Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Klár mistök að Íslandsbanki seldi í sjálfum sér

Ís­lands­banki hefði ekki átt að vera einn sölu­að­ila að hlut rík­is­ins í bank­an­um að mati nýs banka­stjóra, Jóns Guðna Óm­ars­son­ar. Það kom hon­um á óvart og voru von­brigði að starfs­menn bank­ans skyldu taka þátt í út­boð­inu. Mis­tök voru gerð með því að ekki var girt fyr­ir slíkt.

Klár mistök að Íslandsbanki seldi í sjálfum sér
Kom á óvart Þátttaka starfsmanna Íslandsbanka í útboðinu kom Jóni Guðna á óvart. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka, segir að stjórnendur Íslandsbanka hefðu átt að gera sér ljósa hættuna á hagsmunaárekstrum og orðsporsáhættu með því að bankinn sjálfur tæki að sér hlutverk söluaðila á hlut ríkisins í bankanum. Bankinn muni ekki koma að frekari sölu en Jón Guðni útilokar þó ekki að Íslandsbanki taki að sér það hlutverk að selja hlut ríkisins í Landsbankanum, kæmi til þess að það yrði gert.

Jón Guðni segir í viðtali við Heimildina að við frumskráningu Íslandsbanka á markað hafi bankinn sjálfur leikið stórt hlutverk, og það verkefni hafi gengið nokkuð vel. „Eftir það vorum við sennilega bara of örugg með okkur hvað varðar framhaldið. Það kemur fram í sáttinni við Seðlabankann að það hefði átt að vinna betra áhættumat, sem sagt ekki bara inni í þeirri einingu sem vann verkið heldur hærra í bankanum. Það er eitthvað sem við erum að skoða núna með ytri ráðgjafa í þeim málum, hvernig best er að haga því til framtíðar.“

Jón Guðni segir einnig aðspurður að hann hafi hvorki verið spurður um sína skoðun á því að bankinn sæi um söluna, né hafi hann viðrað hana. „Hins vegar er það alveg augljóst núna að við myndum ekki taka svona verkefni að okkur í dag.“ 

En mynduð þið taka að ykkur verkefni eins og að selja hluti í Landsbankanum til að mynda?

„Já, það er eitthvað sem við myndum klárlega skoða, einhver þarf náttúrlega að sinna slíku hlutverki. En aftur, við erum að skoða þessa ferla heilt yfir, þannig að þegar slík mál kæmu upp á borð að þau séu þá skoðuð af stjórnendum sem geta séð þvert yfir og metið heildaráhættu.“

Klár mistök

Hvernig stóð á því að það var ekki fullkomlega girt fyrir það að starfsmenn bankans gætu tekið þátt í útboðinu?

„Það voru einmitt klár mistök, eftir á að hyggja, að hafa ekki gert það. Ég held að skýringin sé að hluta til sú að þegar frumútboðið fór fram þá var reglum breytt hjá okkur þannig að starfsmenn gætu tekið þátt. Svo var þeim ekki breytt aftur áður en kom að þessari sölu. Útboðinu var beint að hæfum fjárfestum og ég held bara að fólk hafi verið með hugann við það. Þú sérð það líka að það voru innan við eitt prósent starfsmanna sem tóku þátt. Það var ekki verið að beina þessu sérstaklega að starfsmönnum bankans. Æðstu stjórnendur á þessum tíma, Birna og ég, við tókum ekki þátt. Maður hefði viljað að þetta væri gert öðruvísi.“

„Ég sá tiltölulega fljótlega að það hefði verið heppilegra að starfsmenn hefðu ekki tekið þátt“
Jón Guðni Ómarsson

Hafðir þú hugmyndaflug til að láta þér detta í hug að stjórnendur sviða, stjórnarmenn, æðstu stjórnendur og yfirhöfuð starfsmenn bankans, myndu taka þátt í útboðinu? Er það það sem klikkaði, að fólk innan bankans bara ímyndaði sér ekki að þetta gæti gerst?

„Við getum allavega alveg sagt það að það kom mér aðeins á óvart að það hefðu verið starfsmenn sem tóku þátt.“

Áttu við að það hafi verið þér vonbrigði?

„Já, ég sá tiltölulega fljótlega að það hefði verið heppilegra að starfsmenn hefðu ekki tekið þátt.“

 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í ríkisbanka með afslætti.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka dela í forsvari.
    2
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Er ekki gerð krafa um að bankastarfsfólk búi yfir neinu siðferði? Amk viðskiptasiðferði? Aumar afsakanir
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár