Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bestu vísbendingar um líf í geimnum fundnar á plánetunni K2-18b

Vís­inda­menn telja sig hafa fund­ið gas­teg­und­ina dí­metýls­úlfoxíð á plán­etu í 120 ljós­ára fjar­lægð. Á Jörð­inni er sú gas­teg­und að­eins af­urð frá lif­andi ver­um

Bestu vísbendingar um líf í geimnum fundnar á plánetunni K2-18b
K2-18b á sveimi um sól sína, samkvæmt hugmynd listamanns. Önnur pláneta sem einnig gengur umhverfis sólina sést líka. Þar mun um að ræða fremur lítinn gasrisa.

Á fjarlægri plánetu, sem ennþá ber aðeins hið óskemmtilega nafn K2-18b, hafa nú fundist bestu og sterkustu vísbendingar hingað til um hugsanlegt líf úti í geimnum.

Vísindamenn brýna nú hver fyrir öðrum að flýta sér hægt, flana ekki að neinu, gefa ekki óþarflega stóryrtar yfirlýsingar, þetta þurfi allt að rannsaka frekar, en það er augljóst að þeir eru spenntir.

Afar spenntir.

K2-18b fannst árið 2015 og komst í fréttirnar fjórum árum síðar þegar hið alsjáandi auga Hubble-sjónaukans fann merki um að vatnsgufu þar. Miklar rannsóknir á plánetunni hófust þá og skiluðu brátt ýmsum niðurstöðum.

K2-18b gengur umhverfis sólstjörnuna K2-18 sem er í 124 ljósára fjarlægð frá okkur. Stjarnan er svonefndur „rauður dvergur“, bæði minni og dimmari en sólin okkar. Tvær plánetur hafa fundist á sveimi um K2-18 og K2-18b er einhvers staðar á milli Jarðar og Neptúnusar að stærð.

Hún gengur umhverfis sólstjörnu sína á 33 sólarhringum og er innan „byggilega beltisins“ kringum stjörnuna en það kalla vísindamenn það svæði þar sem þeir telja að líf sé mögulegt.

Sem sé hvorki of kalt né of heitt.

Langlíklegast er talið að K2-18b sé hulin vatni, sennilega undir ís — þó það sé ekki á hreinu ennþá.

Allar þóttu þessar niðurstöður afar spennandi.

En ný tíðindi sem borist hafa frá James Webb-sjónaukanum hafa nú slegið öllum fyrri fréttum við.

Því nú hafa fundist merki um koltvísýring og metangas — og (mjög sennilega) dímetýlsúlfoxíð.

Og það er þetta síðasta efni — gastegund — sem gerir vísindamenn svo spennta.

Því á Jörðinni er dímetýlsúlfoxíð eingöngu afrakstur og afurð lifandi vera.

Svifs og smáþörunga í sjónum.

Þannig að ef dímetýlsúlfoxíð er að finna á K2-18b er ... ja, hugsanlegt, mögulegt, kannski jafnvel líklegt að líf sé í þessum fjarlæga sjó.

Kannski er sjórinn sjálfur lifandi eins og kvikmyndinni Solaris eftir Andrei Tarkovskí!

En hér er sem sé mikilvægt að fara ekki fram úr sér. Tilvist dímetýlsúlfoxíð á plánetunni er ekki 100 prósent örugg ennþá. James Webb verður settur í að rannsaka það mál þar til óvéfengjanleg niðurstaða fæst.

Og svo er hugsanlegt að dímetýlsúlfoxíð geti orðið til með einhverjum öðrum hætti en sem afurð lifandi vera. Enginn vísindamaður hefur að vísu ennþá getað látið sér detta í hug hvernig það gæti gerst, en best að útiloka ekkert.

En þangað til niðurstöður koma er ljóst að  K2-18b hlýtur að teljast ansi líklegur kantídat fyrir líf úti í geimnum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár