Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vægðarlausasta stríðið

Er­um við bætt­ari með því að vita allt um „vopna­hlés­lausa stríð­ið“ milli Pún­verja og mála­liða þeirra?

Vægðarlausasta stríðið
Uppreisnarmenn voru alls ekki óskipulagður múgur Þeir létu til dæmis slá fyrir sig sérstaka mynt sem þeir notuðu í viðskiptum og prýddi myntina það Norður-Afríkuljón sem þá var enn algengt á svæðinu, ímynd hreysti og dirfsku. Mynd: Samsett / Heimildin

Þessi grein er framhald af annarri sem ég er ekki búinn að skrifa. Þar mun segja frá fyrsta púnverska stríðinu sem háð var um miðja 3. öld fyrir Krist. Þá laut fornfrægt siglinga- og verslunarveldi Púnverja (Karþagó-manna) í lægra haldi fyrir uppvaxandi veldi Rómverja. Barist var um Sikiley og óbeint Sardiníu og tekist á um yfirráð yfir siglingum og auðlindum við allt vestanvert Miðjarðarhaf – og hverjir skyldu ráða þar í fyrirsjáanlegri framtíð.

Sigur Rómverja var óvæntur en afgerandi. Karþagó-menn urðu að yfirgefa Sikiley og auðlindir þar og borga háar stríðsskaðabætur.

Málalið Púnverja

Ekki bætti úr skák – og nú er þessi grein hafin – að á löndum Púnverja (hinu núverandi Túnis) var nú fjölmennur her málaliða sem heimtaði kaupið sitt. Púnverjar voru ævinlega fámenn yfirstétt í landinu og ríktu yfir hlut hinna berbísku heimamanna á Norður-Afríkuströndinni frá borgum eins og Karþagó og Útiku. Þegar þeir þurftu að kveðja út …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár