Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Marga daga að jafna sig eftir mætingu í tíma

Hilm­ar Smári Fin­sen lenti í al­var­legu bíl­slysi ár­ið 2016 og glím­ir við af­leið­ing­arn­ar. Hann varð að hætta námi í við­skipta­fræði við Há­skóla Ís­lands vegna þess að nám­ið reynd­ist lík­am­lega of erfitt og lít­ill vilji var til að mæta hon­um. Hann skipti yf­ir í fé­lags­fræði og lauk BA-prófi í miðj­um heims­far­aldri, þeg­ar boð­ið var upp á fjar­nám fyr­ir nem­end­ur skól­ans. Nú stund­ar hann meist­ara­nám í náms- og starfs­ráð­gjöf.

Marga daga að jafna sig eftir mætingu í tíma
Samkomutakmarkanir björguðu náminu Hilmar Smári glímir við takmarkaða hreyfigetu eftir alvarlegt bílslys. Honum reyndist því um megn að þurfa alltaf að mæta á staðinn og sitja lengi við skrifborð að reikna dæmi fyrir áfanga í viðskiptafræði. Lítill vilji var til að mæta honum þar til heimsfaraldur skall á og Háskóli Íslands neyddist til að koma upp fjarfundabúnaði til að halda skólastarfinu gangandi. Breytingarnar gerðu honum kleift að ljúka námi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ef ég mæti í tíma þá er ég stundum daga að jafna mig, og er tími þess virði að vera daga að jafna sig? Nei, eiginlega ekki,“ segir Hilmar Smári Finsen, 30 ára meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann segir að tæknilegar lausnir fyrir nám á tímum Covid hafi verulega bætt aðgengi að námi við skólann. Án þessara lausna hefði hann ekki getað klárað BA-námið og gæti ekki séð fyrir sér að klára meistaranámið.

Þann 3. mars 2016 lenti Hilmar í bílslysi. Eitt dekkið á bílnum hans sprakk á ferð sem leiddi til þess að hann missti stjórn á bílnum sem endaði á steini. Í slysinu þríbrotnaði hann á ökkla og brotnaði einnig á tveimur stöðum á bakinu. Slysið hafði þær afleiðingar að hann lifir nú við allt að 70 prósent skerta hreyfigetu. Hreyfihömlun hans gerir það að verkum að einföld verkefni geta tekið margfalt lengri tíma …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Nám í Háskóla Íslands ætti að gera eins aðgengilegt fyrir alla og hugsast getur með algildri hönnun, aðgengi fyrir alla og möguleikum að fjarnámi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Aðgengi að háskólanámi

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu