Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Byrjaði sem stærra eldgos en síðustu tvö en dregur hratt úr því

Hér er hægt að sjá glæ­ný mynd­bönd af eld­gos­inu sem hófst við Litla-Hrút í gær og er mun stærra en fyrri gos á svæð­inu. Fólk er beð­ið um að halda sig frá gos­stöðv­un­um fyrst um sinn vegna gasmeng­un­ar.

Byrjaði sem stærra eldgos en síðustu tvö en dregur hratt úr því
Löng sprunga Mynd tekin við eldstöðvarnar í nótt. Mynd: AFP

Eldgosið sem hófst við Litla Hrút á Reykjanesi síðdegis í gær er mun öflugra en eldgosin sem urðu á árin 2021 og 2022 á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er talið að sprungan sem hafi opnast sé um 900 metra löng og fyrsta mat á hraunflæði sýnir að það sé mun meira nú í upphafi goss en í fyrri gosum á svæðinu. 

Á vef Veðurstofunnar segir að gasmengun sé mikil í grennd við gosstöðvarnar og geti verið hættuleg. Hún sé auk þess líkleg víða á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. „Fólki er bent á að fara ekki inn á svæðið fyrr en viðbragðsaðilar hafa haft tækifæri til að meta aðstæður.“

Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í nótt þar íbúar á Reykjanesi voru hvattir til þess að sofa með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu vegna gasmengunarinnar.

Í færslu á Facebook-síðu Almannavarna var fólk auk þess beðið um að halda sig frá gosstöðvunum fyrst um sinn, en ljóst má vera að margir hafi samt farið. Fjölmargar myndir og myndbönd af gosinu hafa þegar birst víða á samfélagsmiðlum. 

Þar sagði enn fremur að þegar komið að því að svæðið verði opnað sé margt sem þurfi að hafa í huga, þá helst að næsta nágrenni gosstöðvanna sé hættulegt svæði og geta aðstæður breyst hratt. 

Almannavarnir hafa gert kort fyrir svæðið með skilgreindu hættusvæði, líkt og í fyrri gosum. „Svæðið er frekar stórt enda leynast margar hættur í kringum gosstöðvarnar; nýjar sprungur geta opnast, hraun flætt á miklum hraða og gas verið í hættulegu magni. Þess vegna er mælst til þess að fólk haldi sig utan þessa svæðis að svo stöddu. Hættumatið verður svo uppfært eftir því sem aðstæður breytast.“

Á vef mbl.is í morgun segir að viðbragðsaðilar, al­manna­varn­ir og Veður­stofa Íslands muni funda klukk­an 9 í dag og þá verði lík­lega ákveðið hvort gosstöðvarn­ar verði opnaðar fyr­ir al­menn­ingi. 

„Það er þetta með hraungosin“

Einn þeirra sem fór upp að gosinu í gærkvöldi var Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann sagði í færslu á Facebook að ferðin að gosinu hafi verið vel lukkuð. „Stukkum af stað korteri eftir að sást reykur við Keili. Vorum fjögur mætt á Vigdísarvelli laust fyrir kl. 18. Ein mögulegra leiða sem könnuð hafði verið áður að líklegri gossprungu.

Golukaldinn var á eftir okkur, og vindaspáin skoðuð í þaula við upphaf göngunnar sem tók tvær klst. Fyrst yfir 350 m Núpshlíðarhálsinn og síðan mosavaxna hraunbreiðu.

Um 10-20 manns voru við gossprunguna áveðurs. Sumir höfðu gist í nágrenninu og beðið frá því fyrir helgi, aðrir nýkomnir gangandi eins og við. Nokkra sá ég nokkuð frá, upp á dálitlum hól sunnan sprungunnar. Þangað sló yfir eimyrju frá nýja hrauninu annað slagið.

HraunMynd tekin við eldstöðvarnar í nótt.

Þyrla frá Gæslunni og önnur til sveimuðu stöðugt yfir.

Þegar við yfirgáfum staðinn var upplýsingafundi Almannavarna lokið. Lesa mátti á símanum að mikil hætta væri við gosstöðvarnar. Þá hættu skynjuðum við ekkert sérstaklega þegar staðið var við í hæfilegri fjarlægð, enda golan í bakið í samræmi við vindaspá, m.a. Veðurstofunnar.

En það er þetta með hraungosin, maður verður að drífa sig, áður en þeim verður lokið eða þá þeim lokað:)

Við í gosfjölskyldunni "stimpluðum" okkur síðan út hjá Vegagerðarstarfsmönnum sem þá voru komnir við vegslá á ganamótum Djúpavatnsvegar. Klukkan var orðin eitt - orðið rökkvað og eftirminnilegur dagur á enda runninn.“

Á Facebook-síðu rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá í morgun sagði að verulega hefði dregið úr afli og framleiðni gossins miðað við stöðu þess í morgunsárið. „Suðurálma hraunsins virðist hafa stöðvast og samfara því hefur rennslið dreift úr sér og teygir sig meira í austurátt. Framleiðnin virðist vera svipuð því sem mældist í fyrri gosum (~10 m3/s?).“

Ef gert sé ráð fyrir því að samsetning kvikunnar sé svipuð þeirri sem kom upp í fyrri gosum Fagradalsfjallselda, þá myndi, samkvæmt reynsluformúlu Þorvaldar Þórðarsonar o.fl. (2004), framleiðni upp á ~40 m3/s leysa af sér um 16000 tonn af SO2 út í andrúmsloftið á dag. „Það virðist vera að gosið hafi haldið þessari framleiðni fyrstu ~5 klukkustundirnar, sem þýðir að á þeim tíma setti gosið af sér rétt yfir 3000 tonn af SO2, sem samsvarar ~600 tonnum/klst., og skýrir mengunina sem var í grennd við eldstöðvarnar í upphafi goss. En þar sem dregið hefur verulega úr kvikframleiðninni, þá hefur að sama skapi dregið úr brennisteinsmengunin og hún er líklega komin niður í ~4000 tonn/dag eða um 150 tonn/klst.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GV
    Grétar Vésteinsson skrifaði
    Hvenær var ( verður) hættuástandi aflýst á Reykjavíkursvæði vegna gasmengunar og hvenær er öruggt að opna glugga? Ég hef hvergi séð eða heyrt neitt um það. 11.07.23 kl, 10:40 GV
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eldgos við Litla-Hrút

Fóru á rafmagnshjólastólum í átt að glóandi hrauninu
FréttirEldgos við Litla-Hrút

Fóru á raf­magns­hjóla­stól­um í átt að gló­andi hraun­inu

Andri Val­geirs­son og Hall­grím­ur Ey­munds­son lögðu af stað í ferða­lag í átt að eld­gos­inu við Litla-Hrút á raf­magns­hjóla­stól­um um síð­ustu helgi. Ferð­in gekk stór­áfalla­laust fyr­ir sig, þó þeir hafi kast­ast að­eins til í stól­un­um vegna tor­færs lands­lags og hleðsl­an á raf­hlöð­um stól­anna hafi klár­ast á baka­leið­inni. Andri kall­ar eft­ir því að að­gengi að ís­lensk­um nátt­úruperl­um verði bætt, svo fólk sem not­ast við hjóla­stól geti feng­ið að sjá land­ið eins og gang­andi fólk.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár