Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allar forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankasölunnar uppfylltar

Minni­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar tel­ur all­ar sjö for­send­ur þess að skipa rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is vera upp­fyllt­ar varð­andi frek­ari rann­sókn á sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka fyr­ir tæpu ári. Í nefndaráliti minni­hlut­ans er þess kraf­ist að rann­sókn­ar­nefnd verði skip­uð.

Allar forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankasölunnar uppfylltar
Krafa um sjálfstæða rannsóknarnefnd Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, ásamt nefndarmönnum stjórnarandstöðunnar, þeim Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Sigmari Guðmundssyni og Ásthildi Lóu Þórsdóttur, hafa skilað inn minnihlutaáliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Minnihlutinn telur allar forsendur fyrir skipan sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis uppfylltar.

Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að ríkisendurskoðanda hafi ekki tekist að svara þeim fjórum spurningum sem Ríkisendurskoðun leitaðist við að svara í úttekt sinni um sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka. Minnihluti nefndarinnar hefur skilað inn nefndaráliti þar sem færð eru rök fyrir því að allar sjö forsendur þess að skipa rannsóknarnefnd Alþingi séu uppfylltar og krefst þess að rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð til að rannsaka söluferlið til hlítar. 

Undir álitið skrifa Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.  

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lauk umfjöllun sinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á fundi sínum í gær. Skýrslan var birt 14. nóvember og fundaði nefndin 17 sinnum um efni skýrslunnar. Í áliti meirihluta nefndarinnar segir að bankasalan hafi heilt yfir tekist vel „og þá sérstaklega í veigamestu atriðunum“. 

Einstaka hluta framkvæmdarinnar hefði þurft að gera með vandaðri hætti en það hafði þó ekki áhrif á niðurstöðu málsins að mati meirihluta nefndarinnar. „En brýnt er að læra af þeim svo að vanda megi framkvæmdina til framtíðar,“ segir í áliti meirihlutans, sem telur einnig að ekkert við vinnslu málsins gefi til kynna að lög eða reglur hafi verið brotnar við framkvæmd sölunnar af hálfu ráðherra eða Bankasýslu ríkisins.    

„Enga afgerandi afstöðu að finna“ hvort framkvæmd sölunnar samrýmist lögum

Minnihluti nefndarinnar er á öðru máli og krefst þess að rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð til að rannsaka söluferlið til hlítar, krafa sem uppi hefur verið frá því að Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu sinni um miðjan nóvember. 

Í áliti minnihlutans segir að þrátt fyrir að ætlun ríkisendurskoðanda hafi verið að leita svara við því hvort framkvæmdin samræmdist lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og lögum um Bankasýslu ríkisins geti niðurstöður Ríkisendurskoðunar ekki talist fela í sér mat eða álit á því hvort lögum hafi verið fylgt eða þau brotin. „Í skýrslunni er enda enga afgerandi afstöðu að finna um hvort framkvæmd sölunnar hafi samrýmst lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins eða lögum um bankasýslu ríkisins,“ segir í áliti minnihlutans, sem bendir auk þess á að ekkert sé fjallað um það hvort salan sé í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar „eins og sjá má af afmörkun Ríkisendurskoðunar í upphafi skýrslunnar“.

FjármálaráðherraMinnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ítrekar að úttekt Ríkisendurskoðanda fól ekki í sér athugun á því hvort farið hafi verið að stjórnsýslulögum líkt og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur haldið fram. Það, auk fjölda annarra ástæðna, er að mati minnihluta nefndarinnar tilefni til að skipa rannsóknarnefnd Alþingis til að rannsaka bankasöluna til hlítar.

Öll skilyrði um skipan rannsóknarnefndar uppfyllt

Í áliti sínu vísar minnihlutinn í lög um rannsóknarnefndir frá 2011 og greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þar sem fjallað er um sjö forsendur sem réttlæta skipan  rannsóknarnefnd Alþingis. Minnihlutinn færir rök fyrir því að allar sjö forsendurnar séu uppfylltar. 

Í fyrsta lagi telur minnihluti nefndarinnar að skilyrði um hvort málið teljist almennt mikilvægt vera uppfyllt. „Málið hefur stöðugt verið í almennri umræðu og fjölmiðlaumfjöllun allt frá því að salan átti sér stað í mars og hefur verið beðið lengi eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar um hana. Þá snýr málið að sölu ríkiseigna sem varðar meðferð á almannafé. Það verður því að teljast uppfyllt.“

Annað skilyrðið snýr að meðferð opinbers valds sem minnihlutinn telur vera uppfyllt þar sem um var að ræða sölu á ríkiseignum af hálfu fjármála- og efnahagsráðherra. 

Þriðja skilyrðið snýr að því hvort umfang brots sé þekkt. Minnihlutinn telur svo ekki vera og því sé skilyrðið uppfyllt. „Þó að fyrir liggi talsverðar upplýsingar um söluna, þá eru enn fjölmargar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Bæði vegna þess að afmörkun rannsóknarinnar var ákveðin af fjármála- og efnahagsráðherra sjálfum, sem óskaði sjálfur eftir úttekt við ríkisendurskoðanda, en líka þar sem að spurningum úttektarinnar var ekki svarað með fullnægjandi hætti.“

„Þó að fyrir liggi talsverðar upplýsingar um söluna, þá eru enn fjölmargar spurningar sem ekki hefur verið svarað.“
Úr áliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
um skýrslu Ríkisendurkoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Krafa um óhlutdrægni og sjálfstæði gagnvart stjórnvöldum felst í fjórða skilyrðinu. Minnihlutinn bendir á að mikið og ríkt ákall hefur verið um óháða og sjálfstæða rannsókn á sölunni á eignarhlut ríkisins. „Ekki síst vegna þess hve áleitnar spurningar hafa verið uppi um hæfi og mögulegt vanhæfi í skilningi stjórnsýslulaga þeirra sem framkvæmdu söluna.“

Í fimmta lagi varðar málið embættisfærslur ráðherra, sem staðfesti söluna sjálfur með undirritun og ber ábyrgð á sölunni, lögum samkvæmt. „Það skilyrði er augljóslega uppfyllt,“ segir í áliti minnihlutans. 

Í sjötta lagi skal ekki setja af stað rannsókn þegar fyrir liggur að málið verði rannsakað á fullnægjandi hátt af þar til bærum aðila. Minnihlutinn telur að nú þegar úttekt Ríkisendurskoðanda er lokið og mörgum spurningum enn ósvarað verður ekki talið að þetta skilyrði standi í veg fyrir skipan rannsóknarnefndar, heldur þvert á móti.

Í sjöunda lagi segir minnihlutinn sjálfstæða rannsókn augljósan þátt í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdarvaldinu, þar sem salan er á ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra.

Áfellisdómur yfir framkvæmd söluferlisins og enn margt óupplýst

Minnihluti nefndarinnar segir skýrslu Ríkisendurskoðunar vera áfellisdóm yfir framkvæmd söluferlisins af hálfu Bankasýslunnar, framkvæmdaraðila sölunnar og fjármála- og efnahagsráðherra. 

„Fjölmargir vankantar voru á sölunni og verður ekki annað séð en að ráðherra beri á þeim stjórnsýslulega ábyrgð sem verði að axla. Þá má einnig telja ljóst að enn er margt óupplýst varðandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þó að skýrsla Ríkisendurskoðunar hafi verið um margt góð, og bendi á margt sem miður fór í söluferlinu þá hefur umfjöllun nefndarinnar engu að síður sýnt fram á þörfina fyrir frekari rannsókn á málinu,“ segir í áliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Sérstök umræða fer fram á þingfundi sem hófst klukkan 13:30 um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka þar sem álit nefndarinnar, meirihlutans og minnihlutans, verða rædd. 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár