Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Allar forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankasölunnar uppfylltar

Minni­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar tel­ur all­ar sjö for­send­ur þess að skipa rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is vera upp­fyllt­ar varð­andi frek­ari rann­sókn á sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka fyr­ir tæpu ári. Í nefndaráliti minni­hlut­ans er þess kraf­ist að rann­sókn­ar­nefnd verði skip­uð.

Allar forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankasölunnar uppfylltar
Krafa um sjálfstæða rannsóknarnefnd Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, ásamt nefndarmönnum stjórnarandstöðunnar, þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Sigmari Guðmundssyni og Ásthildi Lóu Þórsdóttur, hafa skilað inn minnihlutaáliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Minnihlutinn telur allar forsendur fyrir skipan sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis uppfylltar.

Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að ríkisendurskoðanda hafi ekki tekist að svara þeim fjórum spurningum sem Ríkisendurskoðun leitaðist við að svara í úttekt sinni um sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka. Minnihluti nefndarinnar hefur skilað inn nefndaráliti þar sem færð eru rök fyrir því að allar sjö forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingi séu uppfylltar og krefst þess að rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð til að rannsaka söluferlið til hlítar. 

Undir álitið skrifa Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.  

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lauk umfjöllun sinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á fundi sínum í gær. Skýrslan var birt 14. nóvember og fundaði nefndin 17 sinnum um efni skýrslunnar. Í áliti meirihluta nefndarinnar segir að bankasalan hafi heilt yfir tekist vel „og þá sérstaklega í veigamestu atriðunum“. 

Einstaka hluta framkvæmdarinnar hefði þurft að gera með vandaðri hætti en það hafði þó ekki áhrif á niðurstöðu málsins að mati meirihluta nefndarinnar. „En brýnt er að læra af þeim svo að vanda megi framkvæmdina til framtíðar,“ segir í áliti meirihlutans, sem telur einnig að ekkert við vinnslu málsins gefi til kynna að lög eða reglur hafi verið brotnar við framkvæmd sölunnar af hálfu ráðherra eða Bankasýslu ríkisins.    

„Enga afgerandi afstöðu að finna“ hvort framkvæmd sölunnar samrýmist lögum

Minnihluti nefndarinnar er á öðru máli og krefst þess að rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð til að rannsaka söluferlið til hlítar, krafa sem uppi hefur verið frá því að Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu sinni um miðjan nóvember. 

Í áliti minnihlutans segir að þrátt fyrir að ætlun ríkisendurskoðanda hafi verið að leita svara við því hvort framkvæmdin samræmdist lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og lögum um Bankasýslu ríkisins geti niðurstöður Ríkisendurskoðunar ekki talist fela í sér mat eða álit á því hvort lögum hafi verið fylgt eða þau brotin. „Í skýrslunni er enda enga afgerandi afstöðu að finna um hvort framkvæmd sölunnar hafi samrýmst lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins eða lögum um bankasýslu ríkisins,“ segir í áliti minnihlutans, sem bendir auk þess á að ekkert sé fjallað um það hvort salan sé í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar „eins og sjá má af afmörkun Ríkisendurskoðunar í upphafi skýrslunnar“.

FjármálaráðherraMinnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ítrekar að úttekt Ríkisendurskoðanda fól ekki í sér athugun á því hvort farið hafi verið að stjórnsýslulögum líkt og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur haldið fram. Það, auk fjölda annarra ástæðna, er að mati minnihluta nefndarinnar tilefni til að skipa rannsóknarnefnd Alþingis til að rannsaka bankasöluna til hlítar.

Öll skilyrði um skipan rannsóknarnefndar uppfyllt

Í áliti sínu vísar minnihlutinn í lög um rannsóknarnefndir frá 2011 og greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þar sem fjallað er um sjö forsendur sem réttlæta skipan  rannsóknarnefnd Alþingis. Minnihlutinn færir rök fyrir því að allar sjö forsendurnar séu uppfylltar. 

Í fyrsta lagi telur minnihluti nefndarinnar að skilyrði um hvort málið teljist almennt mikilvægt vera uppfyllt. „Málið hefur stöðugt verið í almennri umræðu og fjölmiðlaumfjöllun allt frá því að salan átti sér stað í mars og hefur verið beðið lengi eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar um hana. Þá snýr málið að sölu ríkiseigna sem varðar meðferð á almannafé. Það verður því að teljast uppfyllt.“

Annað skilyrðið snýr að meðferð opinbers valds sem minnihlutinn telur vera uppfyllt þar sem um var að ræða sölu á ríkiseignum af hálfu fjármála- og efnahagsráðherra. 

Þriðja skilyrðið snýr að því hvort umfang brots sé þekkt. Minnihlutinn telur svo ekki vera og því sé skilyrðið uppfyllt. „Þó að fyrir liggi talsverðar upplýsingar um söluna, þá eru enn fjölmargar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Bæði vegna þess að afmörkun rannsóknarinnar var ákveðin af fjármála- og efnahagsráðherra sjálfum, sem óskaði sjálfur eftir úttekt við ríkisendurskoðanda, en líka þar sem að spurningum úttektarinnar var ekki svarað með fullnægjandi hætti.“

„Þó að fyrir liggi talsverðar upplýsingar um söluna, þá eru enn fjölmargar spurningar sem ekki hefur verið svarað.“
Úr áliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
um skýrslu Ríkisendurkoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Krafa um óhlutdrægni og sjálfstæði gagnvart stjórnvöldum felst í fjórða skilyrðinu. Minnihlutinn bendir á að mikið og ríkt ákall hefur verið um óháða og sjálfstæða rannsókn á sölunni á eignarhlut ríkisins. „Ekki síst vegna þess hve áleitnar spurningar hafa verið uppi um hæfi og mögulegt vanhæfi í skilningi stjórnsýslulaga þeirra sem framkvæmdu söluna.“

Í fimmta lagi varðar málið embættisfærslur ráðherra, sem staðfesti söluna sjálfur með undirritun og ber ábyrgð á sölunni, lögum samkvæmt. „Það skilyrði er augljóslega uppfyllt,“ segir í áliti minnihlutans. 

Í sjötta lagi skal ekki setja af stað rannsókn þegar fyrir liggur að málið verði rannsakað á fullnægjandi hátt af þar til bærum aðila. Minnihlutinn telur að nú þegar úttekt Ríkisendurskoðanda er lokið og mörgum spurningum enn ósvarað verður ekki talið að þetta skilyrði standi í veg fyrir skipan rannsóknarnefndar, heldur þvert á móti.

Í sjöunda lagi segir minnihlutinn sjálfstæða rannsókn augljósan þátt í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdarvaldinu, þar sem salan er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra.

Áfellisdómur yfir framkvæmd söluferlisins og enn margt óupplýst

Minnihluti nefndarinnar segir skýrslu Ríkisendurskoðunar vera áfellisdóm yfir framkvæmd söluferlisins af hálfu Bankasýslunnar, framkvæmdaraðila sölunnar og fjármála- og efnahagsráðherra. 

„Fjölmargir vankantar voru á sölunni og verður ekki annað séð en að ráðherra beri á þeim stjórnsýslulega ábyrgð sem verði að axla. Þá má einnig telja ljóst að enn er margt óupplýst varðandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þó að skýrsla Ríkisendurskoðunar hafi verið um margt góð, og bendi á margt sem miður fór í söluferlinu þá hefur umfjöllun nefndarinnar engu að síður sýnt fram á þörfina fyrir frekari rannsókn á málinu,“ segir í áliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Sérstök umræða fer fram á þingfundi sem hófst klukkan 13:30 um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka þar sem álit nefndarinnar, meirihlutans og minnihlutans, verða rædd. 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár