Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Múla­þingi hafa spurt spurn­inga um gjöf­ina frá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Fisk­eldi Aust­fjarða þarf að fá íbúa Múla­þings í lið með sér ef það á að verða af lax­eld­is­áform­um fyr­ir­tæk­is­ins í Seyð­is­firði.

Fiskeldi Austfjarða gaf Seyðisfirði 6 til 8 milljóna króna gjöf
Gáfu 6 til 8 milljónir Fiskeldi Austfjarða gaf Múlaþingi 6 til 8 milljónir króna fyrr í sumar. Jens Garðar Helgason er framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. Mynd: Laxar

Laxeldisfyrirtækið Fiskeldi Austfjarða, sem stundar laxeldi á Austfjörðum og hyggur á stórfellt laxeldi í Seyðisfirði, gaf 6 til 8 milljónir króna til sveitarfélagsins Múlaþings nýlega. Gjöfin var til að vinna að mengunarvörnum í Seyðisfirði vegna olíuleka frá skipinu El Grilló. Þetta kemur fram í fundargerð frá Umhverfis- og framkvæmdanefnd Múlaþings frá því á mánudaginn.

Ætla að fá íbúana í lið með sér

Fiskeldi Austfjarða hyggur nú á laxeldi í Seyðisfirði en fyrir stundar fyrirtækið sjókvíaeldi í nokkrum öðrum fjörðum á Austurlandi. Áform fyrirtækisins hafa vakið hörð viðbrögð hjá hluta íbúa og eru skiptar skoðanir um eldið. Jens Garðar Helgason, framkvæmdstjóri Laxeldis Austfjarða, hefur gefið það út að fyrirtækið muni vinna í því að reyna að fá íbúa í Múlaþingi í lið með sér með kynningar- og fræðslustarfi um laxeldið. 

Fyrr á árinu sagði Jens Garðar um þetta: „Ég lít á það þannig að nú er það í okkar höndum að upplýsa íbúana ennþá betur. Hluti af þessu er að það hefur skort á upplýsingagjöf frá okkur í umræðunni varðandi ýmis álitamál. Þetta er til dæmis um Farice-strenginn, ofanflóð, umhverfismál og siglingaleiðir.

„Ábyrgð fylgjandi því að gefa og þiggja“
Úr fundargerð í Múlaþingi

Efni, verkfæri og vinna frá laxeldisfyrirtækinu

Fram kemur í fundargerðinni, undir liðnum „ábyrgð fylgjandi því að gefa og þiggjaað fulltrúar minnihlutans spyrji sig spurninga um gjöfina frá laxeldisfyrirtækinu. „Við, fulltrúar V-lista og M-lista, köllum eftir því að settar verði skýrar reglur um gjafir til sveitarfélagsins í ljósi umræðna á fundinum.

Á fundinum kom fram að eðli gjafarinnar hafi verið efni, verkfæri og vinna við mengunarvarnir í firðinum. Í fundargerðinni segir:  „Fulltrúar V-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:Á 92. fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.08. 2023 kom það fram undir umræðu við 1. dagskrárlið; Málefni hafna í Múlaþingi, að nýverið hefði höfnin á Seyðisfirði (eign Múlaþings) þegið gjöf af Fiskeldi Austfjarða í formi efnis, verkfæra og vinnu tengt því mikilvæga verkefni að vinna gegn olíuleka úr El Grilló. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum var verðmæti umræddrar gjafar talið nema a.m.k. 6 - 8 milljónir króna.

Ef af laxeldi Fiskeldis Austfjarða í Seyðisfirði verður munu siglingar skipa um fjörðinn, meðal annars Norrænu, geta skipt verulegu máli fyrir laxeldisfyrirtækið þar sem öldugangur og annað rask getur haft áhrif á rekstur sjókvíanna. Nokkru máli getur skipt fyrir laxeldisfyrirtækið að tryggja sína hagsmuni í góðu samstarfi við sveitarfélagið ef af eldinu verður. Eitt atriði getur meðal annars verið að stuðla að því að siglingahraði Norrænu um Seyðisfjörð verði lækkaður. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    MÚTUR ?
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Að leyfa fiskeldi í Seyðisfirði er glæpur!
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Jens Garðar ætlar með ÖLLUM tiltækum ráðum að TROÐA fiskeldi ofaní kok á íbúum Seyðisfjarðar, hvar eru þingmenn í norð-austrinu ? Er búið að hóta þeim og fjölskyldum þeirra ? Er búið að færa þeim milljónir á bankareikninga eða afskrifa skuldir þeirra ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár