Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja útmáðar upplýsingar Íslandsbankaskýrslunnar opinberaðar

Þing­menn Pírata ætla að óska rök­stuðn­ings fyr­ir yf­ir­strik­un­um í sátt Ís­lands­banka og fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Ís­lands á nöfn­um þeirra sem upp­fylltu ekki skil­yrði til þess að kaupa hlut í Ís­lands­banka við sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir verð­ur sann­færð­ari með hverju skrefi í mál­inu að skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar sé nauð­syn­leg.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir Pírata ætla að sækjast eftir því að kaupendur sem ekki uppfylltu skilyrði útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka en fengu samt að kaupa hlut í bankanum verði nafngreindir. 

Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þar sem gestir fundarins voru annars vegar frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og hins vegar Bankasýslu ríkisins, spurði Arndís Anna hvort rök hafi verið fyrir yfirstrikunum í kafla um sáttina sem Íslandsbandi gerði við fjármálaeftirlitið. Íslandsbanki mun greiða 1,2 milljarða króna sekt í ríkissjóð vegna sáttarinnar. Er það sögulega há sekt, sú hæsta síðan Arion Banki greiddi sekt upp á 80 milljónir árið 2020. 

Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, sagði það varfærið að strika út upplýsingar í sáttinni en lagagrundvöllur sé að baki þeim öllum. Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, sagði að það væri í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála að meta hvort yfirstrikanirnar ættu rétt á sér eða ekki. 

„Mér fannst koma fram á þessum fundi að þau hafi þarna verið að fara sérstaklega varlega og það sé ekki loku fyrir það skotið að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar. Já, við munum sækjast eftir því,“ sagði Arndís Anna í samtali við Ragnhildi Þrastardóttur, blaðamann Heimildarinnar, að fundi loknum í gær, aðspurð hvort Píratar ætli að leitast eftir því að upplýsingarnar verði birtar. 

„Við munum byrja á því að óska eftir því og óska eftir rökstuðningi fyrir því að þeim sé haldið leyndum. Svo eru þarna ákveðnir ferlar sem eru í boði til þess,“ sagði Arndís Anna. Birting yfirstrikananna er mikilvæg að hennar mati til að svara ýmsum spurningum. „Það eru auðvitað svo margar spurningar uppi í þessu máli um hagsmunaárekstra, til dæmis, og ýmislegt. Það er mikil tortryggni í garð þessarar sölu og það er alls ekki að ástæðulausu. Við teljum mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi upp á borðum til þess að við getum áttað okkur á hvað gerðist þarna.“

Málinu ekki lokið með afsögn bankastjóra

Afsögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í gær var viðbúin að mati Arndísar Önnu og segir hún afsögnina hafa komið fáum á óvart. „En auðvitað, það er enginn endir á þessu máli. Það er ekki þarna sem málið endar, augljóslega. Það er heilmikið af spurningum sem standa eftir í þessu máli.“

Næsta skref, að mati Arndísar Önnu, er að skipa rannsóknarnefnd um söluna á Íslandsbanka. Sú krafa hefur verið uppi af hálfu stjórnarandstöðunnar allt frá því að salan á 22,5 prósent hlut í bankanum fór fram í mars í fyrra. 

„Rannsóknarnefnd, ekki spurning. Og í rauninni verð ég bara sannfærðari um það með hverju skrefi,“ segir Arndís Anna. 

Í könnun sem Gallup birti seint í apríl í fyrra kom fram að 73,6 pró­­­­sent lands­­­­manna taldi að það ætti að skipa rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd en 26,4 pró­­­­sent taldi nægj­an­­­­legt að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun gerði úttekt á söl­unni. Kjós­­­­endur Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins skáru sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­­­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­unar nægði til. Tæp­­­­lega þriðj­ungur kjós­­­­enda hinna stjórn­­­­­­­ar­­­­flokk­anna var á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þyrfti rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­­­­endur stjórn­­­­­­­ar­and­­­­stöð­u­­­­flokka voru nær allir á því að rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd sé nauð­­­­syn­­­­leg.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Undirgefni Landans gagvart eigin pinturum er óendanleg.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Listinn yfir kaupendur var birtur á sínum tíma. Með því að bera hann saman við sáttina við Fjármálaeftirlitið má sjá yfir hverjir hafa verið strikaðir út.

    https://www.mbl.is/media/70/11670.pdf
    1
  • KHB
    Kristrún Helga Björnsdóttir skrifaði
    Mér finnst skipta máli að fram komi hvaða starfsmenn bankans, og aðrir sem að sölunni komu, hafa orðið uppvísir að því fylgja ekki lögum, þau send í leyfi á meðan sakamálarannsókn fari fram og þá fyrst er hægt að tala um að byggja upp traust. Að sjálfsögðu á það að eiga við um alla þá sem einhverja ábyrgð bera á þessu klúðri!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár