Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum?“

Þing­mað­ur Við­reisn­ar bend­ir á að verð­bólga hafi mik­il og nei­kvæð áhrif á stöðu heim­il­anna í land­inu sem sjái lán­in sín stökk­breyt­ast með ófyr­ir­séð­um af­leið­ing­um. Verð­bólga sé einnig slæm fyr­ir rík­is­sjóð sem eyði hátt í 100 millj­örð­um í vexti.

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum?“
Þingmaður Viðreisnar Guðbrandur spyr hvort hagvöxtur hér á landi sé sjálfbær. Mynd: Bára Huld Beck

„Af hverju þarf ég að borga húsið mitt mörgum sinnum? Af hverju er ég að greiða þrefalt hærri vexti en vinur minn í Svíþjóð? Af hverju er svona dýrt að lifa á Íslandi?“

Þannig hóf þingmaðurinn Guðbrandur Einarsson ræðu sína undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Hann sagði að þessa dagana væri verið að reyna að blekkja Íslendinga með því að segja að þeir séu í svo góðri stöðu af því að hér á landi sé svo mikill hagvöxtur. „En er þessi hagvöxtur sjálfbær? Hagvöxtur sem drifinn er áfram af viðskiptahalla er sjaldnast af hinu góða. Við erum þessa dagana að upplifa mikla verðbólgu, þá mestu á öldinni, og ein af ástæðum verðbólgunnar er þessi viðskiptahalli. Það hefur þau áhrif að krónan gefur eftir. Þá verða innfluttar vörur dýrari sem bætir við þá verðbólgu sem fyrir er.“ 

Ísland á toppnum þegar horft er til vaxtakostnaðar

Benti þingmaðurinn á að sú verðbólga sem Íslendingar glíma nú við hefði að mestu leyti orðið til vegna tilbúinnar spennu hér innan lands, til dæmis á húsnæðismarkaði. Það kynni þó að breytast með fallandi gengi krónunnar. 

„Þessi verðbólga hefur mikil og neikvæð áhrif á stöðu heimilanna í landinu sem sjá lánin sín stökkbreytast með ófyrirséðum afleiðingum en verðbólga er líka vond fyrir ríkissjóð sem eyðir hátt í 100 milljörðum í vexti. Ísland er á toppnum þegar horft er til vaxtakostnaðar sem hlutfalls af landsframleiðslu. Við greiðum til dæmis hærri vexti en Grikkland. Það er sá kostnaður sem við þurfum að greiða fyrir það eitt að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Verðbólga í öðrum evrulöndum er nú komin í 8,5 prósent, eftir að hún fór hæst í 10,6 prósent, en hér er verðbólga enn að aukast, er nú aftur komin í 9,9 prósent og ekki útlit fyrir að hún sé að lækka,“ sagði hann. 

„Hversu lengi ætlum við að vera Bjartur í Sumarhúsum?“ spurði Guðbrandur að lokum. 

Segir eitt stéttarfélag við það að lama íslenskt samfélag

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi einnig efnahagsmál í ræðu sinni undir sama lið. Hún fjallaði um opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar með seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra sem haldinn var í gær. 

„Þar sem rædd voru áhrif verðbólgu og vaxta á heimili og fyrirtæki í landinu. Þar kom meðal annars fram að þrátt fyrir alvarlega stöðu þá hafa skuldir heimila og fyrirtækja ekki aukist. Ekki eru nein merki um að vanskil séu að aukast. Mikil spenna er í hagkerfinu og til að slá á þá þenslu hefur Seðlabankinn fá önnur úrræði en að hækka vexti,“ sagði hún. 

Þingmaður SjálfstæðisflokksinsGuðrún segir að staðan sem nú er uppi í kjaradeilum sé mikil vonbrigði.

Telur Guðrún að brýnasta verkefni allra í dag sé að ná niður verðbólgunni, „þeim forna fjanda“. „Til að það megi takast er brýnt að ljúka kjarasamningum á vinnumarkaði. Nú er svo komið að búið er að ljúka samningum við um 80 prósent almenna markaðarins. Þeir samningar sem gerðir voru í desember voru allir samþykktir með miklum meiri hluta. Það tókst að ljúka samningum við sjómenn, stétt sem hafði verið samningslaus í nokkur ár. Því er það þyngra en tárum taki að hér sé eitt stéttarfélag við það að lama íslenskt samfélag og valda ómældum efnahagsskaða,“ sagði hún. 

„Við höfum séð þessa atburðarás áður og það á síðustu öld, því 1990 var að hringja.“

„Talað er um að um helgina geti skapast hér almannavarnaástand, þar sem hundruð ferðamanna munu verða á götunni. Búið er að virkja neyðarnúmer fyrir ferðamenn. Álit á Íslandi sem áfangastað ferðamanna mun bíða hnekki. Ég er ekki viss um að fólk sem hafði pantað sér ferð til að eyða hér jafnvel hveitibrauðsdögum sínum hafi séð fyrir að það þyrfti hugsanlega að gista í fjöldahjálparstöð.

Staðan sem nú er uppi er mikil vonbrigði. Við höfum séð þessa atburðarás áður og það á síðustu öld, því 1990 var að hringja. Þá var staðan þannig að við vorum föst í spíral ósjálfbærra launahækkana sem brunnu upp með gengisfellingum og verðbólgu,“ sagði hún. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Eru arðgreiðslumenn að ganga af göflunum. Hafa þeir alveg gleymt uppruna sínum, tapað þræðinum frá pabba, afa eða langafa? Veðja á að flestir eigi rætur að rekja til verkamanna, sjómanna eða bænda, sem sagt til hinna vinnandi stétta. Nú standa þeir og berja á því fólki sem þeim bæri að vernda, þeir komust ekki í álnir af sjálfu sér.
    2
  • HHH
    Hólmgeir Helgi Hákonarson skrifaði
    Það verða væntanlega S.A. vinir íserfingjans sem lama samfélagið ef fram fer sem horfir
    2
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Ógurlegt að þingmaður segi eitt stéttarfélag ábyrgt fyrir því að lama íslenskt samfélag. Reyndar þingmaður úrelts hugsunarháttar og gildismats Sjálfstæðisflokks varðandi lífsafkomu hins almenna borgara, en þingmaður samt, kosin til að verja lýðræði og lífsafkomu landans. Hún vill ekki sjá að ofurríkidæmi hinna fáu kúgar og heldur niðri, stjórnar því hvort hér verði neyðst til að veita mótspyrnu og fara í verkföll. Verkbannið hótaða myndi hafa talsvert meira eyðileggjandi samfélagsleg áhrif heldur en verkföll. Þetta hefur komið fram með óyggjandi hætti og Sjálfstæðismenn í verkalýðsstétt ættu að sjá þetta þótt þingmaðurinn geri það ekki. Eymingjans þingmaðurinn.
    2
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það er orðið of seint að gera eitthvað, það er búið að eyðileggja þetta þjóðfélag.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu