Í Stokkhólmi er að finna hverfi sem kallað hefur verið „leiðtogasamfélag“ Svíþjóðar. Þetta er Djursholm, sem er hluti af sveitarfélaginu Danderyd í norðurhluta Stokkhólms. Djursholm er eitt dýrasta og fínasta hverfi Svíþjóðar og búa margir ríkir og frægir einstaklingar þar.
Meðal þeirra sem búa í Djursholm eru stofnandi og forstjóri Spotify, Daniel Ek, Abba-meðlimurinn Björn Ulveaus, stjórnarformaður og einn eigenda H&M-keðjunnar, Karl Johan Persson og fjölmargir af öðrum ríkustu fjárfestum og viðskiptamönnum Svíþjóðar, sem kannski eru ekki þekktir hér á Íslandi, eins og til dæmis stofnandi Baby-Björn.
„Þjáningum hefur einfaldlega aldrei verið leyft að gera sér bólstað í Djursholm.“
Í þessu tiltölulega fámenna hverfi, íbúar eru 9.300, búa 18 milljarðamæringar en hvergi í Svíþjóð búa eins margir slíkir. Í fyrra voru þrjú af fimm dýrustu einbýlishúsunum sem seld voru í Svíþjóð í þessu hverfi. Þá er minnsta atvinnuleysið í landinu þar.
Athugasemdir (1)