Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Faðir Stefáns studdi hann dyggilega

Ung­ur að ár­um var Stefán Vagn Stef­áns­son byrj­að­ur að fylgja föð­ur sín­um, Stefáni Guð­munds­syni, á póli­tíska fundi. Þeg­ar Stefán Vagn hóf svo stjórn­mála­þátt­töku hvatti fað­ir hans hann áfram.

Faðir Stefáns studdi hann dyggilega
Verður að sinna fólkinu sínu Stefán Vagn fer heim til sín, norður á Sauðárkrók, um helgar, rétt eins og Stefán Guðmundsson faðir hans gerði í þá tvo áratugi sem hann sat á þingi.

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Áhuginn síaðist inn

Stefán Vagn Stefnánsson var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum. Stefán, sem er lögreglumaður og starfaði sem slíkur, hafði þá um margra ára skeið starfað fyrir Framsóknarflokkinn í sinni heimabyggð, Skagafirði, þar sem hann var oddviti flokksins í sveitarstjórn á árunum 2010 til 2021, og þar af forseti sveitarstjórnar síðustu tvö árin. Hann var einnig varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.

Stefán Vagn á pólitískan áhuga sinn ekki langt að sækja. Móðir hans er Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir verlslunarmaður og faðir hans Stefán Guðmundsson, alþingismaður Framsóknarflokksins um tveggja áratuga skeið, á árunum 1979 til 1999. Hann var jafnframt bæjarfulltrúi á Sauðárkróki 1966 til 1982.

„Ég var ekki mjög gamall þegar ég var að skottast með á fundi og fara niður í Framsóknarhús“

„Það er engin launung að það hafði áhrif á mig, mikil áhrif á mig,“ segir Stefán Vagn í samtali við Heimildina. „Ég elst upp við þetta. Ég er fæddur 1972 og pabbi fer á þing 1979 og er á þingi til 1999. Ég er alinn upp í þessu pólitíska umhverfi, ég var ekki mjög gamall þegar ég var að skottast með á fundi og fara niður í Framsóknarhús, sem var beint á móti heimili okkar. Ég fylgdist því vel með, þó ég hefði kannski ekki skilning eða jafnvel áhuga beint á verkefnunum þegar ég var gutti. En einhvern veginn síaðist þetta inn og þegar maður varð eldri fór maður að kveikja á því um hvað þetta snýst. Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum, sem er örugglega meðal annars til kominn vegna þessa. Ég er sannfærður um að það hefur ýtt mér frekar í þessa átt heldur en frá henni að pabbi var þingmaður.“

Var ekki virkur sem ungur maður

Stefán Vagn segir að það hafi þó ekki staðið sérstaklega til hjá honum að fara út í pólitík sem ungur maður. Hann hafi gengið í lögregluna og séð fyrir sé feril þar, sem og hafi orðið. „Ég var til dæmis ekki mjög virkur í grasrótarstarfi flokksins þegar ég bjó suður í Reykjavík, en var samt alltaf viðloðandi þegar kom að kosningum. Menn voru ræstir út þá og ég hafði líka áhuga á því. Það er í raun og veru ekki fyrr en ég kem aftur hingað norður á Krókinn 2008 og fer að vinna í lögreglunni þar að ég finn sterka þörf og löngun til að fara og láta gott af mér leiða fyrir samfélagið þar.“

„Þú verður að hafa það í fingrunum hvað er að gerast heima hjá þér ef þú ert landsbyggðarþingmaður“

Stefán Vagn var kjörinn í sveitarstjórn Skagafjarðar árið 2010 og sat í tólf ár sem oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði. „Þá fann ég alltaf sterkar eftir því sem tíminn leið hvað það togaði mikið í mig að láta gott af mér leiða fyrir þetta samfélag hér,“ segir Stefán Vagn og bætir við að hann telji að reynsla hans af sveitarstjórnarmálum sé gríðarlega gott veganesti til að taka þátt í landsmálapólitík.

Þýðir ekkert að flytja suður

Faðir Stefáns Vagns, Stefán Guðmundsson, lést árið 2011. Spurður hvort hann hafi verið ánægður með að sonurinn hafi verið farinn að feta hina pólitísku vegferð segir Stefán Vagn að þeir hafi ekki endilega rætt hvort hann væri ánægður með það. „En hann studdi mig dyggilega í þessu og hvatti mig áfram svo ég held hann hafi bara verið ánægður með það.“

Spurður hvort að hann telji sig búa yfir meira stjórnmálalegu auðmagni en margur annar sökum uppruna segir Stefán Vagn að hann viti það svo sem ekki. „Alla vega finnst mér þetta hafa hjálpað mér gríðarlega. Pabbi bjó alla tíð á Króknum á meðan hann var á þingi, hann keyrði á milli. Ég var alinn upp við að pabbi fór á sunnudögum og kom heim á föstudögum. Hann talaði alltaf um að það þýddi ekkert að flytja suður, þá myndu menn missa tengslin. Svo núna þegar ég er farinn út í þetta skil ég nákvæmlega hvað hann var að tala um, og ég geri þetta, ég kem heim um helgar. Ég held að það sé ekki nein önnur leið til að gera þetta almennilega. Þú verður að hafa það í fingrunum hvað er að gerast heima hjá þér ef þú ert landsbyggðarþingmaður, þú verður að sinna fólkinu þínu og svæðinu þínu.“

Stefán Vagn á fullorðin börn og börn á unglingsaldri. Spurður hvort að hans vegferð í pólitík og afa þeirra hafi haft áhrif til að ýta börnunum í sömu átt segir Stefán Vagn að hann myndi ekki útiloka það. Þau hafi öll áhuga á pólitík.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "og faðir hans Stefán Guðmundsson, alþingismaður Framsóknarflokksins um tveggja áratuga skeið"
    Líkist hann föður sínum mun ekki sjást mikið eftir hann á þingi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár