Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Viktor Traustason forsetaframbjóðandi lætur niðurstöður skoðanakannana ekki á sig fá og heldur ótrauður áfram í baráttunni um embætti forseta Íslands.

Viktor Traustason sagði í seinasta þætti Pressu taka lítið mark á skoðanakönnunum sem benda til þess að hann eigi langt í land við að ná kjöri sem næsti forseti Íslands. Samkvæmt skoðanakönnunum mælast Viktor, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson samanlagt með innan við þrjú prósent fylgi. 

Spurður hvort hann trúi því einlæglega að honum takist að brúa bilið sem mælist í könnunum og ná kjöri sem næsti forseti lýðveldisins segist Viktor ekki munu leggja sig fram við brúa neitt bil, það sé í höndum kjósenda.  

„Í fyrsta lagi þá ég ætla ekkert að reyna að brúa neitt bil. Möguleikinn er til staðar ef fólk vill hann,“ sagði Viktor og bætti að landsmenn ættu eftir að kynnast honum og stefnumálum hans betur.

„Ég held það hafi ekki verið nein skoðanakönnun framkvæmd frá því eftir að ég tók þátt í kappræðum. Svartímabilið byrjar áður en langflestir landsmenn vissu hver ég væri eða hvaða stefnumál ég er að berjast fyrir. Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta lítur út í öðrum skoðanakönnunum.“

Hafið þið heyrt um bangsana?

Í svari sínu varpaði Viktor fram áhugaverðri samlíkingu til þess að sýna fram á það hversu misvísandi skoðanakönnunum hættir til að vera. 

„Svo er ég að velta fyrir mér hvort þið séuð búin að heyra um bangsana. Ef konur eru spurðar í skoðanakönnunum „þú ert ein úti í skógi. Hinum megin við runnann - hvort viltu að það sé björn eða ókunnugur maður. Yfir 90% kvenna segja „að sjálfsögðu björn.““

Umræðan sem Viktor vitnar hér hefur undanfarið verið háð samfélagsmiðlunum X og TikTok og hefur vakið mikla athygli. Sérstaklega fyrir þær sakir að flestar konur virðast kjósa að rekast á björn á förnum vegi í stað ókunnugra karlmanna.

Hefur netfyrirbærið í kjölfarið hrundið af stað umræðu um kynbundið ofbeldi. Viktor telur hins vegar þessa óformlegu skoðanakönnun vera misvísandi.  

„Ég hugsa að þetta segi okkur ekkert um karlmenn, segir okkur mjög lítið um kvenmenn og segir okkur dálítið mikið um það hve mikið mark við eigum að taka á skoðanakönnunum.“

Ungir sem aldnir stoppað Viktor út á götu

Svo virðist sem að Viktor hafi verið að einhverju leyti sannspár. Samkvæmt könnun sem Prósent vann fyrir Morgunblaðið, þar sem gögnum var safnað milli 7. til 12. maí, hefur Viktor aukið fylgið sitt og mælist 1,5 prósent fylgi.  

Framboð Viktors var upphaflega úrskurðað ógilt af Landskjörstjórn vegna ágalla á meðmælendalistanum sem Viktor skilaði inn. Ákvörðuninni var áfrýjað og kjölfarið voru meðmælin könnuð á ný og Viktori gefinn frestur til þess að gera lagfæringar á meðmælasöfnunni. Eftir þá yfirferð úrskurðaði landskjörstjórn framboðið gilt.  

Rétt áður en að Viktor mætti í viðtalsþátt Pressu var hann umkringdur menntaskólanemum að dimmitera. 

þegar þú varst að koma hérna þá varstu umkringdur, mér sýndist þetta vera álfar eða voru þetta bananar?

 „Ég sá banana en þeir gátu talað.

Er verið að stoppa þig úti á götu?

„Já svona síðastliðna viku, en ungir og aldnir,“ segir Viktor sem hefur vakið athygli og hrifningu meðal margra með hreinskiptnum og hnitmiðuðum tilsvörum í viðtölum og kappræðum.


Sjá má þáttinn í heild sinni hér: 
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hver kýs hann? Ég hef ekki séð að ég geti kynnst honum. Það kemur ekkert frá honum
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu