Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur hættur hjá Íslandsbanka

Ásmund­ur Tryggva­son hef­ur sagt upp störf­um hjá Ís­lands­banka. Hann var einn þeirra starfs­manna bank­ans sem keyptu í lok­uðu út­boði á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka.

Ásmundur hættur hjá Íslandsbanka
Farinn Ásmundur var einn af þeim starfsmönnum sem keyptu í útboði Íslandsbanka á sjálfum sér. Mynd: Íslandsbanki

Ásmundur Tryggvason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Í hans stað hefur verið ráðin Kristín Hrönn Guðmundsdóttir. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að Ásmundur hafi sjálfur ákveðið að hætta, eða stíga til hliðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. 

Ásmundur var einn þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem keyptu hluti fyrir 11,2 milljónir króna í bankanum í lokuðu útboði á 22,5 prósenta hlut ríkisins á síðasta ári. Í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um sátt sem Íslandsbanki gerði, þar sem stjórnendur bankans gengust við lögbrotum við útboðið, kom fram að Ásmundur hefði haft samband við regluvörð bankans með það fyrir augum að liðka fyrir kaupum starfsmanna í útboðinu. 

Með uppsögn sinni fylgir Ásmundur í fótspor Birnu Einarsdóttur sem lét af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt bankans við fjármálaeftirlitið var gerð opinber. Í millitíðinni, það er …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Eini tilgangur regluvarðar er að tryggja að reglunum sé framfylgt.

    I þessu tilfelli líkt og flestum öðrum var regluvarslan bara sýndarmennska... eða byggð á heimsku.

    Þurfum að taka gagnrýnið tal við regluverði eða fella þessa sýndarstarfsgrein niður líkt og sýndarframkvæmdir gegn spillingu og peningarþvætti.

    Sektin er eins og áður hefur verið sagt ... bara djók... því hún hefur öngva vikt á bankann sem veltir þessu strax áfram og öngvar kvaðir eru um tímabundið eftirlit um að "nýjir" aðilar fari eftir reglunum.

    Sama gamla 2000 og 2008 lagið.
    0
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Hef enga skoðun á stjórnmálum er líka orðin of gömul til þess að pæla í þeim hlutum í dag
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ásmundur Tryggvason er eiginmaður framkvæmdarstjóra Vinstri-grænna, hvað sem öllu líður þá er þetta góð ákvörðun hjá Ásmundi að hirða pokann sinn.
    1
    • ÁH
      Ásmundur Harðarson skrifaði
      Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Eiginkona Ásmundar er hins vegar framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár