við meðferð málsins og kom ekki að ákvörðunartöku vegna þess.“
Kaupir sölufyrirtæki beint af félagi Þorsteins og Kristjáns
Samhliða þessu kaupir Síldarvinnslan hlutabréf í erlendum sölufélögum sem bera nafnið Ice Fresh beint af fyrirtæki í eigu stofnenda Samherja, þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáni Vilhelmssonar, fyrir 13,9 milljónir evra, ríflega 2 …
og sulta í stórri krús
en söludeild samherja kosrar
sirk'a einsog betrunarhús