Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.

Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
Lífeyrissjóðirnir kustu flestir með Af þeim lífeyrissjóðum sem eru í hópi 20 stærstu hluthafa VÍS kusu flestir með kaupunum, af þeim sem hafa svarað spurningum um málið. Einungis tveir sjóðir, Gildi og Lífsverk, kusu gegn tillögunni um kaupin.

Heimildin spurði lífeyrissjóðina  sem eru meðal 20 stærstu hluthafa Vátryggingafélags Íslands hvernig þeir höfðu kosið um kaupin á Fossum á hluthafafundi tryggingafélagsins. Af þeim sem svöruðu voru sex sem sögðust hafa greitt atkvæði með kaupum VÍS á Fossum. Þetta eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stapi, Birta, Brú og Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar.

Þrír sögðust hafa greitt atkvæði á móti kaupunum, Gildi, Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn.

Stærsti hluthafinn meðal lífeyrissjóða, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, svaraði ekki spurningum blaðsins. 

Of háttt verð og skortur á upplýsingum

Fyrir hluthafafundinn lá fyrir að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi að óbreyttu ekki styðja tillöguna um kaupin á Fossum. Þetta kom fram í máli Davíðs Rúdólfssonar, forstöðumanns eignastýringar Gildis, fyrir hluthafafundinnn. Davíð staðfestir að Gildi hafi greitt atkvæði gegn tillögunni. Sjóðurinn taldi að verðmatið á Fossum, um 4,2 milljarðar króna, væri of hátt. 

Lífsverk sagði líka nei. Forstöðumaður eignastýringar sjóðsins, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, segir sjóðurinn hafi talið verðmatið á félaginu of hátt og framtíðaráætlanir hefðu mátt vera skýrari: „Lífsverk lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupum Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) á Fossum fjárfestingabanka hf. (Fossar). Það er mat lífeyrissjóðsins að verðið sem VÍS greiddi fyrir Fossa væri of hátt. Upplýsingagjöf til hluthafa VÍS hefði mátt vera meiri og framkvæmd framtíðaráætlunar skýrari.

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, greiddi líka atkvæði gegn kaupunum vegna þess að upplýsingagjöf um viðskiptin hafi ekki verið nægilega góð. „Almenni lífeyrissjóðurinn greiddi atkvæði gegn tillögu um kaup á Fossum. Það var mat okkar að sjóðurinn hafi ekki fengið nægar upplýsingar um forsendur við verðmat Fossa.

 

Telur viðskiptin vera vænlegArnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, telur fjárfestinguna vera vænlega fyrir VÍS og þar með ávöxtun sjóðsins.

Rökstuðningur stærstu sjóðanna sem svöruðu og sögðu já

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er þriðji stærsti hluthafi VÍS meðal lífeyrissjóða, greiddi atkvæði með tillögunni. Þetta kemur fram í svörum Arnaldar Loftssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, í svörum til Heimildarinnar. „Frjálsi lífeyrissjóðurinn kaus með tillögum stjórnar VÍS á hluthafafundi félagsins 14. júní 2023. Sjóðurinn á 8,96 prósent í VÍS. 

Í svari við spurningunni af hverju Frjálsi kaus með tillögunni segir Arnaldur: „Sjóðurinn styður vegferð stjórnar VÍS og telur mikilvægt að félagið grípi þau tækifæri sem bjóðast á markaði.

„Sjóðurinn hefur trú á að stjórn sameinaðs félags ásamt öflugu stjórnendateymi geti náð þeim markmiðum sem hafa verið sett til framtíðar.“
Arnaldur Loftsson,
framkvæmdastjóri Frjáls lífeyrissjóðsins

Arnaldur segir enn frekar að Frjálsi telji að sú lausn að VÍS kaupi fjárfestingarbanka, í staðinn fyrir að félagið stofni slíkan banka sjálft, sé betri kostur.  „Sjóðurinn telur að með því að sameina öfluga innviði félaganna og miðað við sterka stöðu VÍS og öfluga tengingu Fossa við fjármálamarkaði, verði til félag sem getur skilað auknu virði til hluthafa horft til framtíðaráætlana sameinaðs félags. Þessi leið sé ákjósanlegur kostur í samanburði við stofnun nýs fjárfestingarbanka frá grunni m.t.t. kostnaðar, tíma og áhættu. Sjóðurinn hefur trú á að stjórn sameinaðs félags ásamt öflugu stjórnendateymi geti náð þeim markmiðum sem hafa verið sett til framtíðar.

Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 6,70 prósent í VÍS sagði sömuleiðis já.  „Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar sjóðsins í svari sínu. 

Arne segir að það hafi verið mat stjórnenda að kaupin á Fossum muni hafa jákvæð áhrif á eignarhlut lífeyrissjóðsins til lengri tíma litið.  „Það var niðurstaða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að undangenginni ítarlegri rýni, að sameining félaganna væri líkleg til að auka virði VÍS og þar með hafa jákvæð áhrif á eignarhlut sjóðsins í félaginu til lengri tíma litið.

„Það er mat sjóðsins að miðað við fyrirliggjandi forsendur eru kaupin arðbær fjárfestingakostur.“
Jóhann Steinar Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Stapa

Stapi, Birta og Brú sögðu allir já

Lífeyrissjóðirnir Stapi, Birta og Brú greiddu allir atkvæði með kaupunum. Þessir sjóðir eiga allir minni hlut en 5 prósent í VÍS. 

Í svari Jóhanns Steinars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Stapa, segir að sjóðurinn hafi trú á viðskiptunum og að þau auki virði VÍS.  „Stapi samþykkti tillögu stjórnar VÍS um hækkun hlutafjár til efnda á greiðslu kaupsamnings um hlutafé í Fossum á hluthafafundi í gær. Það er mat sjóðsins að miðað við fyrirliggjandi forsendur eru kaupin arðbær fjárfestingakostur óháð samlegðarmöguleikum og tækifærum sem felast í tímasetningu þess að útvíkka starfsemi félagsins með starfsleyfi fjárfestingabanka á þessum tíma.  Samlegð af samrekstri félaganna til framtíðar og nýting tækifæra á markaði ætti að skila hluthöfum aukinni arðsemi af eignarhlut sínum í VÍS, sbr. kynningu stjórnar um hækkun langtímaarðsemismarkmiðs úr 1,5 kr. á hlut í 2,5 kr. á hlut.

Sex já en þrír neiAf þeim lífeyrissjóðum sem svöruðu Heimildinni sögðust sex hafa sagt já við kaupunum á Fossum en þrír nei. Brú stýrir Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og greiddi atkvæði fyrir hann. LSR svaraði ekki blaðinu og Almenni ekki heldur.

Birta greiddi líka atkvæði með tillögunni segir Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri þess sjóðs.  „Birta greiddi atkvæði með þeim tillögum sem lagðar voru fram í gær [miðvikudaginn 14. júní]. Samkvæmt eigendastefnu Birtu fellur eignarhlutur sjóðsins í VÍS ekki undir meiriháttar hagsmunagæslu eins og hún er skilgreind í 4. mgr. 1. gr. gildandi eigendastefnu. Hluturinn er um 0,2% af eignum Birtu og 3,7% af hlutafé VÍS. Þegar hagsmunir Birtu teljast vera minniháttar, tekur afstaða okkar mið af því að sjóðurinn getur auðveldlega komið sér út úr aðstæðum telji stjórn og starfsfólk það þjóna hagsmunum Birtu best. Við ákvörðun á fundinum var einnig horft til þess að Birta hefur áður samþykkt sambærilega breytingu á tilgangi tryggingafélags á markaði þegar breytingar voru gerðar á tilgangi og starfsemi TM í byrjun árs 2020.

Loks segir Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga að sjóðurinn hafi trúa á að viðskiptin skili sjóðnum auknu virði. Þess vega sagði hann já við tillögunni. „Á síðasta aðalfundi VÍS kaus sjóðurinn sitjandi stjórn en hlutverk stjórnarinnar er að tryggja að félagið sé rekið á heilbrigðan og eðlilegan hátt með hagsmuni hagaðila að leiðarljósi en jafnframt sér stjórnin um þá stefnumótun sem nauðsynleg er til að ná settum markmiðum. Það er trú okkar að við kaup VÍS á Fossum skapist tækifæri sem skila sjóðnum sem hluthafa auknu virði.“

Brú greiddi einnig atkvæði með kaupunum fyrir hönd Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞÁ
    Þórarinn Ásmundsson skrifaði
    Af hverju þarf vátrygginga félag að reka fjárfestingabanka? Skil ekki hvar samlegðin liggur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
FréttirSameining VÍS og Fossa

Sölu­verð Fossa fjór­falt hærra en það ætti að vera mið­að við mat fé­lags­ins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.
Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
FréttirSameining VÍS og Fossa

Gildi tel­ur verð­mæti Fossa of­met­ið og styð­ur ekki kaup VÍS á fé­lag­inu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár