Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bestu vísbendingar um líf í geimnum fundnar á plánetunni K2-18b

Vís­inda­menn telja sig hafa fund­ið gas­teg­und­ina dí­metýls­úlfoxíð á plán­etu í 120 ljós­ára fjar­lægð. Á Jörð­inni er sú gas­teg­und að­eins af­urð frá lif­andi ver­um

Bestu vísbendingar um líf í geimnum fundnar á plánetunni K2-18b
K2-18b á sveimi um sól sína, samkvæmt hugmynd listamanns. Önnur pláneta sem einnig gengur umhverfis sólina sést líka. Þar mun um að ræða fremur lítinn gasrisa.

Á fjarlægri plánetu, sem ennþá ber aðeins hið óskemmtilega nafn K2-18b, hafa nú fundist bestu og sterkustu vísbendingar hingað til um hugsanlegt líf úti í geimnum.

Vísindamenn brýna nú hver fyrir öðrum að flýta sér hægt, flana ekki að neinu, gefa ekki óþarflega stóryrtar yfirlýsingar, þetta þurfi allt að rannsaka frekar, en það er augljóst að þeir eru spenntir.

Afar spenntir.

K2-18b fannst árið 2015 og komst í fréttirnar fjórum árum síðar þegar hið alsjáandi auga Hubble-sjónaukans fann merki um að vatnsgufu þar. Miklar rannsóknir á plánetunni hófust þá og skiluðu brátt ýmsum niðurstöðum.

K2-18b gengur umhverfis sólstjörnuna K2-18 sem er í 124 ljósára fjarlægð frá okkur. Stjarnan er svonefndur „rauður dvergur“, bæði minni og dimmari en sólin okkar. Tvær plánetur hafa fundist á sveimi um K2-18 og K2-18b er einhvers staðar á milli Jarðar og Neptúnusar að stærð.

Hún gengur umhverfis sólstjörnu sína á 33 sólarhringum og er innan „byggilega beltisins“ kringum stjörnuna en það kalla vísindamenn það svæði þar sem þeir telja að líf sé mögulegt.

Sem sé hvorki of kalt né of heitt.

Langlíklegast er talið að K2-18b sé hulin vatni, sennilega undir ís — þó það sé ekki á hreinu ennþá.

Allar þóttu þessar niðurstöður afar spennandi.

En ný tíðindi sem borist hafa frá James Webb-sjónaukanum hafa nú slegið öllum fyrri fréttum við.

Því nú hafa fundist merki um koltvísýring og metangas — og (mjög sennilega) dímetýlsúlfoxíð.

Og það er þetta síðasta efni — gastegund — sem gerir vísindamenn svo spennta.

Því á Jörðinni er dímetýlsúlfoxíð eingöngu afrakstur og afurð lifandi vera.

Svifs og smáþörunga í sjónum.

Þannig að ef dímetýlsúlfoxíð er að finna á K2-18b er ... ja, hugsanlegt, mögulegt, kannski jafnvel líklegt að líf sé í þessum fjarlæga sjó.

Kannski er sjórinn sjálfur lifandi eins og kvikmyndinni Solaris eftir Andrei Tarkovskí!

En hér er sem sé mikilvægt að fara ekki fram úr sér. Tilvist dímetýlsúlfoxíð á plánetunni er ekki 100 prósent örugg ennþá. James Webb verður settur í að rannsaka það mál þar til óvéfengjanleg niðurstaða fæst.

Og svo er hugsanlegt að dímetýlsúlfoxíð geti orðið til með einhverjum öðrum hætti en sem afurð lifandi vera. Enginn vísindamaður hefur að vísu ennþá getað látið sér detta í hug hvernig það gæti gerst, en best að útiloka ekkert.

En þangað til niðurstöður koma er ljóst að  K2-18b hlýtur að teljast ansi líklegur kantídat fyrir líf úti í geimnum.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár