Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Taldi að lengra væri komið í jafnréttismálum en raunin var

Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur þótti hálf hlá­legt þeg­ar amma henn­ar gaf henni ár­ið 2007 bók til að brýna hana í jafn­rétt­is­mál­um. Hún hafi tal­ið litla þörf á því. „Ég var viss um að við vær­um kom­in tölu­vert lengra í jafn­rétt­is­mál­um en við vor­um, og lengra en ég síð­ar sá.“

Taldi að lengra væri komið í jafnréttismálum en raunin var
Var sagt að hún hefði valið rangan flokk Þórdísi Kolbrúnu var sagt að Sjálfstæðisflokkurinn væri enginn flokkur fyrir venjulega stelpu af Skaganum.„Ég held að það sé nú nokkuð ljóst að það var rangt.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Komin af vestfirskum þingmönnum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Heimildina að þvert á það sem margir kynnu að halda hafi pólitík ekki verið mjög fyrirferðarmikil á æskuheimili hennar. Foreldrar hennar, Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir sjúkraliði og Gylfi R. Guðmundsson þjónustustjóri hafi ekki mikið rætt einstaka þætti í flokkapólitík heldur hafi fremur verið talað um ákveðin gildi. Engu að síður er Þórdís nátengd fyrrverandi þingmönnum og stjórnmálamönnum.

Þórdís Kolbrún er lögfræðimenntuð og vann við fagið. Hún var þá framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013 til 2014 og síðan aðstoðarmaður innanríkisráðherra 2014 til 2016 en þá tók hún fyrst sæti á Alþingi. Hún tók þátt í starfi Sjálfstæðisflokknum snemma, var í stjórn og síðan formaður ungra sjálfstæðismanna á Akranesi. Þá sat hún í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og í stjórn Félags laganema við HR. Hún var ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar á síðasta kjörtímabili og utanríkisráðherra frá síðustu kosningum. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2018.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, föðuramma Þórdísar, var þingkona Samtaka um kvennalista 1991-1995. Bróðir Jónu Valgerðar, og þar með ömmubróðir Þórdísar, er Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón sat á þingi 1999-2009 en var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á ýmsum tímum frá 1991 til 1995. Guðjón var formaður Frjálslynda flokksins 2003 til 2009. Þá var Guðmundur, föðurafi Þórdísar, hreppsnefndarmaður og síðan oddviti í Eyrarhreppi og síðan bæjarfulltrúi á Ísafirði, þar af átta ár sem forseti bæjarstjórnar. Þá var hann sveitarstjóri í Reykhólahreppi.

Þórdís Kolbrún segir að rætur sínar liggi allar vestur á firði þaðan sem ættir hennar eru, þar á meðal ætt Jónu Valgerðar ömmu hennar, ömmu Gerðu eins og hún kallar hana. „Ég man aðeins eftir henni sem þingkonu, þó ég væri bara lítil stelpa. Föðurafi minn, Guðmundur, var líka mjög pólitískur. Hann var í bæjarpólitíkinni bæði í Hnífsdal og í Ísafjarðarbæ, og kom meðal annars að stofnun Orkubús Vestfjarða. Þegar ég hef verið að grúska í gömlum ræðum frá honum sé ég að hann var mjög framsýnn maður og kannski að ákveðnu leyti á undan sinni samtíð, talaði fyrir sameiningu sveitarfélaga til að mynda. Amma Gerða var það líka, hún tók auðvitað ákvörðun um að bjóða sig fram fyrir framboð, Kvennalistann, sem var töluvert að ögra.“

Addi Kidda Gauj hrókur alls fagnaðar

Guðjón Arnar, ömmubróðir hennar, heitinn, Addi Kidda Gauj, var harður í horn að taka í pólitíkinni, ekki síst þega kom að fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem var kjarninn í flokksstarfi Frjálslynda flokksins. Þórdí Kolbrún segir gaman að hitta fólk, oftast þó karlmenn, sem hafi verið samferðamenn hans í pólitík og heyra af honum sögur. „Hann var mjög fylginn sér í pólitíkinni en maður heyrir að samferðafólk hans, sem var alveg á öndverðum meiði við hann, áttu samt í honum góðan félaga. Ég man svo sem ekki svo mikið eftir Adda Kidda Gauj sem stjórnmálamanni, ég man miklu frekar eftir honum hjá ömmu og á ættarmótum. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar og elskaði að dansa, svo mín minning af honum er helst hann að tjútta.“

„Hún er alveg óhrædd við að hafa skoðanir“
Þórdís Kolbrún
Um Jónu Valgerði ömmu sína.

Þórdís var aðeins 8 ára þegar Jóna Valgerður amma hennar vék af þingi en 22 ára þegar Guðjón Arnar frændi hennar lét af þingmennsku. Þá var hún sjálf farin að skipta sér af pólitík en hún hóf virka þátttöku árið 2007, sama ár og hún byrjaði í lagadeild HR. „Ég man að þegar ég útskrifaðist gaf amma Gerða mér bók um fyrsta kvenfélagið sem stofnað var á Vestfjörðum, með svona vísbendingu um að ég hefði gott af því að lesa þá sögu svona fyrst ég hefði tekið ákvörðun um að fara að skipta mér af pólitík. Ég man að ég hugsaði: Amma mín, það er komið árið 2007. Mér fannst þetta falleg gjöf en hugsaði með mér að það væri nú ekki nein gríðarleg þörf fyrir þessa brýningu á þeim tíma. Ég var viss um að við værum komin töluvert lengra í jafnréttismálum en við vorum, og lengra en ég síðar sá.“

Sagt að hún hefði valið rangan flokk

Þórdís Kolbrún segir að hún ræði töluvert pólitík við ömmu sína, til að mynda um heilbrigðis- og velferðarmál. Spurð hvort amma hennar leggi henni lífsreglurnar eða skammi hana hlær Þórdís Kolbrún og segir það nú kannski ekki vera. „Nei, ég get nú ekki sagt það en það hefur komið fyrir að hún hefur nefnt mál við mig sem hún hefur ýmist haft áhyggjur af eða spurt út í. Hún er alveg óhrædd við að hafa skoðanir.“

„Ég valdi flokkinn út af þeirri hugmyndafræði sem ég hef mótað með mér“

Vegna þess að amma hennar og ömmubróðir voru þingmenn segir Þórdís Kolbrún stundum velta fyrir sér hvort fólk telji þá að hún komi úr mjög pólitísku uppeldi. Það sé alls ekki þannig. „Pólitík var ekki mjög fyrirferðarmikil á heimilinu, ekki flokkspólitík, heldur meira talað um ákveðin gildi og hvernig maður færi í gegnum lífið. Það var ekki mikið verið að ræða einstaka pólitík sem sagt var frá í fréttatímanum, ekki eins og ég skynjaði að gert var heima hjá sumum vinum mínum og bekkjarsystkinum þegar ég var barn og unglingur.

Ég þekkti ekkert fólk í Sjálfstæðisflokknum, og man þar af leiðandi eftir athugasemdum um að ég hefði nú örugglega valið rangan flokk, Sjálfstæðisflokkurinn væri nú ekkert flokkur fyrir venjulega stelpu af Skaganum, ég ætti ekkert séns. Ég held að það sé nú nokkuð ljóst að það var rangt. Ég valdi flokkinn út af þeirri hugmyndafræði sem ég hef mótað með mér en ekki það að ég hafi valið flokkinn og skoðanir mínar hafi mótast út frá honum.“

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár