Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Taldi að lengra væri komið í jafnréttismálum en raunin var

Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur þótti hálf hlá­legt þeg­ar amma henn­ar gaf henni ár­ið 2007 bók til að brýna hana í jafn­rétt­is­mál­um. Hún hafi tal­ið litla þörf á því. „Ég var viss um að við vær­um kom­in tölu­vert lengra í jafn­rétt­is­mál­um en við vor­um, og lengra en ég síð­ar sá.“

Taldi að lengra væri komið í jafnréttismálum en raunin var
Var sagt að hún hefði valið rangan flokk Þórdísi Kolbrúnu var sagt að Sjálfstæðisflokkurinn væri enginn flokkur fyrir venjulega stelpu af Skaganum.„Ég held að það sé nú nokkuð ljóst að það var rangt.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Komin af vestfirskum þingmönnum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Heimildina að þvert á það sem margir kynnu að halda hafi pólitík ekki verið mjög fyrirferðarmikil á æskuheimili hennar. Foreldrar hennar, Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir sjúkraliði og Gylfi R. Guðmundsson þjónustustjóri hafi ekki mikið rætt einstaka þætti í flokkapólitík heldur hafi fremur verið talað um ákveðin gildi. Engu að síður er Þórdís nátengd fyrrverandi þingmönnum og stjórnmálamönnum.

Þórdís Kolbrún er lögfræðimenntuð og vann við fagið. Hún var þá framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013 til 2014 og síðan aðstoðarmaður innanríkisráðherra 2014 til 2016 en þá tók hún fyrst sæti á Alþingi. Hún tók þátt í starfi Sjálfstæðisflokknum snemma, var í stjórn og síðan formaður ungra sjálfstæðismanna á Akranesi. Þá sat hún í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og í stjórn Félags laganema við HR. Hún var ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar á síðasta kjörtímabili og utanríkisráðherra frá síðustu kosningum. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2018.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, föðuramma Þórdísar, var þingkona Samtaka um kvennalista 1991-1995. Bróðir Jónu Valgerðar, og þar með ömmubróðir Þórdísar, er Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón sat á þingi 1999-2009 en var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á ýmsum tímum frá 1991 til 1995. Guðjón var formaður Frjálslynda flokksins 2003 til 2009. Þá var Guðmundur, föðurafi Þórdísar, hreppsnefndarmaður og síðan oddviti í Eyrarhreppi og síðan bæjarfulltrúi á Ísafirði, þar af átta ár sem forseti bæjarstjórnar. Þá var hann sveitarstjóri í Reykhólahreppi.

Þórdís Kolbrún segir að rætur sínar liggi allar vestur á firði þaðan sem ættir hennar eru, þar á meðal ætt Jónu Valgerðar ömmu hennar, ömmu Gerðu eins og hún kallar hana. „Ég man aðeins eftir henni sem þingkonu, þó ég væri bara lítil stelpa. Föðurafi minn, Guðmundur, var líka mjög pólitískur. Hann var í bæjarpólitíkinni bæði í Hnífsdal og í Ísafjarðarbæ, og kom meðal annars að stofnun Orkubús Vestfjarða. Þegar ég hef verið að grúska í gömlum ræðum frá honum sé ég að hann var mjög framsýnn maður og kannski að ákveðnu leyti á undan sinni samtíð, talaði fyrir sameiningu sveitarfélaga til að mynda. Amma Gerða var það líka, hún tók auðvitað ákvörðun um að bjóða sig fram fyrir framboð, Kvennalistann, sem var töluvert að ögra.“

Addi Kidda Gauj hrókur alls fagnaðar

Guðjón Arnar, ömmubróðir hennar, heitinn, Addi Kidda Gauj, var harður í horn að taka í pólitíkinni, ekki síst þega kom að fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem var kjarninn í flokksstarfi Frjálslynda flokksins. Þórdí Kolbrún segir gaman að hitta fólk, oftast þó karlmenn, sem hafi verið samferðamenn hans í pólitík og heyra af honum sögur. „Hann var mjög fylginn sér í pólitíkinni en maður heyrir að samferðafólk hans, sem var alveg á öndverðum meiði við hann, áttu samt í honum góðan félaga. Ég man svo sem ekki svo mikið eftir Adda Kidda Gauj sem stjórnmálamanni, ég man miklu frekar eftir honum hjá ömmu og á ættarmótum. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar og elskaði að dansa, svo mín minning af honum er helst hann að tjútta.“

„Hún er alveg óhrædd við að hafa skoðanir“
Þórdís Kolbrún
Um Jónu Valgerði ömmu sína.

Þórdís var aðeins 8 ára þegar Jóna Valgerður amma hennar vék af þingi en 22 ára þegar Guðjón Arnar frændi hennar lét af þingmennsku. Þá var hún sjálf farin að skipta sér af pólitík en hún hóf virka þátttöku árið 2007, sama ár og hún byrjaði í lagadeild HR. „Ég man að þegar ég útskrifaðist gaf amma Gerða mér bók um fyrsta kvenfélagið sem stofnað var á Vestfjörðum, með svona vísbendingu um að ég hefði gott af því að lesa þá sögu svona fyrst ég hefði tekið ákvörðun um að fara að skipta mér af pólitík. Ég man að ég hugsaði: Amma mín, það er komið árið 2007. Mér fannst þetta falleg gjöf en hugsaði með mér að það væri nú ekki nein gríðarleg þörf fyrir þessa brýningu á þeim tíma. Ég var viss um að við værum komin töluvert lengra í jafnréttismálum en við vorum, og lengra en ég síðar sá.“

Sagt að hún hefði valið rangan flokk

Þórdís Kolbrún segir að hún ræði töluvert pólitík við ömmu sína, til að mynda um heilbrigðis- og velferðarmál. Spurð hvort amma hennar leggi henni lífsreglurnar eða skammi hana hlær Þórdís Kolbrún og segir það nú kannski ekki vera. „Nei, ég get nú ekki sagt það en það hefur komið fyrir að hún hefur nefnt mál við mig sem hún hefur ýmist haft áhyggjur af eða spurt út í. Hún er alveg óhrædd við að hafa skoðanir.“

„Ég valdi flokkinn út af þeirri hugmyndafræði sem ég hef mótað með mér“

Vegna þess að amma hennar og ömmubróðir voru þingmenn segir Þórdís Kolbrún stundum velta fyrir sér hvort fólk telji þá að hún komi úr mjög pólitísku uppeldi. Það sé alls ekki þannig. „Pólitík var ekki mjög fyrirferðarmikil á heimilinu, ekki flokkspólitík, heldur meira talað um ákveðin gildi og hvernig maður færi í gegnum lífið. Það var ekki mikið verið að ræða einstaka pólitík sem sagt var frá í fréttatímanum, ekki eins og ég skynjaði að gert var heima hjá sumum vinum mínum og bekkjarsystkinum þegar ég var barn og unglingur.

Ég þekkti ekkert fólk í Sjálfstæðisflokknum, og man þar af leiðandi eftir athugasemdum um að ég hefði nú örugglega valið rangan flokk, Sjálfstæðisflokkurinn væri nú ekkert flokkur fyrir venjulega stelpu af Skaganum, ég ætti ekkert séns. Ég held að það sé nú nokkuð ljóst að það var rangt. Ég valdi flokkinn út af þeirri hugmyndafræði sem ég hef mótað með mér en ekki það að ég hafi valið flokkinn og skoðanir mínar hafi mótast út frá honum.“

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
1
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu