Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Nennir ekki upp á Everest

Arn­ar Mar­geirs­son hjá Þvotta­stöð­inni Fönn ferj­ar þvott alla daga og hef­ur gert það í 36 ár. Hann seg­ir það alltof lang­an tíma en hann nenni ekki að fara að skipta um vinnu úr þessu. Arn­ar hef­ur gam­an af bíla­við­gerð­um og slak­ar á með því að fara í fjall­göngu. Hon­um ligg­ur ekk­ert á og nenn­ir ekki á Ev­erest.

Nennir ekki upp á Everest

„Ég heiti Arnar Margeirsson og við erum í Aðalstræti. Ég er 59 ára gamall og bý í Breiðholtinu. Ég er að afgreiða þvott á Hótel Center. Þetta geri ég á hverjum degi, að ferja þvott frá Þvottahúsinu Fönn. Ég hef verið að gera þetta alltof lengi, eða í 36 ár. Ég gæti ímyndað mér að ég sé einn af þeim reynslumestu í þessu. 

Þegar ég segi alltof lengi á ég við að, ég veit það ekki, maður hefði kannski átt að gera eitthvað annað. Þetta starf er samt ekki slæmt. Hvað myndi ég gera ef ég gæti snúið til baka og byrjað upp á nýtt? Það væri þá einhver iðn, einhver bílatengd iðn, bílaviðgerðir eða eitthvað í þá áttina. En ég er bara í fínni vinnu og ég er búinn að vera svo lengi í þessu að ég nenni ekki að skipta núna. 

Ég kann að gera við bíla, ég geri það stundum. Ég hef bara lært það af reynslunni. Ég veit ekki um neitt eitt augnablik sem hefur breytt farvegi lífs míns og kannast ekki við neitt eitt stórt augnablik sem hefur mótað mig. Það má segja að líf mitt séu mörg lítil augnablik. Það er ekkert eitt sem hefur verið mér efst á huga, bara vinnan.

Fyrir utan að gera við bíla fer ég svolítið á fjöll. Síðast fór ég á Helgafell. Ég er ekki týpan sem þarf að sigrast á fjallinu, ég vil bara vera úti í náttúrunni að slaka á. Ég þarf ekkert að fara á hæsta fjallið. Mér liggur ekkert á. Ég myndi aldrei nenna upp á Everest, ég fer ekki í neinar hættulegar fjallgöngur.“ 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Skemmtilegt viðtal. Mér hefur fundist blaðamenn og ekki síst stjórnendur spjallþátta gjarnir á að reyna að kreista út úr viðmælendum sínum "atvikið örlagaríka", "áfallið skelfilega", þetta EINA sem leiddi til umsnúnings í lífi viðkomandi - eins og líf viðkomandi sé hannað fyrir fyrirsagnir.

    Arnar bítur ekki á agnið. "Ég veit ekki um neitt eitt augnablik sem hefur breytt farvegi lífs míns og kannast ekki við neitt eitt stórt augnablik sem hefur mótað mig. Það má segja að líf mitt séu mörg lítil augnablik." Mig grunar að það sama eigi við um okkur flest.
    4
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Sá má aldelis vera ánægður með sjálfann sig kallinn að vera þrjátíu þaðog sex ár á sama staðnum ég var 15 ár á sogaveginum enn núna er búin að vera níu ár þar sem ég er núna hvernig líst ykkur á það og alltaf hækkar hjá mér blessuð húsaleiga ár frá ári og ekkert lát virðist vera þar á hjá mér eins og fleirum hér í bæ
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár