Það var logn og blíða þegar Hallgrímur Eymundsson og Andri Valgeirsson lögðu af stað ásamt aðstoðarmönnum sínum og Eru Buenafranciscu, eiginkonu Andra, upp að eldgosinu við Litla-Hrút. Um 20 manns fylgdust með þeim í beinu streymi sem þeir sendu út á netinu á meðan ferð þeirra á rafmagnshjólastólum stóð.
Laus möl í upphafi ferðar gerði hjólastólum þeirra aðeins erfitt fyrir, en hópurinn lét það ekki á sig fá og Hallgrímur dró einfaldlega upp sérstök bönd úr bakpokanum og fékk aðstoðarmennina til að draga sig þegar hann festist í mölinni.
Þeir komust upp bröttu brekkuna sem tekur snemma við vegfarendum á leið E, og þá var ekkert annað að gera en að halda áfram.
Stígurinn varð í kjölfarið auðfarnari, en samt svo torfær að þeir köstuðust til og frá í stólunum. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem þeir fóru í torfærur á rafmagnshjólastólunum og raunar ekki heldur þeirra frumraun …
Athugasemdir (1)