Ásmundur Tryggvason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Í hans stað hefur verið ráðin Kristín Hrönn Guðmundsdóttir. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að Ásmundur hafi sjálfur ákveðið að hætta, eða stíga til hliðar, eins og það er orðað í tilkynningunni.
Ásmundur var einn þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem keyptu hluti fyrir 11,2 milljónir króna í bankanum í lokuðu útboði á 22,5 prósenta hlut ríkisins á síðasta ári. Í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um sátt sem Íslandsbanki gerði, þar sem stjórnendur bankans gengust við lögbrotum við útboðið, kom fram að Ásmundur hefði haft samband við regluvörð bankans með það fyrir augum að liðka fyrir kaupum starfsmanna í útboðinu.
Með uppsögn sinni fylgir Ásmundur í fótspor Birnu Einarsdóttur sem lét af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt bankans við fjármálaeftirlitið var gerð opinber. Í millitíðinni, það er …
I þessu tilfelli líkt og flestum öðrum var regluvarslan bara sýndarmennska... eða byggð á heimsku.
Þurfum að taka gagnrýnið tal við regluverði eða fella þessa sýndarstarfsgrein niður líkt og sýndarframkvæmdir gegn spillingu og peningarþvætti.
Sektin er eins og áður hefur verið sagt ... bara djók... því hún hefur öngva vikt á bankann sem veltir þessu strax áfram og öngvar kvaðir eru um tímabundið eftirlit um að "nýjir" aðilar fari eftir reglunum.
Sama gamla 2000 og 2008 lagið.