Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stærsti lífeyrissjóðurinn í VÍS studdi kaupin á Fossum

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins seg­ir að sú ákvörð­un sjóðs­ins að styðja kaup VÍS á Foss­um sé vel ígrund­uð. Sjóð­ur­inn seg­ir að stefna hans sé að fylgja til­lög­um rétt­kjör­inna stjórna fyr­ir­tækja sem fjár­fest er í.

Stærsti lífeyrissjóðurinn í VÍS studdi kaupin á Fossum
8 af 11 sögðu já 8 af 11 lífeyrissjóðum sem eru á listanum yfir 20 stærstu hluthafa VÍS studdu kaup VÍS á Fossum. Haraldur Þórðarson er forstjóri Fossa og félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Bjarna Ármannssyni eru tveir stærstu einkafjárfestarnir.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) studdi kaup Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fjárfestingarbankanum Fossum og greiddi atkvæði með viðskiptunum á hluthafafundi VÍS á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í svörum frá Hörpu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra LSR, við spurningum Heimildarinnar um málið. LSR er stærsti einstaki hluthafi VÍS með samtals 11,34 prósenta hlut í gegnum A- og B deildir sjóðsins.  „LSR kaus með tillögu stjórnar,segir í svarinu. 

Heimildin fjallaði um atkvæði ellefu lífeyrissjóða, eða deilda innan sjóðanna, sem eru meðal 20 stærstu hluthafa VÍS, í blaðinu sem kom út í dag. LSR svaraði ekki spurningum blaðsins um kaupin á Fossum fyrr en í morgun. Með svörum LSR liggur fyrir að 8 sjóðir af 11 á listanum yfir 20 stærstu hluthafana greiddu atkvæði með kaupum VÍS á Fossum.  Þrír sjóðir kusu gegn tillögunni um kaupin.  

„LSR telur að mat stjórnar sé unnið af fullum heilindum og með hagsmuni hluthafa í forgrunni.“
Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR

Treystir mati stjórnar VÍS

Segir ákvörðina vel rökstuddaHarpa Jónsdóttir segir ákvörðpun LSR vel rökstudda.

Í svörum Hörpu, fyrir hönd LSR, kemur fram að sjóðurinn hafi  treyst mati stjórnar VÍS sem lá til grundvallar í viðskiptunum.  „Stjórn VÍS hefur stefnt að því að útvíkka starfsemi félagsins og bæta við fjármálatengdum tekjueiningum síðastliðin misseri. Hagsmunamat stjórnar ræður því hvenær og hvaða leið er farin til að ná settu markmiði. Mat stjórnar er að í nánustu framtíð séu breytingar á fjármálamarkaði sem gefa nýjum fjárfestingarbanka tækifæri til að sækja sér hlutdeild og vaxa hraðar en ella. LSR telur að mat stjórnar sé unnið af fullum heilindum og með hagsmuni hluthafa í forgrunni.

 

Harpa segir að almenna reglan í rekstri lífeyrissjóðsins sé að fylgja mati og tillögum stjórna þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn fjárfestir í. „Samkvæmt eigendastefnu LSR er almenna reglan að kosið sé með tillögum réttkjörinna stjórna félaga sem eiga að tryggja hagsmuni hluthafa til lengri tíma. Að sama skapi er áhersla á virkt samtal við hluthafa og að rökstuðningur eigi sér stað í aðdraganda hluthafafunda.Þetta hafi líka verið gert núna. 

Athygli vekur að þrír lífeyrissjóðir komust að annarri niðurstöðu en LSR og hinir lífeyrissjóðir sjö. Rökstuðningur þeirra fyrir að styðja ekki kaupin voru annars vegar hátt verð á Fossum - 4,2 milljarðar króna- og svo ófullnægjandi upplýsingagjöf um viðskiptin. 

LSR er hins vegar á þeirri skoðun að ákvörðun sjóðsins um að styðja kaupin séu vel ígrunduð, sem felur í sér að sjóðurinn er sáttur við forsendurnar sem hún byggir á, öfugt við þrjá af sjóðunum.  „Ákvörðun LSR er vel ígrunduð og forsendur sem lagðar hafa verið fram af stjórn VÍS hafa verið metnar með eigin áhættumati líkt og aðrar sambærilegar ákvarðanir sem teknar eru hjá sjóðnum.  Fjárfestingarákvarðanir byggja á væntingum um framtíðarrekstur viðkomandi félaga og þróun á ytri aðstæðum. Í tilfelli kaupa VÍS á Fossum fjárfestingarbanka var áhættubil viðskiptanna metið innan marka og ákveðið að fylgja hagsmunamati stjórnar VÍS.

Gagnrýnir viðskiptinRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýndi kaupin fyrirhuguðu á Fossum í aðdraganda þeirra. VR skipar fjóra stjórnarmenn af átta í Lífeyrissjóði verslunarmanna sem greiddi atkvæði með kaupunum.

Ragnar rasandi

Viðskipti VÍS með Fossa vöktu hins vegar hörð viðbrögð úti í samfélaginu á sumum bæjum. Til dæmis var Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnin á þau og sagði á Facebook að verið væri að misnota lífeyrissjóði landsmanna. 

Orðrétt sagði hann: „Hér má sjá einfalda skýringu á því hvernig lífeyrissjóðirnir okkar eru notaðir til að færa gríðarlegt fjármagn í eigu almennings yfir á fáar hendur. Snúningarnir eru ekki flóknir. Það eina sem þarf er lítill en ráðandi eignahlutur í stóru hlutafélagi, þar sem lífeyrissjóðirnir eru stórir eigendur en passívir og afskiptalausir. Í krafti mikils minnihluta hafa þjóðþekktir einstaklingar úr bankahruninu hreiðrað um sig í stærstu fyrirtækjunum og sýna gamalkunna takta og leika sér með eftirlaunasjóðina okkar. Og hagnast ævintýralega.“

Þessi orð Ragnar Þórs voru meðal annars áhugaverð fyrir þær sakir að VR skipar fjóra af átta stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem greiddi atkvæði með kaupunum á VÍS. Í þessu felst að formaður stéttarfélagsins sem er með helming stjórnarmanna í einum lífeyrissjóðnum sem ákvað kaupin á Fossum er á móti. Tekið skal fram að fjárfestingin í Fossum fór ekki fyrir stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna áður en ákveðið var að styðja fjárfestinguna en mat Ragnars sýnir að viðskiptin eru umdeild. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AE
    adam ehf. skrifaði
    Þetta er ekki flókið.
    Á meðan lífeyrissjóðir almennings eru undir stjórn atvinnurekanda þá verða þeir mjólkaðir þar til almenningur segir : stopp.

    Það er ótrúlegt hvað alþingismenn sem eiga að gæta hagsmuna almennings eru heimskir eða spilltir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
FréttirSameining VÍS og Fossa

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir í VÍS kusu svona um kaup­in á Foss­um

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.
Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
FréttirSameining VÍS og Fossa

Sölu­verð Fossa fjór­falt hærra en það ætti að vera mið­að við mat fé­lags­ins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.
Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
FréttirSameining VÍS og Fossa

Gildi tel­ur verð­mæti Fossa of­met­ið og styð­ur ekki kaup VÍS á fé­lag­inu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár