Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Mútuþegar Samherja fyrir rétt í október

Rétt­ar­höld í máli namib­ískra stjórn­mála- og áhrifa­manna sem ákærð­ir eru fyr­ir að þiggja mút­ur frá Sam­herja í skipt­um fyr­ir kvóta, munu hefjast 2. októ­ber. Þetta var ákveð­ið í þing­haldi í Namib­íu í morg­un. „Stór stund“ en fjar­vera Ís­lend­inga æp­andi, seg­ir tals­mað­ur sam­taka gegn spill­ingu í Namib­íu. Jó­hann­es Stef­áns­son fagn­ar áfang­an­um og er klár í vitna­stúk­una í Wind­hoek í haust.

Mútuþegar Samherja fyrir rétt í október
Namibíumenn á leið í dóm Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er ásamt níu löndum sínum á leið fyrir dóm sakaður um að hafa þegið mútur frá Samherja, í skiptum fyrir verðmætan kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson er ásamt átta undirmönnum sínum, fyrrverandi og núverandi, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sama máls hér á Íslandi.

Réttarhöldin yfir tímenningunum sem ákærðir eru fyrir að þiggja mútur af Samherja í Namibíu eiga að hefast 2. október á þessu ári og er gert ráð fyrir því að þau muni standa til 24. júní á næsta ári. Þetta var ákveðið í þinghaldi fyrir dómi í Windhoek, höfuðborg Namibíu í morgun. Namibískir fjölmiðlar greindu frá þessu fyrir stundu.

Tveir fyrrverandi ráðherrar, tengdasonur annars þeirra, forstjóri og stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor og viðskiptafélagar eru sakaðir um að hafa tekið við hundruðum milljóna króna greiðslum frá íslenska útgerðarfyrirtækinu Samheja, í skiptum fyrir verðmætan og eftirsóttan kvóta í landinu. 

Alls eru ákæruliðirnir í málinu 42 talsins og fjalla um fjársvik, mútur, spillingu, peningaþvætti og skattsvik. Þungamiðja þessara meintu brota snýr að því hvernig namibískir áhrifamenn í stjórnmálum og viðskiptalífi, misnotuðu embætti og stöður sínar hjá hinum opinbera til þess að færa Samherja tugmilljarða króna ríkiseignir í skiptum fyrir greiðslur í eigin vasa. 

Ríkissaksóknari Namibíu vildi upphaflega stefna þremur yfirmönnum Samherja í Namibíu fyrir dóm í sama máli; þeim Ingvari Júlíussyni, Aðalsteini Helgasyni og Agli Helga Árnasyni. Þar sem namibísk lög gera ekki ráð fyrir því að ákært sé og dæmt í málum manna að þeim fjarstöddum, varð ekkert úr því. Sömu brot og stóð til að ákæra þremenningana fyrir í Namibíu eru til rannsóknar hér á landi. Alls eru níu Íslendingar með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara hér á landi. Meðal annars Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Hrópandi fjarvera Íslendinga

Graham Hopwood, forstöðumaður IPPR, samtaka um bætta stjórnsýslu í Namibíu, sem meðal annars hefur starfað með alþjóðasamtökunum Transparency International í tengslum við málið, segir fagnaðarefni að loks sé komið að því að málið fari fyrir dóm. Vonandi verði ekki frekari tafir á því að útkljá málið.

Fagnar framgangi málsinsGraham Hopwood forstöðumaður IPPR, namibískrar stofnunar um bætta og opnari stjórnsýslu, hefur verið í farabroddi í því að krefjast þess að Samherjamálið sé gert upp, bæði á Íslandi og í Namibíu.

„Samfélagið hér bíður eftir og þarf að sjá réttlætinu fullnægt í þessu máli, í gegnum sanngjörn og opin réttarhöld,“ segir Graham í samtali við Heimildina að þessu tilefni.

„Ég neita því þó ekki að það fjarvera Íslendinganna í þessu réttarhaldi er ansi æpandi. En úr því að ekki tekst að fá þá til að mæta fyrir dóminn eða framselda verður að vona að íslensk yfirvöld sjái til þess að þeir fari fyrir dóm á Íslandi,“ bætti Graham við og sagði að jafnvel þó „hjól réttlætisins snúist nú í Namibíu, þarf það líka að gerast á Íslandi.“

Samherjamálið, sem nefnt er Fishrot upp á ensku, er stærsta og umfangsmesta spillingarmál í sögu Namibíu. Það komst upp þegar Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, ljóstraði upp um margra ára spillt samband Samherja og ráðamanna í Namibíu, í samstarfi við Wikileaks, Kveik, Stundina og Al Jazeera haustið 2019.

Stuttu síðar voru sakborningarnir namibísku handteknir og hafa verið í haldi síðan. Málið er gríðarlegt að vöxtum en til marks um það hafa namibísk yfirvöld lagt hald á tugi fasteigna, bíla og annarra eigna sakborninganna. Togari Samherja, Heinaste, var sömuleiðis haldlagður en síðar seldur, en söluandvirðið haldlagt þess í stað. Namibísk yfirvöld hafa samkvæmt ársreikningum Samherja gert kröfur á Samherja um greiðslu ríflega tveggja milljarða króna skatta, sem enduráætlaðir voru á fyrirtækið vegna starfseminnar í Namibíu, í kjölfar þess að málið kom upp.

Jóhannes, uppljóstrari í málinu, er einn þeirra níu sem hafa fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókninni hér á landi. Engin löggjöf um uppljóstrara var í gildi þegar Jóhannes afhjúpaði málið, þrátt fyrir að alþjóðastofnanir og fleiri hefðu í áratugi bent Íslenskum stjórnvöldum á að samkvæmt alþjóðaskuldbindingum bæri Íslandi að setja slíka löggjöf.

Hann er eitt lykilvitna ákæruvaldsins í Namibíu og mun þurfa að eyða drjúgum tíma í vitnastúku í Namibíu í haust, þegar réttarhöldin byrja. Áætlað er að vitnisburður hans geti tekið allt að átta vikur vikur. Talsmenn Samherja hér á landi hafa ítrekað haldið því fram að Jóhannes muni ekki mæta fyrir réttinn í Namibíu. Hann hefur jafnan vísað þeim fullyrðingum á bug og sagðist síðast í viðtali við Stundina, í tilefni af því að þrjú ár voru liðin frá uppljóstrun Samherjaskjalanna, að hann ætlaði sér að klára það sem hann byrjaði á. Þar með talið að fara til Namibíu og bera vitni. Annað hefði aldrei hvarflað að sér.

Fram kom í uppljóstrun Stundarinnar og Kjarnans á Skæruliðaskjölunum svokölluðu, að Samherjamenn hefðu haft uppi áætlanir um að reyna að koma í veg fyrir að Jóhannes bæri vitni í Namibíu, með því að kæra hann fyrir fjárdrátt. Jóhannes segist í samtali við Heimildina ánægður með að málið sé komið í þennan farveg.

„Ég er klár og gott að sjá þennan framgang og að þetta sé á réttri leið. Það er ekkert leyndamál að ég á að vera einhverjar átta vikur, tveimur mánuðum, plús eða mínus,“ segir Jóhannes. „Ég er nú þegar farinn að undirbúa mig undir ferðalag til Namibíu.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • samherji leikur lìka namibìuleikinn à ìslandi. à ìslandi heitir etta styrkur,
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    "Engin löggjöf um uppljóstrara var í gildi þegar Jóhannes afhjúpaði málið, þrátt fyrir að alþjóðastofnanir og fleiri hefðu í áratugi bent Íslenskum stjórnvöldum á að samkvæmt alþjóðaskuldbindingum bæri Íslandi að setja slíka löggjöf."

    Enn eitt dæmið um spillt stjórnvöld á Íslandi. Munar ekki um að hunsa alþjóðaskuldbindingar svo að spillingin geti haldið áfram.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár