Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslandsbanki átti að hljóðrita 184 símtöl, en hljóðritaði einungis 22

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu mörg sím­töl starfs­menn Ís­lands­banka áttu við við­skipta­vini sem var boð­ið að kaupa hluti í bank­an­um í mars í fyrra. Það út­skýrist af því að ein­ung­is sím­töl sem þeir sjálf­ir hringja eru skráð. Þau voru 184 alls en ein­ung­is tólf pró­sent þeirra voru hljóð­rit­uð og varð­veitt.

Íslandsbanki átti að hljóðrita 184 símtöl, en hljóðritaði einungis 22
Íslandsbanki Svört sáttarskýrsla Fjármálaeftirlitsins um lögbrot sem framin voru innan bankans í tengslum við útboð á hlut ríkisins í honum í mars 2022 var birt í dag. Mynd: Íslandsbanki

Starfsmenn Íslandsbanka hringdu alls 184 símtöl í viðskiptavini vegna lokaðs útboðs á hlutum ríkisins í bankanum sjálfum sem fram fór 22. mars í fyrra þar sem tilefni samtalanna var boð um að taka þátt í útboðinu eða til að leggja fram tilboð með aðstoð starfsmanna Íslandsbanka. Samkvæmt lögum er skylt að hljóðrita og varðveita símtöl sem þessi. 

Það var ekki gert í langflestum tilfellum. Raunar voru einungis 22 af þeim 184 símtölum sem áttu sér stað hljóðritum og varðveitt, eða tólf prósent þeirra. Þar er auk þess einungis um að ræða þau símtöl sem hring voru úr símum starfsmanna Íslandsbanka, þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarfjölda móttekinna símtala í farsíma starfsmanna. „Bendir það til þess að málsaðila [Íslandsbanka] hafi borðið að varðveita fleiri símtöl en hér eru tilgreind.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í sáttarskýrslu sem Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti í dag vegna sáttar sem það hefur gert við Íslandsbanka. Í sáttinni felst að Íslandsbanki gengst við innan hans hafi verið framin alvarleg lögbrot þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í bankanum var seldur í lokuðu útboði í mars í fyrra. Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða næstum 1,2 milljarða króna í sekt vegna þeirra lögbrota. 

Ítrekað búið að benda á þörf á úrbótum

Fyrir liggur að regluvarsla Íslandsbanka hafði ítrekað bent á bæta þyrfti úr því hvernig hljóðritun símtala færi fram. Þróunin væri að símtöl væru að færast meira yfir í farsíma starfsmanna og að regluvarsla bankans hefði áhyggjur af þeirri þróun. Mótvægisaðgerð til að bregðast við þessu væri að notast við samskiptaforritið Teams fyrir samskipti sem hafi þurft að vera til á hljóðupptöku. „ hvaða hætti bankastjóri og stjórn málsaðila hefðu verið upplýst um þær brotalamir á hljóðupptökum sem Regluvarsla hefur bent á ítrekað í úttektum sínum og hvort áminningar hafi verið veittar vegna brota á lögum og innri reglum málsaðila. Í svarbréfi málsaðila, dags. 2. júní 2022, kemur fram að greint hafi verið frá úttektunum í ársskýrslu Regluvörslu sem kynntar séu endurskoðunarnefnd og stjórn málsaðila og að engar formlegar áminningar hafi verið veittar af þessum sökum. Með svari málsaðila voru 13 fylgiskjöl sem varða úttektir Regluvörslu sem framkvæmdar voru á tímabilinu mars 2019 til febrúar 2021.“

Í sáttarskýrslunni segir að Fjármálaeftirlitið hafi óskað eftir því með bréfi, dagsett 27. maí 2022, að fá upplýsingar um hvort og með hvaða hætti Birna Einarsdóttir bankastjóri og stjórn bankans hefðu verið upplýst um þær brotalamir á hljóðupptökum sem regluvarsla Íslandsbanka hafði ítrekað bent á úttektum sínum og hvort áminningar hafi verið veittar vegna brota á lögum og innri reglum málsaðila. „Í svarbréfi málsaðila, dags. 2. júní 2022, kemur fram að greint hafi verið frá úttektunum í ársskýrslu Regluvörslu sem kynntar séu endurskoðunarnefnd og stjórn málsaðila og að engar formlegar áminningar hafi verið veittar af þessum sökum. Með svari málsaðila voru 13 fylgiskjöl sem varða úttektir Regluvörslu sem framkvæmdar voru á tímabilinu mars 2019 til febrúar 2021.“

Það er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að Íslandsbanki hafi brotið gegn lögum með því að hafa ekki skráð og varðveitt símtalsupptökur vegna alls 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið. Þá er það niðurstaða eftirlitsins að bankinn hafi ekki gert allar tiltækar ráðstafanir til að tryggja að starfsmenn eigi aðeins í samskiptum við viðskiptavini sem hann getur varðveitt og afritað, meðal annars samskipti sem leiða eða kunna að leiða til viðskipta fyrir eigin reikning eða móttöku, miðlunar og framkvæmdar fyrirmæla viðskiptavina

Í skýrslunni segir enn fremur ljóst að Íslandsbanki hafi um langan tíma vitað af alvarlegum brotalömum tengdum símtalsupptökum og hlítni við innri reglur um hljóðritun símtala sem giltu áður en lög um markaði fyrir fjármálagerninga tóku gildi. Það brjóti einnig gegn lögum og reglum. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu