Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vægðarlausasta stríðið

Er­um við bætt­ari með því að vita allt um „vopna­hlés­lausa stríð­ið“ milli Pún­verja og mála­liða þeirra?

Vægðarlausasta stríðið
Uppreisnarmenn voru alls ekki óskipulagður múgur Þeir létu til dæmis slá fyrir sig sérstaka mynt sem þeir notuðu í viðskiptum og prýddi myntina það Norður-Afríkuljón sem þá var enn algengt á svæðinu, ímynd hreysti og dirfsku. Mynd: Samsett / Heimildin

Þessi grein er framhald af annarri sem ég er ekki búinn að skrifa. Þar mun segja frá fyrsta púnverska stríðinu sem háð var um miðja 3. öld fyrir Krist. Þá laut fornfrægt siglinga- og verslunarveldi Púnverja (Karþagó-manna) í lægra haldi fyrir uppvaxandi veldi Rómverja. Barist var um Sikiley og óbeint Sardiníu og tekist á um yfirráð yfir siglingum og auðlindum við allt vestanvert Miðjarðarhaf – og hverjir skyldu ráða þar í fyrirsjáanlegri framtíð.

Sigur Rómverja var óvæntur en afgerandi. Karþagó-menn urðu að yfirgefa Sikiley og auðlindir þar og borga háar stríðsskaðabætur.

Málalið Púnverja

Ekki bætti úr skák – og nú er þessi grein hafin – að á löndum Púnverja (hinu núverandi Túnis) var nú fjölmennur her málaliða sem heimtaði kaupið sitt. Púnverjar voru ævinlega fámenn yfirstétt í landinu og ríktu yfir hlut hinna berbísku heimamanna á Norður-Afríkuströndinni frá borgum eins og Karþagó og Útiku. Þegar þeir þurftu að kveðja út …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
3
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár