Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forstjóri Símans með 9,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í fyrra

Launapakki for­stjóra Sím­ans hækk­aði um 53 pró­sent milli 2021 og 2022, að mestu vegna kaupauka upp á næst­um 43 millj­ón­ir króna. Sím­inn er bú­inn að skila hlut­höf­um sín­um 31,5 millj­arði króna eft­ir söl­una á Mílu og ætla að skila 15,7 millj­örð­um króna í við­bót á þessu ári.

Forstjóri Símans með 9,7 milljónir króna að meðaltali á mánuði í fyrra
Forstjóri Orri Hauksson hefur verið forstjóri Símans frá því í október 2013. Mynd: Síminn

Orri Hauksson, forstjóri Símans, fékk samtals 116,4 milljónir króna í laun, kaupauka og mótframlag í lífeyrissjóð á árinu 2022, eða 9,7 milljónir króna á mánuði. Ári áður fékk hann 76,2 milljónir króna í sömu greiðslur, eða tæplega 6,4 milljónir króna. Laun hans hækkuðu því um 53 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Símans.

Mestu munar um mikla aukningu á greiðslu kaupauka. Orra fékk 42,6 milljónir króna í slíkan í fyrra sem var næstum fjórum sinnum hærri en kaupaukinn sem hann fékk árið 2021. Til viðbótar fengu framkvæmdastjórar innan Símans, alls fimm einstaklingar og þar af tveir sem störfuðu frá miðju ári, 71 milljón í kaupauka. Það er 48,1 milljón krónum meira en þeir kaupaukar sem greiddir voru út til framkvæmdastjórnar á árinu 2021, sem þá taldi fjóra einstaklinga. Um er að ræða rúmlega þreföldum á kostnaði við kaupauka til framkvæmdastjóra Símans. Alls jókst heildarlaunakostnaður vegna framkvæmdastjórnarinnar, að forstjóra frátöldum, um 43 prósent milli ára. 

Til samanburðar má nefna að lágmarkslaun á Íslandi þorra árs í fyrra voru 368 þúsund krónur á mánuði, eða um 4,4 milljónir króna á ári. Mánaðarlaun forstjóra Símans voru því 120 prósent hærri en árslaun þess sem var á lágmarkslaunum hérlendis á síðasta ári.

Hluthafar fá tugi milljarða króna

Síðasta rekstrarár var það besta í sögu Símans. Félagið skilaði 38,3 milljarða króna hagnaði, en hann hafði verið 5,2 milljarðar króna árið 2021. Ástæðan er salan á Mílu, dótturfélagi Símans byggir upp og rekur inn­viði fjar­skipta á lands­vísu, til franska sjóðstýringafyrirtækisins Ardian France SA. Kaupverðið var greitt í september 2022, annars vegar með 32,7 milljörðum króna í handbæru fé og hins vegar skuldabréfi upp á 17,5 milljarða króna. Þegar þær skuldir Mílu sem Ardian yfirtók eru taldar með var söluverðið 69,5 milljarðar króna og söluhagnaðurinn bókfærður á 37,8 milljarða króna. Um síðustu áramót var eigið fé Símans 35,3 milljarðar króna.

Í tilkynningu til Kauphallar vegna útgáfu ársreikningsins er haft eftir Orra að þegar samningar um sölu Mílu hafi upphaflega verið gerðir hafi stjórn Símans ákveðið að stjórnendur skyldu kanna hvort félagið gæti nýtt það fé, sem vænta mátti úr sölunni, að hluta eða öllu leyti í arðbærari verkefni en þau sem hluthafar Símans gætu fundið á eigin spýtur. „Í ljós kom að mögulegar fjárfestingar Símans á Íslandi verða ekki af þeirri stærðargráðu að þörf sé á söluverðmæti Mílu. Þá kom í ljós að hluthafar Símans telja almennt ekki að hið skráða rekstrarfélag Síminn hf. eigi að varðveita á eigin bókum háar upphæðir til að leita að verkefnum fyrir Símann utan Íslands [...] Skapist í framtíðinni fjárfestingatækifæri fyrir Símann af slíkri stærðargráðu, að þau útheimti á ný aukna fjármögnun til handa félaginu, mun samtalið snúast við og stjórn og stjórnendur munu þá óska eftir nýju hlutafé frá hluthöfum.“

Því var söluverðmætunum skilað til hluthafa. Í nóvember var hlutafé lækkað og hluthafarnir fengu 31,5 milljarð króna í sinn hlut. Stærsti hluthafinn í Símanum, og sá sem ræður ferðinni í stefnumótun félagsins, er fjárfestingafélagið Stoðir sem á 15,93 prósent hlut. Um fimm milljarðar króna af þessari útgreiðslu fór því til Stoða. Aðrir stórir hluthafar eru stærstu lífeyrissjóðir landsins. Þrír stærstu sjóðirnir: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sem félagsmenn VR greiða meðal annars í) og Gildi (sem félagsmenn Eflingar greiða meðal annars í) eru þar fyrirferðamestir. 

Í lok janúar síðastliðins var skuldabréfið upp á 17,5 milljarða króna sem Ardian gaf út vegna sölunnar svo selt til félags á vegum Ardian á 15,7 milljarða króna. Stjórn Símans mun gera tillögu um það á komandi aðalfundi að þeim fjármunum verði einnig skilað að öllu leyti til hluthafa með lækkun á hlutafé. 

Gangi þau áform eftir munu hluthafarnir hafa fengið 47,2 milljarða króna í reiðufé frá því í nóvember. Þar af munu 7,5 milljarðar króna rata til Stoða, sem stýrt er af stjórnarformanni Símans, Jóni Sigurðssyni. Auk þess á Orri Hauksson, forstjóri Símans, 0,8 prósent hlut í félaginu. Hann ætti því að fá alls um 390 milljónir króna í sinn hlut vegna útgreiðslna úr félaginu eftir söluna á Mílu samþykki stjórn Símans að færa niður hlutaféð á komandi aðalfundi. 

Mikil hækkun á enska boltanum

Fyrir utan söluna á Mílu var hagnaður af áframhaldandi starfsemi Símans tæplega 2,1 milljarðar króna, en hann hafði verið rúmlega 1,7 milljarður króna árið 2021. Inni í þeirri tölu eru fjármunatekjur upp á 748 milljónir króna, sem er 366 milljónum krónum meira en árið áður. Þar skiptir máli að söluandvirði Mílu var ávaxtað á bankareikningi í tæpa tvo mánuði en í haust greindi Síminn frá því að mánaðarlegir vextir af reiðufénu sem fékkst fyrir söluna á Mílu væru 160 milljónir króna. 

Velta dróst lítillega saman milli ára og var rétt undir 24 milljörðum króna. Tekjur af farsímaþjónustu hækkuðu um átta prósent milli ára, og skipti mikil aukning vegna reikitekna þar miklu máli, en hana má rekja til stóraukins fjölda ferðamanna sem komu til Íslands í fyrra í samanburði við árið 2021. Þá var umtalsverður vöxtur í tekjum af sjónvarpsþjónustu, sem hækkuðu um 339 milljónir króna milli ára. Í fjárfestakynningu Símans kemur fram að aðallega sé um að ræða tíu prósent tekjuaukningu í Premium þjónustu Símans og því að Síminn Sport, sem sýnir enska boltann, hafi skilað 23 prósent hærri tekjum. 

Síminn Sport kostaði 3.500 krónur í lok árs 2021 en verðið fyrir þann sjónvarpspakka var hækkað í 4.500 krónur í byrjun árs í fyrra. Í lok árs 2022 var það komið upp í 4.900 krónur og frá 1. febrúar síðastliðnum var það hækkað í 6.500 krónur. Verðmiðinn á Síminn Sport hefur því hækkað um þrjú þúsund krónur á mánuði frá því í lok árs 2021.

Sjónvarps Símans Premium, efnisveita félagsins sem felur meðal annars í sér aðgengi að enska boltanum, kostar nú 7.500 krónur ef viðkomandi leigir myndlikil frá Símanum á 2.300 krónur á mánuði. Ef ekki bætast 2.300 krónur við og þá kostar Premium pakkinn 9.800 krónur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jack Danielsson skrifaði
    Ef laun Orra er greind enn frekar kemur á daginn að hann hefur 323 þúsund upp úr krafsinu á hverjum einasta degi, jafnt rauðum sem svörtum dögum eða rúmar 10 þúsund krónur á klukkustind, allan sólarhringinn. Þetta er sérlega áhugavert í ljósi þess að daglaun Orra eru nánast eins og mánaðarlaun þeirra sem verst eru settir í samfélaginu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
6
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár