„Hafnarfjarðarbær harmar þær fregnir að einstaklingur sem leitaði í gistiskýlið sé látinn og vottar aðstandendum innilega samúð.“
Þetta kemur fram í svari frá bæjarfélaginu við fyrirspurn Heimildarinnar vegna heimilislauss manns með lögheimili í Hafnarfirði sem var vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu bæjarfélagsins, og svipti sig lífi í lok síðasta mánaðar.
Í svarinu segir ennfremur að Hafnarfjarðarbær sé með skýra verkferla varðandi einstaklinga sem leita til gistiskýla, eigi í góðu samstarfi við starfsfólk gistiskýlanna og leggi áherslu á að mæta þessum viðkvæma hópi einstaklinga með faglegri þjónustu, skilningi og ráðgjöf.
„Félagsráðgjafar hjá Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að reyna að ná sambandi við einstaklinga sem leita til gistiskýlanna til þess að bjóða félagslega ráðgjöf og stuðning hvort sem er fjárhagslegan eða varðandi búsetu til skemmri eða lengri tíma,“ segir í svarinu frá Árdísi Ármannsdóttur, …
Athugasemdir