Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Marga daga að jafna sig eftir mætingu í tíma

Hilm­ar Smári Fin­sen lenti í al­var­legu bíl­slysi ár­ið 2016 og glím­ir við af­leið­ing­arn­ar. Hann varð að hætta námi í við­skipta­fræði við Há­skóla Ís­lands vegna þess að nám­ið reynd­ist lík­am­lega of erfitt og lít­ill vilji var til að mæta hon­um. Hann skipti yf­ir í fé­lags­fræði og lauk BA-prófi í miðj­um heims­far­aldri, þeg­ar boð­ið var upp á fjar­nám fyr­ir nem­end­ur skól­ans. Nú stund­ar hann meist­ara­nám í náms- og starfs­ráð­gjöf.

Marga daga að jafna sig eftir mætingu í tíma
Samkomutakmarkanir björguðu náminu Hilmar Smári glímir við takmarkaða hreyfigetu eftir alvarlegt bílslys. Honum reyndist því um megn að þurfa alltaf að mæta á staðinn og sitja lengi við skrifborð að reikna dæmi fyrir áfanga í viðskiptafræði. Lítill vilji var til að mæta honum þar til heimsfaraldur skall á og Háskóli Íslands neyddist til að koma upp fjarfundabúnaði til að halda skólastarfinu gangandi. Breytingarnar gerðu honum kleift að ljúka námi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ef ég mæti í tíma þá er ég stundum daga að jafna mig, og er tími þess virði að vera daga að jafna sig? Nei, eiginlega ekki,“ segir Hilmar Smári Finsen, 30 ára meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann segir að tæknilegar lausnir fyrir nám á tímum Covid hafi verulega bætt aðgengi að námi við skólann. Án þessara lausna hefði hann ekki getað klárað BA-námið og gæti ekki séð fyrir sér að klára meistaranámið.

Þann 3. mars 2016 lenti Hilmar í bílslysi. Eitt dekkið á bílnum hans sprakk á ferð sem leiddi til þess að hann missti stjórn á bílnum sem endaði á steini. Í slysinu þríbrotnaði hann á ökkla og brotnaði einnig á tveimur stöðum á bakinu. Slysið hafði þær afleiðingar að hann lifir nú við allt að 70 prósent skerta hreyfigetu. Hreyfihömlun hans gerir það að verkum að einföld verkefni geta tekið margfalt lengri tíma …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Nám í Háskóla Íslands ætti að gera eins aðgengilegt fyrir alla og hugsast getur með algildri hönnun, aðgengi fyrir alla og möguleikum að fjarnámi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Aðgengi að háskólanámi

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár