Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sýn bendir á að True Detective fái 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði

Í árs­reikn­ingi Sýn­ar seg­ir að hækk­un á end­ur­greiðsl­um vegna fram­­­leiðslu­­­kostn­að­ar kvik­­­mynda­fram­­­leið­enda í 35 pró­­­sent fyr­ir stærri verk­efni komi í veg fyr­ir að Stöð 2 geti sótt með bein­um hætti um end­ur­greiðsl­ur í kvik­mynda­sjóði vegna eig­in fram­leiðslu á sjón­varps­efni. Sýn ætl­ar að greiða 300 millj­ón­ir króna í arð, eft­ir að hafa feng­ið 67 millj­ón­ir króna í fjöl­miðla­styrk.

Sýn bendir á að True Detective fái 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði
Nýr forstjóri Yngvi Halldórsson tók við sem forstjóri fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar í lok september í fyrra. Mynd: Sýn

Sýn hagnaðist um 888 milljónir króna á árinu 2022. Það er umtalsvert minni hagnaður en var árið á undan, þegar hann var 2,1 milljarður króna. Vert er að taka fram að á því ári, 2021, var bókfærður 2,5 milljarðar króna söluhagnaður af sölu á óvirkum farsímainnviðum. Án þess einskiptishagnaðar hefði Sýn skilað tapi árið 2021. Enginn slíkur hagnaður var hins vegar bókfærður í fyrra.

Af hagnaðinum í ár er 142 milljónir króna tilkominn vegna nýtingar á yfirfæranlegu skattalegu tapi, sem orsakast af því að Sýn tapaði umtalsverðum fjárhæðum á árunum 2018, 2019 og 2020. Það þýðir á mannamáli að Sýn þurfti ekki að greiða 142 milljónir króna í skatta sem félagið hefði annars þurft að greiða. 

Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur Sýnar, sem er fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki, næstum 23 milljörðum króna í fyrra, sem er sex prósent meira en árið áður. Í ársreikningi kemur fram að helstu ástæður séu hærri farsímatekjur, meðal annars vegna reiki-tekna sem má rekja til fjölgunar ferðamanna á síðasta ári, og aukningar í áskriftar- og auglýsingatekjum í fjölmiðlahlutanum. Í fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að mikill vöxtur hafi verið í tekjum á fréttavefnum Vísi, sem hefur oftar en ekki verið sá mest lesni á Íslandi á undanförnum misserum. Auk Vísis á Sýn Stöð 2 og tengdar sjónvarpsstöðvar og nokkrar útvarpsstöðvar. 

Sýn hefur þegar skrifað undir samning um að selja Ljósleiðaranum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, stofnnet sitt á þrjá milljarða króna. Bókfærður söluhagnaður vegna þess verður um 2,4 milljarðar króna en kaupverðið á að greiðast á sex til tólf mánuðum. Sýn mun svo leigja aðgang að netinu af Ljósleiðaranum og hefur þegar skuldbundið sig til að kaupa slíka þjónustu í tólf ár. 

Sendu pillu á stjórnvöld

Athygli vekur að forstjórinn, Yngvi Halldórsson, og stjórn Sýnar, sem leidd er af Jóni Skaftasyni stjórnarformanni og fulltrúa stærsta eigandans (fjárfestingafélagsins Gavia Invest sem á 15,7 prósent hlut), sjá tilefni til að gagnrýna stjórnvöld harkalega í skýrslu stjórnar og forstjóra í reikningnum. 

Þar segir að þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um nauðsyn þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla og erlendra streymisveitna hafi stjórnvöld enn sem komið er ekki gripið til neins konar aðgerða í þá veru. Þar er sérstaklega nefnt að leggja skatt á erlendar streymisveitur – á borð við Netflix, Disney+, Viaplay eða Amazon Prime – eins og tíðkist víða í Evrópu, þar með talið á Norðurlöndum. 

Á sama tíma hafi stjórnvöld leitt í lög endurgreiðsluheimildir úr kvikmyndasjóði til erlendra framleiðenda af kvikmyndum og sjónvarpsefni sem leiða muni til endurgreiðslu á um 3,6 milljörðum króna vegna eins verkefnis. Þar er átt við ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að samþykkja frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um að hækka end­­­ur­greiðslu vegna fram­­­leiðslu­­­kostn­aðar kvik­­­mynda­fram­­­leið­enda úr 25 í 35 pró­­­sent fyrir stærri verk­efni í maí í fyrra. Vegna þessa þurfi að sækja fjóra milljarða króna viðbótarframlag úr ríkissjóði á þessu ári miðað við upprunaleg áform, og heildarkostnaður vegna endurgreiðslna verður um 5,7 milljarðar króna.

Þorri þeirrar upphæðar fer til eins verkefnis, fram­­­leiðslu á fjórðu þátta­röð True Detective sem tekin er upp hér á landi. Því mun rík­­is­­sjóður greiða, samkvæmt upplýsingunum sem Sýn teflir fram í ársreikningi sínum, 3,6 milljarða í end­­ur­greiðslur vegna kvik­­mynda­­gerðar á ár til banda­ríska fram­­leiðslu­­fyr­ir­tæk­is­ins HBO fyrir að taka upp þátta­röð hér­lend­is. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var frumvarp Lilju keyrt í gegn í fyrravor sérstaklega til að ná True Detective verkefninu til Íslands. Fyrsta stiklan úr þáttaröðinni var birt í gær. Hægt er að sjá hana hér að neðan. 

Í skýrslu stjórnar og forstjóra segir að sama löggjöf girði fyrir að Stöð 2 geti sótt með beinum hætti um endurgreiðslur í kvikmyndasjóði vegna eigin framleiðslu á sjónvarpsefni. 

Fjölmiðlastyrkur rúmlega fimmtungur af arðgreiðslu

Þá er gerð athugasemd við að framlög úr ríkissjóði til Ríkisútvarpsins hafið verið hækkuð um 430 milljónir króna milli áranna 2021 og 2022, og að sú fjárhæð sé hærri en sem nam styrkjum til allra einkarekinna fjölmiðla, þ.e. ljósvakamiðla og dagblaða, á sama tímabili. Þeir voru 381 milljónir króna og dreifðust á þriðja tug fjölmiðla. 

Mest fengu þrjú fjölmiðlafyrirtæki: Torg sem gefur út Fréttablaðið og tengda miðla, Árvakur sem gefur út Morgunblaðið og tengda miðla og Sýn. Alls fóru 53 prósent styrkjanna til þeirra en hvert fékk 66,8 milljónir króna. 

Stjórn Sýnar ætlar að leggja til við komandi aðalfund að greiddir verði út 300 milljónir króna í arð vegna síðasta árs. Það þýðir að 22 prósent af arðgreiðslunni er tilkominn vegna styrksins sem samstæðan fékk úr ríkissjóði á síðasta ári.

Forstjóraskipti urðu hjá Sýn í fyrra þegar Heiðar Guðjónsson, sem hafði verið stærsti einkafjárfestirinn í félaginu samhliða forstjórasetu, tilkynnti að hann ætlaði að hætta í kjölfar heilsubrests. Í lok september 2022 var tilkynnt að Yngvi Halldórsson, sem hafði verið framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sýnar, myndi taka við sem forstjóri. Samanlagt var launakostnaður vegna forstjórastarfa Heiðars og Yngva 71 milljón króna, eða um 5,9 milljónir króna að meðaltali á mánuði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Má spyrja hvenær þetta stöðvar 2/Sýnar dæmi ætlar að hætta að vera á ríkisspenanum ? Stjórnendur hjá Sýn hafa verið duglegir að gagnrýna RÚV fyrir að vera til , þó allir starfsmennirnir hafi fengið sína starfsreynslu hjá RÚV ? Er ekki komið nóg ? Allir meðlimir Samtaka atvinnulífsins eru á ríkisspenanum, er ekki eitthvað að ? Nei, þetta er gamla góða spillingin.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár